Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 90

Jökull - 01.12.1980, Page 90
Jöklarannsóknafélag íslands reisir skála á Goðahnúkum Jöklarannsóknafélag Islands reisti nú fyrir skömmu sinn áttunda skála. Er hann stað- settur á Goðahnúkum í austurhluta Vatna- jökuls, norðan Goðaborgar. Á nú félagið fjóra skála á Vatnajökli, þ. e. á Grímsfjalli, byggður 1957, í Esjufjöllum og Kverkfjöllum, reistir 1977, og nú síðast á Goðahnúkum. Um síðustu páska var settur upp skáli við Fjallkirkjuna í Langjökli, vestan Hrútafells. Fjórir síðast byggðu skálarnir eru allir svipaðir, 15m2 með sex tveggja manna kojum, byggðir í bænum og fluttir fullfrágengnir á ákvörðunarstað. Hinir skálar félagsins eru: Tveir í Jökulheim- um, byggðir 1955 og 1965, og einn á Breiða- merkursandi, ,,Breiðá“, reistur 1950. Heimilt er ferðalöngum að gista í skálunum gegn sama gjaldi og er hjá Ferðafélagi íslands í þeirra sæluhúsum. Ber að koma greiðslu til Vals Jóhannessonar, upplýsingasimi 12133 og 86633. Það skal tekið fram, að engin tæki til hitunar eru í skálunum. Ferð sú, sem lítillega verður sagt frá hér, var farin vorið 1979 á uppstigningardag, 24. maí, og komið til baka þriðjudaginn 29. maí. Þeir sem að ferð þessari stóðu voru Jöklarann- sóknafélag íslands, Hjálparsveit skáta í Skálinn reistur á hlaðinu hjá Jóni ísdal. 88 JÖKULL 30. ÁR Reykjavík, sem lagði til Vísil snjóbíl, Flug- björgunarsveitin í Reykjavík og „Tjaldlausa félagið“, en þessir aðilar hafa átt drýgstan þátt i að koma upp síðustu fjórum skálum félags- ins. Aðrir tveir beltabílar voru fengnir hjá Landsvirkjun og Orkustofnun, sem hafa veitt félaginu drjúga aðstoð við flutninga á jöklum. Daginn fyrir uppstigningardag var gengið frá farangri. Skála og tveim snjóbílum var komið fyrir á einum dráttarvagni frá G. G. flutningafyrirtækinu, sem hefur verið ein mesta lyftistöng félagsins í sambandi við skálaflutningana. Vörubill frá Vegagerð ríkisins flutti einn snjóbíl, vélsleða og hluta af sleða þeim, sem húsið var dregið á. Hefur Vegagerðin ætíð verið boðin og búin aö veita Jörfi aðstoð, þegar til hennar hefur verið leit- að, bæði með bíla og önnur tæki. Klukkan 6 árdegis á uppstigningardag mættu leiðangursmenn, 37 talsins, að Duggu- vogi 2 og þaöan var haldið af stað um kl. 7 á fólksflutningabíl, sem flutti 28 manns og vél- sleða á toppnum, Bronco-jeppa, sem dró kerru með snjósleða, og flutningabílunum tveim. Ekið var sem leið lá austur á bóginn og drukkið kaffi í Vík um kl. 11. Síðan haldið áfram með smástoppum og komið að Breiða- merkurjökli um kl. 17.30. Var þá tekið til óspilltra málanna að ganga frá farangri til flutnings á jöklinum, en á meðan skerptu eldabuskur á kjötsúpunni, sem Árni í Voga- veri hafði eldað handa okkur daginn áður. Öllum undirbúningi og áti var lokið fyrir kl. 22 og þá haldið af stað upp jökulinn. Nokkuð var hann brattur neðst, cn fastur fyrir og snjólaus og gaf góða spyrnu fyrir beltabílana. Ekið var vestan Mávabyggðarandarinnar um það bil 4 km en þá beygt í austur og stefnan tekin í austanverða Norðingalægð austan Esjufjalla og vestan Breiðubungu. Heldur

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.