Feykir - 19.12.2001, Side 11
44/2001 FEYKIR 11
kvöldi í nokkur ár. Fólki virðist líka
það rnjög vel og þetta er hátíðleg
stund.”
Agnar er fæddur og uppalinn íyrir
vestan, í Bolungavík.
„Það var svo sem ekki mikið til-
stand á aðventunni heima í Bolunga-
vík. Það var komið fyrir jólatijám á
þremur áberandi stöðum í bænum. En
mér fannst aðaltáknið um komu jól-
anna þegar nýju bækurnar voru
komnar út í gluggann í Bjarnabúð
sem kölluð var, Verslun Bjama Eiríks-
sonar.
Það ægði öllu saman í þessari búð,
fengust allir skapaðir hlutir. Þama rétt
við gluggann þar sem nýju bækumar
voru, við afgreiðsluborðið, var af-
greidd steinolía á brúsa. Bækumar
vom í hillum hátt uppi á veggnum og
afgreiðslumaðurinn þurfti að ná í
tröppu til að komast þangað upp. Svo
var fólkið í bænum að spyrja hann
hvaða bók þessi og hinn mundi nú
helst vilja fá í jólapakkann, þannig að
hann var mjög ráðgefandi, og það
skilaði sér í því að nánast ekkert var
um skil á bókum í Bolungavík.
Skötuveisla á Bíldudal
En ég vandist því vitaskuld ungur
að borða skötu. Þegar við vomm flutt
til Bíldudals vildi ég halda þessari
venju og fór niður í búð og keypti mér
skötu til að elda á Þorláksmessu. Eg
vildi nú að venju hafa félagsskap við
að borða skötuna og það bar vel í veði
að ég hitti i þorpinu þennan dag kunn-
ingja minn Olaf Hannibalsson sem þá
bjó í Selárdal, en var í kaupstaðarferð.
Ólafúr kemur heim með mér og ég
sýð skötuna. Ber hana svo á borðið
þegar ég álít að hún sé soðin, en
fannst eitthvað skrítið við lyktina af
henni, fannst þetta lítil skötulykt.
Ólafúr tekur til matar síns og það ber
ekki á neinu, en þegar ég læt upp í
mig fyrsta bitann, þá áttaði ég mig á
því að bölvuð skatan var ekki kæst
heldur söltuð, og meira að segja brim-
sölt. Þetta var eginlega ekki neyslu-
hæfúr matur, en Ölafúr var svo kurteis
að hann sagði að þetta væri hinn
ágætasti matur.”
„Við emm alltaf með hamborgara-
hrygg á aðfangadagskvöld og reynd-
ar líka lambahrygg, þar sem að eldri
sonurinn Trostan segir að það sé ó-
mögulegt að borða svín á jólunum.
Svo er eftirrétturinn yfirleitt aðalblá-
ber og ijómi”, segir Dalla. „Já oft
koma aðalbláberin ffá Möggu frænku
í Bolungavík”, skýtur Agnar inn í.
Agnar viðurkennir það ekki að
kapítalisminn hafi verið afgerandi í
Bolungavík, í veldi Einars Guðfinns-
sonar.
„Það var hugsjón hjá Einari að allt
vinnandi fólk í þorpinu hefði vinnu.
Þannig að þegar kreppan skall á ‘67-
’68, þegar síldin hvarf, að þá var reynt
að brúa bilið með skelveiðum, en
þetta var í fyrsta sinn sem hörpuskel
var veidd á Islandi. Það var allt unnið
með handafli,fiskurinn handskorinn
úr skelinni, og það fengu allir vinnu
við þetta sem ekki höfðu annað.
Þannig að atvinnuleysi var lengi vel
óþekkt í Bolungavík.
Jólahrekkurinn
En ég þarf endilega að segja þér frá
jólahrekk sem við fúndum upp á þeg-
ar við bjuggum á Bíldudal.
Við karlamir vomm með Iions-
klúbb og vissum að því að bóndi í ná-
grenninu, úti í Ketildalahreppnum,
Bjarni Kristófersson hreppsstjóri í
Hvesm, var einhverra hluta vegna á-
kaflega lítíð hrifinn að Lions, kannski
beinlínis illa við þennan félagsskap.
Bjami reykti kjöt fyrir jólin og okkur
,Jólin eiga að vera
laus við prjál“
„Nei ég get ekki sagt að ég sé
mjög mikið jólabarn, en hef þau í
heiðri eins og hver annar kristinn
maður. Eg ólst upp við mikið jóla-
hald, jólin voru stór þáttur á mínu
heimili sem bam, í Vík á Skaga-
strönd, en samt er engin sérstök
nrinning þaðan sem hefúr rist djúpt í
mína sál”, segir Hallbjöm Hjartarson
kántríkóngur á Skagaströnd.
„Jólin hafa verið yndisleg í einu
orði sagt. Við eigum dásamleg börn
og reynum að sýna þeim eins mikinn
kræleik og eins mikla kristna trú og
okkur er unnt”, segir Hallbjörn sem
er mjög trúaður rnaður. Hann segist
þó ekki rækta sambandið við guð
sinn neitt umffam á jólunum, en ann-
an tíma ársins. „Ég er alltaf í sam-
bandi við hann alla daga lífs míns,
tala við Guð á hveijum einasta degi.”
En ertu mikið fyrir skreytingar?
„Nei ég er ekki mikið fyrir að
skreyta en geri það samt svolítið. Ég
er svo gamaldags í mér að mér finnst
að jólin eigi ekki að vera eintómt glis,
prjál eða eitthvað til að sýnast. Mér
finnst að jólin eigi að vera þau sjálf,
látlaus í sínum anda. Skreytingar
skapa jólastemmingu, en ég vil eng-
ar öfgar í því.”
Leggið þið mikið upp úr matn-
um?
„Já við gerum það, reynurn að
hafa tilbreytingu dálítið mikla, og
matinn góðan og spennandi. Uppá-
haldsmaturinn minn er svínasteik
með harðri og góðri pöru, beikonið
vel harðnað utan á steikinni. Ég hef
aldrei smakkað ijúpu, það er kannski
ekki alveg rétt. Mig minnir að ég hafi
borðað hana hjá foreldrum mínum
einu sinni þegar ég var lítill og fannst
ég vera með mold uppi í mér. Ég hef
aldrei látið hana inn fyrir mínar varir
síðan. Svona get ég nú verið klikkað-
ur, en ég hef í heiðri hangikjötið og
við borðum það alltaf á gamlárs-
kvöld.”
Hvað er nú uppáhalds jólagjöfin
sem Hallbjörn hefúr fengið?
„Ekki nein sérstök sem stendur
upp úr. Þegar ég var að alast upp vom
aðrir tímar. Ég var yngstur af 16
systkinum og þá var fólk ánægt með
hvað sem það fékk.
Það sem maður hugsar um er að
eiga ánæguleg jól með fjölskyldunni,
börnum og barnabörnum, njóta jól-
anna og nærvem fjölskyldunnar. Það
er það sem mér finnst skipta mestu
máli,” sagði Hallbjöm Hjartarson.
félögunum í klúbbnum datt það í hug
að það væri upplagt að borða hangi-
kjöt á jólafúndinum. Við tókum okk-
ur því til og sendum kjötskrokk til
Bjarna ásamt öðru kjöti en létum
hann ekkert vita um okkar kjöt. Eftir
jólin sendum við Bjarna kort og
þökkuðum honum kærlega fyrir reyk-
mguna. Bjama fannst þetta svo gott
hjá okkur að um næstu jól gekk hann
eftir að fá skrokkinn til reykingar fyr-
ir klúbbinn og alltaf upp frá því með-
an hann liföi. Þetta varð árvisst að við
komum saman á jólafúndinn, lásum
jólaguðspjallið, fómm með faðirvor-
ið saman og borðum svo hangikjötið.
Það eru nokkur ár síðan klúbburinn
lagði upp laupana, en ennþá er komið
saman til jólafundarins á Bíldudal og
borðað hangikjötið.”