Jökull


Jökull - 01.12.1963, Síða 28

Jökull - 01.12.1963, Síða 28
JÓN EYÞÓRSSON: ORÐASAFN Helztu heiti á ís og snjó á landi Ice Glossary Orðasafn þetta er gert eftir Ice Glossary, Part 2, eftir tvo enska vísindamenn, Terence Arm- strong og Briari Roberts. Það er prentað í Polar Record 9. b. No. 59, 1958. Þá hefur nokkrum orðum verið bætt inn í samkvæmt A functional Glossary of Ice Term- inology, gefið út af U. S. Navy Hydrographic Office, Washington. Allmörg önnur orðasöfn og viðtækari eru til yfir sama efni, og er ekki víst, að þeim beri alls staðar saman við það, sem hér er skráð. Ovíða ber þó mikið á milli. En þetta safn er valið af því, að mikið af nærtækum bókakosti um jökla saknað við Grímsvatnamastur. Hann hafði graf- izt í snjó. Þegar við komum að Pálsfjalli í uppleið, var efsta gjörð 137 cm yfir snjó en stangarendi 360 cm. Síðan hafði snjór bráðnað eða sigið 18 cm. Þarna var boruð 528 cm djúp hola Neðan við 510 cm var 18 cm íshroði með klakalögum. Meðalvatnsgildi 0,64. Mæling af mastrinu úr flugvél haustið 1962 sýnir að borað muni hafa verið niður í haustlagið frá 1961. Miðvikudagur 12. júní. Svartaþoka um mið- nætti en hlýtt. Lagt af stað kl. 0148. Eftir 75 mínútna akstur vorum við 6 km vestur af mastri. Þar var sett niður stöng 815 cm löng. Mið í centígráðum: Kerling 001°, Hamar 46°, Þórðar- hyrna 151° og Geirvarta syðri 172°. Snjódýpt niður á harðan jökulís var 317 cm, meðalvatnsgildi 0,59, og vetrariirkoma 1870 mm vatns. Segir nú ekki af ferðinni fyrr en i Jökulheim- um um hádegið. Voru þar fyrir þeir Jónas Jak- obsson veðurfræðingur og Geir Ólafsson loft- skeytamaður, er höfðu með höndum veðurat- huganir þessa viku. Benzínbirgðir lét leiðangurinn eftir: A Gríms- fjalli 300 lítra, við Nýjafell 450 og í Jökul- heimum 550 lítra. /. Ey. og snjó er á ensku og höfundarnir eru báðir mikils metnir vísindamenn. Ensku heitunum er haldið sem lykilorðum, en síðan er islenzku heitunum raðað í stafrófsröð í greinarlok. ablation leysing: snjónám vegna bráðnunar og/eða uppgufunar. abrasion jökulsvarf: slit á bergi eða jarðlögum, sem jöktdís skríður yfir. accumuiation ákoma: snjósöfnun, hrímmyndun og öll úr- koma í föstu formi, senr eykur vöxt jökla og heldur þeim við. A stöku stað eiga snjó- flóð verulegan þátt í ákomunni. alpine glacier (valley glacier) fjalljökull (daljökull): skriðjökull, sem kem- ur af fjöllum ofan, oft í tveimur eða fleiri kvíslum, er sameinast í dalstafni og skríða niður eftir dalnum í einu lagi. avalanche snjóflóð: snjóspilda eða hengja, sem losnar og skríður niður fjallshlíð með vaxandi þunga. anti-icing ísvsrjur: Hvers konar tæki til þess að hindra ísmyndun á flugvélum, skipum eða öðrum hlutum. Helzt er notaður varmi eða ýmis efni borin á til þess að ís nái síður að fest- ast. bcrgschrund jökulgap: gjá eða sprunga, sem myndast þar, sem skálarjökull jaðrar við hamravegg. Oft situr þá jökulsvunta fastlímd á hamr- ana. blow hole vindauga: gat á snjófillum yfir jökulsprung- um. Uppstreymi eða sog úr sprungunni heldur auganu opnu og haugar upp skafli hlémegin við það. blowing snow skafhrið eða kóf. breakable crust broti: veikur skari, snjóskorpa á fönn, sem brotnar undan fæti (brotafæri). cirque glacier (cirque ice) skálarjökull (botnjökull): lítill jökull í klettaskál eða kröppum dalstafni. cornice hengja: snjóskafl, sem slútir fram af brattri brún eða klettakambi. 24 JÖKULL 1963

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.