Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1980, Qupperneq 90

Jökull - 01.12.1980, Qupperneq 90
Jöklarannsóknafélag íslands reisir skála á Goðahnúkum Jöklarannsóknafélag Islands reisti nú fyrir skömmu sinn áttunda skála. Er hann stað- settur á Goðahnúkum í austurhluta Vatna- jökuls, norðan Goðaborgar. Á nú félagið fjóra skála á Vatnajökli, þ. e. á Grímsfjalli, byggður 1957, í Esjufjöllum og Kverkfjöllum, reistir 1977, og nú síðast á Goðahnúkum. Um síðustu páska var settur upp skáli við Fjallkirkjuna í Langjökli, vestan Hrútafells. Fjórir síðast byggðu skálarnir eru allir svipaðir, 15m2 með sex tveggja manna kojum, byggðir í bænum og fluttir fullfrágengnir á ákvörðunarstað. Hinir skálar félagsins eru: Tveir í Jökulheim- um, byggðir 1955 og 1965, og einn á Breiða- merkursandi, ,,Breiðá“, reistur 1950. Heimilt er ferðalöngum að gista í skálunum gegn sama gjaldi og er hjá Ferðafélagi íslands í þeirra sæluhúsum. Ber að koma greiðslu til Vals Jóhannessonar, upplýsingasimi 12133 og 86633. Það skal tekið fram, að engin tæki til hitunar eru í skálunum. Ferð sú, sem lítillega verður sagt frá hér, var farin vorið 1979 á uppstigningardag, 24. maí, og komið til baka þriðjudaginn 29. maí. Þeir sem að ferð þessari stóðu voru Jöklarann- sóknafélag íslands, Hjálparsveit skáta í Skálinn reistur á hlaðinu hjá Jóni ísdal. 88 JÖKULL 30. ÁR Reykjavík, sem lagði til Vísil snjóbíl, Flug- björgunarsveitin í Reykjavík og „Tjaldlausa félagið“, en þessir aðilar hafa átt drýgstan þátt i að koma upp síðustu fjórum skálum félags- ins. Aðrir tveir beltabílar voru fengnir hjá Landsvirkjun og Orkustofnun, sem hafa veitt félaginu drjúga aðstoð við flutninga á jöklum. Daginn fyrir uppstigningardag var gengið frá farangri. Skála og tveim snjóbílum var komið fyrir á einum dráttarvagni frá G. G. flutningafyrirtækinu, sem hefur verið ein mesta lyftistöng félagsins í sambandi við skálaflutningana. Vörubill frá Vegagerð ríkisins flutti einn snjóbíl, vélsleða og hluta af sleða þeim, sem húsið var dregið á. Hefur Vegagerðin ætíð verið boðin og búin aö veita Jörfi aðstoð, þegar til hennar hefur verið leit- að, bæði með bíla og önnur tæki. Klukkan 6 árdegis á uppstigningardag mættu leiðangursmenn, 37 talsins, að Duggu- vogi 2 og þaöan var haldið af stað um kl. 7 á fólksflutningabíl, sem flutti 28 manns og vél- sleða á toppnum, Bronco-jeppa, sem dró kerru með snjósleða, og flutningabílunum tveim. Ekið var sem leið lá austur á bóginn og drukkið kaffi í Vík um kl. 11. Síðan haldið áfram með smástoppum og komið að Breiða- merkurjökli um kl. 17.30. Var þá tekið til óspilltra málanna að ganga frá farangri til flutnings á jöklinum, en á meðan skerptu eldabuskur á kjötsúpunni, sem Árni í Voga- veri hafði eldað handa okkur daginn áður. Öllum undirbúningi og áti var lokið fyrir kl. 22 og þá haldið af stað upp jökulinn. Nokkuð var hann brattur neðst, cn fastur fyrir og snjólaus og gaf góða spyrnu fyrir beltabílana. Ekið var vestan Mávabyggðarandarinnar um það bil 4 km en þá beygt í austur og stefnan tekin í austanverða Norðingalægð austan Esjufjalla og vestan Breiðubungu. Heldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.