Jökull


Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Jökull - 01.12.1951, Blaðsíða 12
Upp Breiðamerkurjökul. Skriðbill með sleða í eftirdragi. Þverártindsegg og Fellsfjall í baksýn. Ljósm.: Á. Stefánsson. JÓN EYÞÓRSSON: Fransk-íslenzki Vatnajökulsleið- angurinn, marz-apríl 1951 Til leiðangursins var stofnað af Rannsókna- ráði ríkisins og Grænlandsleiðangri P. E. Victors. Lagði Victor til tvo snjóbíla, mælingatæki og tvo menn: Alain Joset mælingameistara og Stephan Sanvelian ökumann og bifreiðavirkja. Rann- sóknarráðið kostaði leiðangurinn að öðru leyti, lét smíða tvo stóra almínsleða í Landssmiðjunni, lagði til vistir, benzín og annan fararbúnað. Þrír íslendingar voru í förinni: Jón Eyþórsson, sem var fararstjóri, Arni Stefánsson vélfræðing- ur og Sigurjón Rist vatnamælingamaður. Kost- aði Raforkumálaskrifstofan för Sigurjóns til [ress að gera mælingar á snjóaliigum á jöklinum. Árni tók m. a. litkvikmynd af ýmsum atriðum ferð- arinnar. Hér er ekki rúm til þess að rekja ná- kvæmlega undirbúning og fararbúnað leið- angursins. Vegna snjóbílanna var hægt að taka meiri og jafnframt traustari fararbúnað en nokkur annar rannsóknaleiðangur hefur áður haft í jökulferðir hér á landi. Verður hér á eftir aðeins stiklað á helztu atriðum leiðang- ursins eftir dagbók minni. Leiðangurinn var ferðbúinn h. 13. marz. Þann dag fór Sigurjón Rist með Herðubreið áleiðis til Llornafjarðar og hafði með sér mest allan farangur leiðangursins: sleða, benzín og matvæli. Kl. 16, sama dag lögðu upp á tveim skriðbíl- um (Weasels) frá Reykjavík þeir Árni Stefáns- son, Alain Joset og Stephan Sanvelian. Kom- ust þeir að Selfossi um kvöldið, þótt veður væri afleitt austan fjalls og engir bílar aðrir gætu komizt leiðar sinnar. Daginn eftir, miðvikudag 14. marz, komust þeir að Vík, og næsta dag að Klaustri, 16. marz fóru þeir yfir Skeiðarársand, en urðu að setjast að hjá Sandfelli um kvöldið, vegna þess að belti bilaði í þriðja sinn, og vara- beltin voru ekki nema tvö, er þeir lögðu upp. Héldu þeir svo að Fagurhólsmýri á öðrum skriðbílnum snemma morguns á laugardag 17. marz. Herðubreið kom til Hornafjarðar aðfaranótt fimmtudags 15. marz. Um hádegi sama dag fór Sigurjón Rist með allan farangur sinn á tveim- ur bílum út að Jökulsá. Næstu tvo daga, 16. og 17. marz, flutti hann dótið með aðstoð Kví- 10

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.