Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 2
Jöklarannsóknafélag Islands
FÉLAGIÐ var stofnað á fundi í Tjarnar-
kaffi í Reykjavík miðvikudaginn 22. dag
nóvembermánaðar 1950. Til fundarins var
boðað af nokkrum mönnum, sem áhuga
hafa á jöklarannsóknum og jökulferðum.
Á fundinum var einróma samþykkt að
stofna félagið, bráðabirgðastjórn kosin og
ákveðið að halda framhaldsstofnfund í
febrúar til þess að ganga frá félagslögum. Á
fundinum lét 41 maður skrá sig í félagið.
Framhaldsstofnfundur var haldinn á
sama stað h. 7. dag marzmánaðar 1951. Var
þar gengið frá stofnskrá félagsins og kosin
stjórn. Stofnskráin er í 7 greinum, og segir
þar m. a.:
2. gr. Markmið félagsins er að stuðla að
rannsóknum og ferðalögum á jöklum
landsins. Það gengst fyrir fræðandi
fyrirlestrum um jökla og myndasýn-
ingum, þegar ástæður leyfa.
3. gr. Félagar geta allir þeir orðið, er áhuga
hafa á rannsóknum á jöklum og jök-
ulferðum.
5. gr. Stjórn félagsins skipa fimm menn og
þrír til vara. Formaður skal kosinn
til þriggja ára í senn, en fjórir með-
stjórnendur, þrír varamenn og tveir
endurskoðendur til eins árs. Stjórnin
skiptir með sér verkum að öðru leyti.
Kosningar eru skriflegar, nema aðal-
fundur óski annars.
6. gr. Félagar greiða 100 kr. við inngöngu í
félagið, en síðan 25 kr. árlega. Fá þeir
ókeypis ritgerðir, sem félagið kann að
gefa út.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður: Jón Eyþórsson veðurfræðing-
ur, Bergþórugötu 61, Reykjavík.
Ritari: Guðmundur Kjartansson jarð-
fræðingur, Suðurgötu 75, Hafnarfirði.
Gjaldkeri: Sigurjón Rist vatnamælinga-
maður, Laugateig 18, Reykjavík.
Meðstjórnendur: Árni Stefánsson bif-
vélavirki, Barónsst. 43, Reykjavík. Trausti
Einarsson prófessor, Sundlaugaveg 22,
Reykjavík.
í varastjórn: Einar Magnússon mennta-
skólakennari, Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur, Þorbjörn Sigurgeirsson fram-
kvæmdastjóri.
Endurskoðendur: Páll Sigurðsson verk-
fræðingur, Kristján Ó, Skagfjörð stórkaup-
maður J.
Félagið hefur reist tvo járnskála við
Breiðamerkurjökul, annan í Esjufjöllum,
en hinn undir Hálfdánaröldu, um 2 km frá
jökuljaðri. Er nánar skýrt frá skálum þess-
um hér á eftir.
★
The Glaciological Society of Iceland was esta-
blished in Nov. 1951. Its object is to further
glaciological work and travels on the Icelandic
glaciers. Neiu members pay 100 kr. as entrance
rate, then 25 kr. annually.
RIT þetta er aðeins prentað í 500 ein-
tökum. Verður það afhent félagsmönn-
um, augljsendum og helztu styrktar-
mönnum félagsins ókeypis.
í lausasölu kostar það 100 kr.