Feykir


Feykir - 19.12.2001, Side 4

Feykir - 19.12.2001, Side 4
4 FEYKIR 44/2001 Menningarhús Vegna greinar í Feyki, miðvikudaginn 12. desember sl. um menningarhús vil ég upplýsa eftirfarandi: Menn- ingar- íþrótta- og æskulýðs- nefitd Skagaijarðar ásamt full- trúum úr byggðaráði fundaði á Sauðárkróki með Birni Bjarnasyni, menntamálaráð- herra þann l.mars 2000 um Menningarhús og hverning eðlilegast væri að standa að þeirri vinnu.í framhaldi af þessum fundi hefur orðið tölu- verð umræða og vinna innan nefndarinnar og á öðrum vett- vangi um menningarhús. Það er ljóst að fara má rnargar leiðir í þessum efnum og eins og menntamálaráð- herra sagði þá er boltinn hjá okkur. Viljum við byggja hús, eigum við húsnæði undir starfsemina, hvernig á starf- semin að vera eða viljum við aðallega styrkja þá starfsemi sem fýrir er? Það eru margar spurningar sem nauðsynlegt er að velta fyrir sér þegar svo mikilvægt mál er í gangi. Nokkrir aðilar er tengjast vinnu okkar hér í Skagafirði fóru á ráðstefnuna „Menningarlandið” sem hald- in var á Seyðisfirði sl. vor þar sem kynntur var rna. árangur af vinnu Austfirðinga um menningarmál og samstarf sveitarfélaga á Austurlandi. í haust var gerður samn- ingur við dr. Guðrúnu Helga- dóttur á Hólum í Hjaltadal, um að taka saman stöðu menningarmála í Skagafirði og ýmiss önnur gögn sem þurfa að mati okkar sem að þessu málefni vinnum að liggja íyrir þegar ákvarðanir eru teknar. Ákveðið vinnuferli er í gangi sem unnið verður eftir þannig að sú fullyrðing um lítinn áhuga Skagfirðinga er vísað til föðurhúsanna. Við viljum einungis vanda þá vinnu sem nauðsynleg er. Einnig er hægt að upplýsa að starfandi er nefnd sem er sérstaklega að vinna að mál- efnum félagsheimilisins Mið- garðs og hvort það hús geti á einhvern hátt tengst þessari vinnu. Það er vissulega hægt að kasta fram einhverri hugmynd og bjóða eitt félagsheimili til þessarar starfsemi eins og ná- grannar okkar í vestri ætla að gera, við eigum ijölmörg fé- lagsheimili í Skagafirði eins og allir vita. Við sem að þessu höfum unnið teljum að sú undirbúningsvinna sem hefur verið í gangi vegna málsins hér heima sé nauðsynleg, þó svo hún sé tímafrek, og muni á allan hátt styrkja þær hug- myndir sem fram munu koma frá Skagfirðingum um Menn- ingarhús. Ómar Bragi Stcfánsson menningarfulltmi Sveitar- félagsins Skagaljarðar. Frá undirskrift um sölu Rafveitu Sauðárkróks í fyrradag. Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri, Herdís Sæmundardóttir forseti sveitarstjórnar, Kristján Jónsson forstjóri Rarik og Sveinn Þórarinsson stjórnarformaður. Gengið formlega frá sölu Rafveitu Sauðárkróks Sl. mánudag var undirritað- ur samningur milli sveitar- stjómar Skagafjarðar og Rarik um kaup á dreifikerfi Rafveitu Sauðárkróks og tekur fyrirtæk- ið við rekstri kerfisins 1. janú- ar nk. Kaupverð er 330 milljón- ir króna staðgreitt, byggt á mati á verðmæti eigna og viðskipta. Við undirskrift samningsins kom fram í máli Herdísar Sæ- mundardóttur forseta sveitar- stjórnar ósk um að þetta spor V Byggðasaga Skagafjarðar II bindi Annað bindi Byggðasögu SkagaJjarðar er komið út ogjjallar um Staðarhrepp og Seyluhrepp. Alls 504 bls. með 630 myndum, kortum og teikningum. Ómetanlegt uppsláttarrit og einstakt í sinni röð. Bókinfœst í Safnahúsinu, sími 453 6640 og 453 6261. Verð kr. 11.900 ætti eftir að reynast vel bæði íbúum Skagaijarðar og Rarik vel, um leið og hún þakkaði fyrir góðan samstarfsvilja Rarik- manna. Kristján Jónsson for- stjóri Rarik sagði að fyrirtækið myndi leggja sig fram um að veita Sauðkrækingum sem öðrum Skagfírðingum góða þjónustu. I tilkynningu af þessu tilefni segir að Rarik hafi annast raf- orkusölu til viðskiptavina í Skagafirði undanfama áratugi, að Sauðárkróki undanskildum, auk þess að eiga og reka Gönguskarðsárvirkjun. Rarik hefur átt gott samstarf við Raf- veitu Sauðárkróks og annast heildsölu á raforku til veitunnar auk þess sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Rarik standa sameiginlega að Héraðsvötnum ehf. sem undirbúa nú virkjun við Villinganes. Rekstur Rafveitu Sauðár- króks fellur því vel að orku- veitusvæði og starfsemi Rarik og er víst að aukin hagkvæmni næst með samrekstri þessara veitukerfa, segir í tilkynning- unni. Þá sé ljóst að tilkoma Sauðárkróks inn í veitukerfið kalli á endurskoðun á fyrirkomu- lagi þjónustu i héraðinu og reyndar í öllum landshlutanum. Um áramótin mun verðskrá og skilmálar Rarik taka gildi hjá flestum viðskiptavinum en þó verður veitt tveggja ára að- lögun að verðskránni hjá stærri orkunotendum. Reynt verði að standa að þeirri aðlögun á sem þægilegastan hátt fýrir orku- kaupendur á svæðinu. KORFUBOLTI Hið árlega jólamót Molduxa, til styrktar körfuknattleiks- deild Tindastóls, verður haldið laugardaginn 29.des., og hefst kl: 11.00. Hefðbundið snið verður á mótinu og leikreglur þær sömu og á síðustu mótum. Mótsgjald er 12.000 kr. á lið, óháð fjölda leikmanna í hverju liði. Gjaldið þarf að greiða fyrir kl:16.00 föstud. 28. des. Lið sem eru skráð til keppni en hafa ekki greitt fyrir tilsettan tíma, fá ekki að taka þátt í mótinu. Upplýsingar og skráning í símum 695-3800 og 868-1797. Meö von um að menn mæti í jólaskapi og skemmti sér vel. Mótsnefnd pEYKIR Óliáö fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásnuindsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nieö vsk. Lausasöluverö: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.