Jökull


Jökull - 01.12.1963, Page 22

Jökull - 01.12.1963, Page 22
Jökuibogi við Fjallsjökul Við jaðra skriðjöklanna má oft sjá einkenni- leg fyrirbæri, einkum þegar þunnar jökultung- ur ganga fram. Þær geta þá svignað á furðu- legasta hátt, jafnvel svo að úr verði heill hring- ur. Veturinn 1961 — 1962 varð ekki greint, að um gang í Fjallsjökli væri að ræða nema aðeins á einum stað, og þó lítið. Þar hagaði svo til, að þunnur jökull lá á grunnu lóni, og voru bakk- ar þess brattir, svo framskrið jökulsins mætti þar mikilli hindrun. Af þessum sökum myndaðist þarna jökulbogi, sem var allmiklu stærri en ég hef séð í annan tíma. Boginn var fullmótaður, þegar eftir hon- urn var tekið, og voru meðfylgjandi myndir teknar 15. marz 1962. Isinn hafði brostið, þar sem boginn var krappastur, en þó ekki nema niður í miðju. Ekki var hægt að fylgjast með boganum lengi, eftir að myndirnar voru teknar, en hann mun hafa horfið um eða eftir mánaðamótin marz- april þetta sama vor. Sigurður Björnsson. Efri myndin er skýrð í lesmáli. — Ljósm. Sig. Björnsson. Upþer picture: A curious portal of ice at Fjallsjökull. Hvarfleir í jökulkeri við Nvgræðnakvísl sumarið 1963. — Ljósm. Sig. Björnsson. Varved clay in a glacial pothole. 18 JÖKULL 1963

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.