Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 94

Jökull - 01.12.1980, Page 94
JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS Úr skýrslu formanns um störf félagsins starfsárið 16. febr. 1978—26. febr. 1979 JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS FÉLAGSSTJÓRN Stjórn Jöklarannsóknafélags íslands starfsár- ið 1978—79 skipuðu: Sigurður Þórarinsson, formaður Sigurjón Rist, varaformaður Stefán Bjarnason, ritari Guttormur Sigbjarnarson, gjaldkeri Valur Jóhannesson, meðstjórnandi í varastjórn sátu: Helgi Björnsson Hörður Hafliðason Magnús Eyjólfsson Ragna Karlsdóttir RANNSÓKNIR Eftirfarandi um rannsóknir á Vatnajökli 1978 hefur Helgi Björnsson látið mér í té. Er það mikið gleðiefni, hvílíkur skriður er nú að komast á þykktarmælingar á jöklum hérlend- is, og megum við vera stolt yfir því, að jaau tæki, sem tæknimenn okkar hafa smíðað til slíkra mælinga, eru hin beztu sem nú er völ á í veröldinni, svo að sótzt er eftir þeim bæði úr vestri og austri. „ Vorferð Lagt frá Rvík. laugardag 3/6. Komið heim 13/6. lssjármœhngar 1) mælilína frá Tungnárjökli til Grímsfjalls, 2) Grímsvötn mæld nákvæmlega og svæðið austan þeirra. Alls 140 km langar mæli- línur samanlagt. Unnið er að gerð korta af neðra borði íshellunnar og mati á rúmmáli hlaupavatnsins. 3) mælilína vestan Grímsvatna til Bárðar- bungu og síðan kannaður botn á Bárðar- bungu. Þar er mikil megineldstöð og í henni askja um 50 km- að flatarmáli með hringlaga barma á um 50—100 m dýpi, en allt að 400 m dýpi innan jaðranna, 4) mælilína frá Bárðarbungu að sigkötlun- um, sem hleypa vatni í Skaftá. Við sig- katlana reyndist um 500 m þykkur ís. Alls voru mælilínur um 250 km samanlagt. Snjóbíll: Jaki frá Landsvirkjun Bílstjórar: Hannes Haraldsson og Hörður Hafliðason Vélsleðar: tveir frá No'rrænu eldfjallastöðinni Staðsetningartæki: Loran-tæki frá Land- helgisgæzlunni og gervitunglstæki frá RH Þátttakendur: Helgi Björnsson, Marteinn Sverrisson, Ævar Jóhannesson, Halldór Ólafsson, Sævar Skaptason auk bílstjór- anna Harðar Hafliðasonar og Hannesar Haraldssonar. Haustferð Mælingar með íssjá á Tungnárjökli 3 — 6/9. Vegna jökulþýfis varð minna úr mælingum en til stóð.“ Ráöstefna nornenna jöklafnvðinga Eins og félagsmönnum mun kunnugt, er starfandi alþjóðlegt jöklarannsóknafélag: The International Glaciological Society, sem hefur aðsétur í Cambridge og gefur út timaritið 92 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.