Jökull


Jökull - 01.12.1980, Síða 96

Jökull - 01.12.1980, Síða 96
annað um páska á Langjökul, nánar tiltekið á „Fjallkirkjuna“ vestan Hrútafells. Hitt um hvítasunnuna á Goðahnúk norður af Hoffellsjökli og suðvestur af Grendli.“ Menn kunnu að undrast, hvernig félagið hafi ráð á að koma upp þessum skálum. Því er til að svara, að skálanefnd og þeir harðduglegu og bjartsýnu menn, sem að henni standa, vinna smíðina í sjálfboðavinnu, njóta að nokkru velunnara félagsins, ég nefni ekki nöfn, við efniskaup, eiga von í fjárframlagi frá Ferðafélagi íslands og hafa, í stuttu máli, heitið því, að skálarnir skuli upp án þess að blankt félagið sligist þar undir. Fundir og árshátíð Aðalfundur félagsins var haldinn í Tjarnarbúð niðri 16. febr. 1978. Eftir aðal- fundarstörf og kaffidrykkju flutti Helgi Björnsson erindi um þykktarmælingar á Mýrdalsjökli og Vatnajökli 1977 og Jón fsdal sagði frá skálabyggingum í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. A fundi á Hótel Borg 11. des. flutti formað- ur erindi um Kínaferð sína haustið 1978 og Pétur Þorleifsson sýndi myndir frá Langjökli. Það skal tekið fram, að ekki var unnt að fá Tjarnarbúð til fundarhalda á þessum vetri og varð Borgin þá fyrir valinu. Árshátíðin (Jörfagleðin) var haldin í Snorrabæ laugardaginn 11. nóv. Ræðumaður kvöldsins var Elín Pálmadóttir, en veislustjóri Árni Reynisson. Þátttakendur voru um 130 og hátiðin þótti vel heppnuð í alla staði. Utgáfustarfsemi Þá er það útgáfustarfsemin, sem var nokkuð áhyggjuefni, en þó er þess að geta, sem gleði- legt er, að það tókst að koma út á árinu myndarlegu hefti af Jökli, 112 bls., sem von- andi hefur fallið sæmilega í smekk félags- manna almennt, því meira er í því af íslenzku efni en verið hefur alllengi. Þetta er fyrsta heftið, sem Jöklarannsóknafélagið og Jarð- fræðafélagið standa að í sameiningu og rit- stjórnin var í höndum fjögurra manna, en óhætt er að fullyrða, að mest hafi hún mætt á Helga Björnssyni. Áhyggjuefnið er það, hversu hratt prentkostnaður eykst. Þetta hefti kostaði um hálfa þriðju miljón og auðsætt, að félög með samanlagt um 700 félagsmenn eiga erfitt með að standa undir slíku. Það fé, sem hið opinbera lagði Jöklarannsóknafélaginu á þessu ári var 400 þús. kr. Það var hækkað um helming í 2. eða 3. umræðu fjárlaga eftir að ég hafði sent bænarbréf — og þakka ég þeim í fjárveitinganefnd, sem þar að stóðu. — Jarð- fræðafélagið hefur engan styrk. Er auðsætt, að eitthvað róttækt verður að gera í þessu út- gáfumáli og munu formenn beggja félaganna leggja fram sameiginlega umsókn um fé á næstu fjárlögum, er fari einungis í útgáfu- starfsemi. Hefur og verið rætt í stjórninni, að réttast gæti verið að halda fjárhag tímaritsins alveg aðskildum frá öðrum fjárhag félagsins, því tryggja verður, að félagið fái eitthvað af félagsgjöldunum til annarra starfa. Þess er að geta að stofnanir, svo sem Orku- stofnun, Raunvísindastofnun og Eldfjalla- stöðin stóðu að nokkru undir kostnaði við síð- asta heftið og þau næstu á undan með því að borga klisjur og kaupa sérprent á hærra verði en framleiðsluverði. Verður vonandi áfram- hald á þessu, en það hrekkur þó ekki til að halda Jökli í gangi. Prentsmiðjunni Odda vil ég þakka vand- virkni að vanda í prentun Jökuis og um- burðarlyndi með seinkun á borgun. Læt ég svo þessari skýrslu lokið. 94 JÖKULL 30. ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.