Jökull - 01.12.1963, Síða 27
með morgunkaffi. Sól skein í heiði og hlýtt var
í veðri. Tíndust menn út í sólskinið og lögðust
á klappirnar sunnan skáians. Margir voru þegar
sólbrunnir eftir daginn góða í Grímsvötnum.
Þeir Halldór Gíslason og Magnús Eyjólfsson
bikuðu skálann utan. Gekk það fljótt og vel.
Síðdegis var ekið ofan að mastri og bætt ofan
á það. Voru 710 cm frá stangartoppi að snjó,
þegar lokið var verkinu.
Kl. 2345 héldum við suður á bóginn og ókurn
20 km veg í þungu færi. Var þá slegið tjöldum
kl. 0300 og lagzt til svefns.
Laugardagur S. júní. Sarna veður: Heiðskírt,
hlýtt, mikil sólbráð, illverandi undir beru lofti.
Byggð voru tvö myndarleg snjóhús með milli-
gangi. Kl. 2130 var haldið af stað, en gekk lítt
fyrir ófærð. Var þá ákveðið að stefna til Þumals,
og eftir 4 klst. akstur var tjaldað um 5 krn frá
Þumli og slegið tjöldunr.
Sunnudag 9. júni var enn giansandi sólskin
og ofsalegur hiti. Sleðar voru því látnir eftir og
ekið iausu að Þumli. Komum þangað kl. 1615.
Blasti nú við hið fegursta útsýni. Við fætur
okkar hnykluðust skýjabólstrar, en upp úr
gnæfðu hæstu tiudar. Flestir fóru suður á Mið-
fellstind, á skíðum eða labbandi. Þokan hafði
sigið, svo að Kristínartindar stóðu upp úr frá
miðjum hlíðum. Roði færðist á Hvannadals-
hnjúk og aðra tinda Oræfajökuls. Allt var stórt,
hreint og fagurt, Komið var ofan um kl. 2300
og jafnskjótt haldið af stað í mullufæri norður
að tjöldum, Gusi aftan í Kugg upp þyngstu
brekkurnar. Beltaför voru 15 cm á dýpt.
Mánudag 10. júni var halclið úr tjaldstað kl.
0220 í lélegu færi. sem fór þó batnandi, og eftir
11/2 klst. var komið rifahjarn. Var nú ekið sem
leið liggur á Grímsfjall og komið þangað kl.
1035. - Snætt og sofið til kl. 1900.
Þriðjudag 11. júni var haldið heimleiðis laust
eftir miðnætti. Þegar komið var niður af hnjúk-
unum og vestur fyrir sprungusigið, vildi það
óhapp til, að Kuggur, sem fór eftir Gusa, féll
í sprungu, en engan sakaði. Varð nú uppi fótur
og fit, en eftir 6 klst strit var Kuggur kominn á
fastan snjó, og þótti þá öllum vel.
Til björgunar voru tveir tjakkar, Gusi og
pallur af nýja sleðanum.
Að svo búnu var haldið áfram áleiðis að Páls-
fjalli laust fyrir kl. 0700 og komið þangað kl.
1240. Rákumst þar á hring, sem við höfðum
Stefnt á Þumal. — Ljósm. H. Gíslason.
Driving for Þumall, a black basaltic monolith
on the southern margin of Vatnajökull.
Hverahola norðan undir Grímsfjalli í júní 1963.
Ljósm. H. Gíslason.
A hot spring at the foot of Grimsfjall, June 1963.
23
JÖKULL 1963