Jökull


Jökull - 01.12.1963, Síða 23

Jökull - 01.12.1963, Síða 23
JÓN EYÞÓRSSON: Brúarjökull hlaupinn A sudden Advance of Brúarjökull í síðasta hefti Jökuls (bls. 47—48) var birt lýs- ing Þorvarðs læknis Kjerúlfs á framhlaupi Brú- arjökuls árið 1890. Þar er þess getið, að jökul- gnýr heyrðist frá Eyjabakkajökli út á Fljótsdal í ágústmánuði, og á útmánuðum 1890 varð vart jarðhræringa á Jökuldal. „Dunur og dynkir heyrðust líka, er á leið veturinn og vorið, og urn helgi í 14. viku sumars gerði jakaferð mikla og vatnavöxt í Jökulsá á Dal, er hélzt í nokkra daga.“ Þess má geta, að Þ. Kjerúlf athugaði Brúar- jökul af innsta hnúk Hvannstóðsfjalla. Sá hnúk- ur er 840 m hár og 15 km norður af Hraukum á Kringilsárrana. Síðan 1890 hafði Brúarjökull hopað um fulla 10 km frá Hraukunum, sem hann ók þá saman á Iíringilsárrana. Jökulsporðurinn hefur lengi verið flatur, aurborinn og lítt sprunginn. I októbermánuði sl. (1963) varð þess vart, að Brúarjökull var að ryðjast fram. Fyrstu fréttir, sem mér bárust af þessu, komu í bréfi frá Einari Jónssyni á Hvanná 1. nóv. 1963. Segist hann hafa tekið eftir því, að vatnið í Jökulsá hafi verið óvenjulega dökkt, þótt kalt væri í veðri og áin vatnslítil. Hafi margir haft orð á þessu og jafnvel óttast eldsumbrot í jökl- inum. Þ. 5. nóv. skrifar mér Jón Björnsson á Skeggja- stöðum, Jökuldal, og segir eftir bændum af efstu bæjum Jökuldals og úr Hrafnkelsdal, að Vatnajökull væri hlaupinn fram á Brúaröræfum. Hefðu göngumenn orðið þessa varir, er þeir voru í annari göngu laust fyrir lok októbermán- aðar. I fyrstu göngum, dagana 21.—24. sept. hefði jökullinn virzt vera með eðlilegum hætti. Þ. 14. okt. kl. 14 hafði Halldór á Brú komið að jöklinum, og var hann þá mjög úfinn, en ekki hlaupinn. Tveimur dögum síðar heyrði Halldór Sig- varðsson drunur heima á Brú, og lýsir hann þeim á þessa leið í bréfi til Jóns á Skeggja- stöðum: „Miðvikudaginn 16. okt. var ég að ganga með- JÖKULL 1963 fram girðingunni. Æðiþykkur krapakenndur snjór yfir allt. Kl. 12.10,var ég staddur neðan við túnið, þegar drunurnar komu. Það var einna líkast því, að fjall hefði hrunið. Sá ég þó, að ekkerl hafði hreyfzt í Jökulsárgilinu. Tók þá eftir rák á loftinu frá norðri til suðurs eftir þotu og datt í hug, að sprenging hefði orð- ið í henni, en sá aldrei neitt koma niður. Þessum drunurn fylgdi loftþrýstingur, sem ég varð greinilega var. Fannst mér hann helzt koma af suðvestri. Þó gat ég ekki gert mér fylli- lega grein fyrir því þá stundina. Heima fannst þeim, er inni voru, að það glamraði í húsþakinu samfara hvellinum. Bæði hestar og fé tóku til fótanna, sérstaklega féð, sem var suður við Jök- ulsárgil. Jóhann á Eiríksstöðum sat inni, og honum fannst stóllinn titra og hvellurinn koma á hús- þakið. I Hrafnkelsdal heyrðist þetta, en þar held ég allir hafi verið inni og ekki gert sér grein fyrir hávaða þessum. Stefán og Hrafn voru staddir norður á Fiskidalshálsi og voru að moka undan bíl, sem var í gangi. Þeim fundust hvellirnir vera tveir. Björgvin á Hákonarstöðum heyrði einnig hvellina, er hann var á leið út í Hákonarstaði. Pósturinn var að vinna með ýtu í veginum fyrir utan Eiríksstaði og heyrði þá líka. Þá veit ég, að þetta heyrðist í Fljótsdal og einnig í Möðru- dal. Tveimur dögum áður, þ. 14. okt., vorum við inni við jökul. Þá sögðu þeir, er næst fóru jökl- inum, að jökulbrúnin hefði verið mjög úfin, en ekki komin af stað, Sjálfur kom ég ekki svo nærri jöklinum, að ég sæi lögun á honum. Þeir, sem næst fóru, voiu Björgvin á Hákonarstöðum, Stefán á Brú og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vaðbrekku.“ Næst gerist það, að Steinþór Eiríksson á Egils- stöðum hringir til mín 14. nóv. og hefur þær fréttir eftir greinagóðum mönnum, að Brúar- jökull sé hlaupinn fram um 2—3 km á öllu svæðinu austan frá Jökulsá vestur að Kringils- árrana. Jökullinn væri brattur að framan, sprunginn langt inn eftir og líklega enn í fram- sigi. Þ. 16. nóv. flugum við Magnús Jóhannsson yfir Brúarjökul suður af Hvannalindum í TF- VOR (flugstjóri Guðjón Guðjónsson). Skyggni var slæmt og ógerlegt að átta sig á kennileitum. Jökullinn var ferlega sprunginn svo langt sem 19

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.