Feykir


Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 3

Feykir - 19.12.2001, Blaðsíða 3
44/2001 FEYKIR 3 SSK veitir úr vinnuvökus j óðnum Karl Lúðvíksson með múrbrjótinn. Karl hlaut múrbrjótinn Rauði krossinn opnar nýtt og glæsilegt húsnæði Kvenfélagasamband Skaga- fjarðar afhenti affakstur síðustu vinnuvöku sl. mánudag. Að þessu sinni rann hann til öldrunarmála og var skipt jaíht til tveggja aðila, 115 þúsund krónur á hvom stað, dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki og dagvistunar aldraðra sem einnig er með starfsemi í húsnæði dvalar- heimilisins. í ávarpsorðum Sigrúnar Aad- negaard formanns SSK kom fram að vinnuvökumar hafa verið haldn- ar síðan 1982, fyrst að haustinu en síðan síðvetrar til að konumar gætu unnið að handverkinu allan vetur- inn og klárað það síðan á vinnu- vökunni sem lengst af var haldin á Löngumýri, en nú er hún búin að sprengja það húsnæði utan af sér og síðasta vinnuvika var haldin í Varmahlíðarskóla. Agóðanum hef- ur ætíð verið varið til líknar- og menningarmála og er áætlað að næsta úthlutun verði til forvamar- mála. Að sögn Sigrúnar á Bergsstöð- um fær vinnuvakan alltaf góðar viðtökur og salan er góð. Það var Helga Friðriksdóttir frá Krithóli einn vistmanna á dvalarheimilinu sem veitti gjafabréfinu viðtöku en fyrir peningana hefúr m.a. verið keypt kaffistell fyrir 60 manns. El- ísabet Pálmadóttir forstöðukona dagvistunar aldraðra tók við gjöf- inni og reiknar hún með að pening- unum verði að stórum hluta varið til kaupa á hjálpartækjum á fondur- stofú. Skagfirskar kvenfélagskonur láta mikið af hendi rakna til samfé- lagsins á hveiju ári. Til gamans má geta þess að á síðasta ári gáfú þær um 1,5 milljón króna til liknar- og menningarmála í héraðinu. Rúm- lega 220 konur em i kvenfélögum i Skagafirði. Karl Lúðvíksson i Varmahlíð var einn þriggja sem hlaut „múrbrjótinn” svokall- aða að þessu sinni, en það er árleg viður- kenning sem Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir. Karl hlaut múrbijótinn vegna uppbyggingar sumarbúða að Löngumýri og starfa að kennslumálum, en Karl hef- ur veitt forstöðu í nokkur ár starfsbraut fatlaðra við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hinirtveir sem hlutu múrbijótinn nú voru Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, fyrir uppbyggingu fjögurra ára framhaldsnáms við almenna ffamhalds- skóla og Atak félag fólks með þroska- hömlun fyrir öflugt félagsstarf, en þau samtök hafa m.a. staðið fyrir svokölluð- um umræðuhópum meðal fatlaðra. Karl Lúðvíksson hefúr starfað mikið á sviði Rauða krossins, en Rauðakross- deild Skagafjarðar er einn helsti aðilinn að baki sumarbúðunum á Löngumýri. Deildin festi á síðasta ári kaup á húsnæði i Aðalgötunni á Sauðárkróki, rúmgóðu húnæði sem tekið var formlega í notkun 8. desember sl. Skagafjarðardeildin varð 60 ára á síðasta ári og var þess einnig minnst við opnun þessarar nýju aðstöðu deildarinnar. Að sögn Karls Lúðvíkssonar standa vonir til að með bættri aðstöðu verði hægt að efla og treysta starf deildarinnar. Þarna er hægt að halda fræðslufúndi og námskeið og sinna ýmsum þeim verkefn- um sem Rauði krossinn stendur fyrir, s.s. fatasöfnun og hjálp við þá sem minna meiga sín. „Héma hjá okkur fá unglingar aðstöðu sem vilja vinna í okkar hugsjón. Það er þónokkur hópur sem finnur sig í því. Það er í sjálfu sér liður í forvarnarmálunum sem við látum líka til okkar taka. Við tök- um þátt í verkefni þvi tengu með því að leggja fram húsnæði undir skrifstofú for- varnarfulltrúa. Hér er ætlað að for- eldraröltið fái afdrep, krakkar sem standa fyrir tombólum og hlutaveltum, og ýmis- legt fleira. Kosturinn við þennan nýja stað er líka sá að starf okkar verður sýni- legra og við höfum þegar orðið vör við það að fólk er farið að hafa meira sam- band en það gerði áður”, segir Karl Lúð- víksson. Frá afhendingunni sl. mánudag. Fremst er Helga Friðriksdóttir frá Krithóli, Elísabet Pálmadóttir forstöðukona dagvistar aldraðra er til vinstri og síðan stjómarkonur í SSK: Sigrún Aadnegaard, Helga Haraldsdóttir og Helga Bjamadóttir. Aldaii stéttarfélag færir félögum síniim Skagfirðingum öllum og nágrömium bestu óskir um Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.