Jökull


Jökull - 01.12.1980, Page 96

Jökull - 01.12.1980, Page 96
annað um páska á Langjökul, nánar tiltekið á „Fjallkirkjuna“ vestan Hrútafells. Hitt um hvítasunnuna á Goðahnúk norður af Hoffellsjökli og suðvestur af Grendli.“ Menn kunnu að undrast, hvernig félagið hafi ráð á að koma upp þessum skálum. Því er til að svara, að skálanefnd og þeir harðduglegu og bjartsýnu menn, sem að henni standa, vinna smíðina í sjálfboðavinnu, njóta að nokkru velunnara félagsins, ég nefni ekki nöfn, við efniskaup, eiga von í fjárframlagi frá Ferðafélagi íslands og hafa, í stuttu máli, heitið því, að skálarnir skuli upp án þess að blankt félagið sligist þar undir. Fundir og árshátíð Aðalfundur félagsins var haldinn í Tjarnarbúð niðri 16. febr. 1978. Eftir aðal- fundarstörf og kaffidrykkju flutti Helgi Björnsson erindi um þykktarmælingar á Mýrdalsjökli og Vatnajökli 1977 og Jón fsdal sagði frá skálabyggingum í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. A fundi á Hótel Borg 11. des. flutti formað- ur erindi um Kínaferð sína haustið 1978 og Pétur Þorleifsson sýndi myndir frá Langjökli. Það skal tekið fram, að ekki var unnt að fá Tjarnarbúð til fundarhalda á þessum vetri og varð Borgin þá fyrir valinu. Árshátíðin (Jörfagleðin) var haldin í Snorrabæ laugardaginn 11. nóv. Ræðumaður kvöldsins var Elín Pálmadóttir, en veislustjóri Árni Reynisson. Þátttakendur voru um 130 og hátiðin þótti vel heppnuð í alla staði. Utgáfustarfsemi Þá er það útgáfustarfsemin, sem var nokkuð áhyggjuefni, en þó er þess að geta, sem gleði- legt er, að það tókst að koma út á árinu myndarlegu hefti af Jökli, 112 bls., sem von- andi hefur fallið sæmilega í smekk félags- manna almennt, því meira er í því af íslenzku efni en verið hefur alllengi. Þetta er fyrsta heftið, sem Jöklarannsóknafélagið og Jarð- fræðafélagið standa að í sameiningu og rit- stjórnin var í höndum fjögurra manna, en óhætt er að fullyrða, að mest hafi hún mætt á Helga Björnssyni. Áhyggjuefnið er það, hversu hratt prentkostnaður eykst. Þetta hefti kostaði um hálfa þriðju miljón og auðsætt, að félög með samanlagt um 700 félagsmenn eiga erfitt með að standa undir slíku. Það fé, sem hið opinbera lagði Jöklarannsóknafélaginu á þessu ári var 400 þús. kr. Það var hækkað um helming í 2. eða 3. umræðu fjárlaga eftir að ég hafði sent bænarbréf — og þakka ég þeim í fjárveitinganefnd, sem þar að stóðu. — Jarð- fræðafélagið hefur engan styrk. Er auðsætt, að eitthvað róttækt verður að gera í þessu út- gáfumáli og munu formenn beggja félaganna leggja fram sameiginlega umsókn um fé á næstu fjárlögum, er fari einungis í útgáfu- starfsemi. Hefur og verið rætt í stjórninni, að réttast gæti verið að halda fjárhag tímaritsins alveg aðskildum frá öðrum fjárhag félagsins, því tryggja verður, að félagið fái eitthvað af félagsgjöldunum til annarra starfa. Þess er að geta að stofnanir, svo sem Orku- stofnun, Raunvísindastofnun og Eldfjalla- stöðin stóðu að nokkru undir kostnaði við síð- asta heftið og þau næstu á undan með því að borga klisjur og kaupa sérprent á hærra verði en framleiðsluverði. Verður vonandi áfram- hald á þessu, en það hrekkur þó ekki til að halda Jökli í gangi. Prentsmiðjunni Odda vil ég þakka vand- virkni að vanda í prentun Jökuis og um- burðarlyndi með seinkun á borgun. Læt ég svo þessari skýrslu lokið. 94 JÖKULL 30. ÁR

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.