Jökull


Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 11

Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 11
vita að þröngri dalskoru. Fram um hana kem- ur snarbrattur skriðjökull. Austan við upptök skriðjökulsins stendur fjallsöxl mikil, að mestu hulin snjó. Vestan í henni eru dökkleit kletta- flug, en síðan alllangur kambur, sem smálækkar austur líkt og makki á hesti. Minnir röðullinn nokkuð á Kerhólakamb á Esju vestur. Nafnið Esjufjöll bendir til þess, að þar sé eitthvert kennileiti kallað Esja. Getur vart um annað verið að ræða en þetta fjall. Það er fast að 1800 m að hæð. Þegar komið er neðan Breiðamerkur- jökul, upp með Mávabyggðarönd, ber dökkan kollinn á Steinþórsfelli í snjófjall þetta. Munu allir vera ásáttir á, að það beri nafnið Esja. Suður úr Esju stendur klettaröðull nokkur upp úr jöklinum. Kallast Esja og röðull þessi einu nafni Esjubjörg. Austan við Esjubjörg kemur enn brattur og úfinn lirunjökull niður, en aust- an lians rís hinn fjórði fjallgarður og nefnist Austurbjörg. Eru þau næstum skeifulaga, og vita hælarnir í austur. Norður af Austurbjörgum endar jökulhryggurinn í bröttum múla, en aust- an hans kemur austasta álma Breiðamerkur- jökuls ofan af hájöklinum. Jökulhúsið er járnskáli um 7.5 m að lengd, og er efni á staðnum til þess að lengja hann um 3.5 metra. Eftir er að endurnýja stafna og klæða skálann innan til þess að gera haiin vistlegan. Gott vatnsból er um 100 m frá skálanum. Esjufjöll standa milli tveggja meginkvísla Breiðamerkurjökuls. Þeðan er skammt upp á hjarnsvæði Vatnajökuls. Má því fullyrða, að staðurinn sé ákjósanleg bækistöð til jöklarann- sókna. Breiðá. Breiðamerkurfjall t. h., Fjallsjökull í miðjitj en Ærfjall og Hrútárjökull t. v. Ljósm.: S. Þórarinsson. Breiðá Annar skáli Jöklafélagsins stendur sunnan undir Hálfdánaröldu, um 3 km frá jökuljaðri. Hann er 11 m langur járnskáli, og er ætlazt til að hafa þar geymslu fyrir tvo skriðbíla í austur- enda, en lítið herbergi í hinum. Um síðustu aldamót náði Breiðamerkurjök- ull fram undir Hálfdánaröldu, og var þá allstórt lón á bak við hana. Árið 1906 drukknaði þar ungur maður austan úr Suðursveit, er hann var að ungaveiðum. Hann hét Hálfdán, og því er nafnið á öldinni. Um þær rnundir rann Breiðá fram rétt vestan við ölduna og sést greinilega fyrir farveginum. Síðar lagðist hún í farveg Ný- græðnakvxsía! um 2 km fyrir austan Hálfdánar- öldu. Nú kemur Breiðá úr djúpu lóni um 3 kni fyrir vestan Mávabyggðarönd. Mun hún halda þeim farvegi, meðan jökullinn hleypur ekki fram til muna. Hálfdánaraída er í heimalandi Breiðár, liins forna höfuðbóls. Hefur verið ákveðið að kalla skálann Breiðá. Mun hann vera fyrsta hús, sem reist hefur verið í landareign Breiðár, síðan jök- ull lagðist þar yfir tún og tættur fyrir hart nær 250 árum. Jörðin Breiðá er nú að hálfu leyti í eign Björns Pálssonar á Kviskerjum, en að hálfu eign Suðursveitarmanna. A Breiðamerkurjökli i júli 1951. Steinþórsfell og Esja i baksýn. Menn með sleða og Esjufjalla- rönd t h. Yfirborð jökulsins er vatnsgrafið og illt yfirferðar með sleða. Ljósm.: J. Eyþórsson. 9

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.