Feykir


Feykir - 19.12.2001, Síða 17

Feykir - 19.12.2001, Síða 17
44/2001 FEYKIR 17 Ágæt verslun heima „Við lítum á Reykavíkursvæðið sem okkar aðalkeppninaut, en þrátt fyr- ir góða tíð að undanförnum þá hefur verslunin verið góð hjá okkur í desem- ber, ekki síðri en undanfarin ár, enda teljum við okkur vera mjög vel sam- keppnisfær í veðri og þjónustu”, segir Stella Steingrímsdóttir verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Vestur - Húnvetninga á Hvammstanga, en eins og fólk veit er- Húnaþing vestra það svæði sem liggur næst suðursvæðinu og er því væntan- lega mest í samkeppni við höfuðborg- arsvæðið af stöðum á Norðurlandi vestra. Verslunar- og þjónustufyrirtæki á Hvammstanga og nágrenni virðast sýna mikinn samhug og dugnaður for- ráðamanna þeirra hefur vakið athygli víða. Mikið ber nú á auglýsingum í ljósvakamiðlum frá fyrirækjum á þessu svæði, þar sem íbúarnir eru hvattir til að versla hagkvæmt í heimabyggð. Stella í KVH sagði að talsvert hefði verið að gerast i verslunni að undan- fömu, tilboð í gangi og einnig hafi ver- ið efnt til getraunasamkeppni þar sem þrír vinningshafar eru dregnir út á hveijum laugardegi. Þá hafa jólasvein- ar litið inn og heilsað upp á bömin. Vestast á svæðinu er heldur ekki annað að sjá en fólk hafi verslað mikið heima um þessi jól. Margt fólk verið að versla á Sauðárkróki nú í desember og fullt út úr dyrum í verslunum á mestu annatímum tveggja síðustu helga. Fimm risa fxskar á jólaföstunni Fólk hefur gert sér ýmislegt til dundurs í veðurblíðunni að undan- förnu. Marinó Þórisson í Varmahlíð greip veiðistöngina á dögunum og renndi fyrir fisk dagpart. Veiðin gekk mjög vel og Marinó dró í land fimm væna urriða, tvo fjögurra punda, tvo þriggja punda og einn tveggja punda. Aðspurður sagði hann að urriðinn kæmi vel til greina með jólamatinum í ár. ekki hvað það getur verið að finna að því þar sem maður þekkir til. Ég þekkti hér áður fýrr, og það hef ég sagt gagnvart konu sem ég þekki bláfátæka og var að baksa með son sinn óreglu- mann, hún hefði lofað guð fýrir fjórða partinn af því sem fólkið fær núna. Við erum mjög ánægð með það, þetta get ég sannað.” Þannig að þú ert ánægð með þinn ellistyrk? „Já ég er ánægð með hann. Hann er nægjanlegur fýrir mig, því ég fer ekki út að kaupa einhveija vitleysu.” Detta margir í þá gryfju? „Það held ég, ég held það kaupi of mikið af því sem það þarf ekki að nota. Það vill allt eiga, hvað á að gera með það?” Finnst þér of mikið kvartað í þjóð- félaginu? „Alltof mikið, alltof mikið. Þetta fer í vana, það étur hvað eftir öðru. Mér finnst það.” Afhveiju kvartar fólkið? „Það langar til að eiga meira. Marg- ir eru þannig að það er allaf hægt að bæta við. Ég þarf ekki að bæta við, ég á nóg og mér líður vel.” En heldurðu að sé ekki einhver fá- tækt í þjóðfélaginu? „Það getur verið þar sem er óregla og mörg böm. Að öðru leyti ætti það ekki að þurfa þar sem nóg er atvinna, ef að reglusemin er til staðar, það hef- ur heilsu og getur unnið. En það þarf náttúrlega að spegúlera í hverri krónu, það er þannig.” Attu von á því að lifa mörg ár enn? „Það er ómögulegt að segja hvað verður, guð einn veit það. Mér finnst lífið bara yndislegt, þegar maður er frískur og það vilja allir fýrir mann gera. Þá er ekki annað betra.” Hverjir eru á „villigötum“? Ég get ekki setið á mér lengur að leiðrétta stjórn Nemendafélags FNV, þar sem formaður félagsins svarar á- lyktun ungra framsóknarmanna í Skagafirði í Feyki í síðasta mánuði. I þeirri grein skrifaði formaðurinn um að ungir ffamsóknarmenn væm á villi- götum og þyrftu að skoða málið betur, þar sem ályktun okkar um tölvugjald FNV væri sett fram að fáffæði og að ó- athuguðu máli. Ég vil þakka formanni Nemendafé- lags FNV kærlega fýrir ábendinguna, en það er kannski þarfara að hann læsi sig betur til áður en hann ámynnir aðra, vegna þess að sumt sem hann skrifaði er bara ekki rétt hjá honum. Þar talar hann um að það sé eðlilegt að nemendur greiði úr eigin vasa kostnað við tölvuver skólans, annars yrði þjón- usta við þá skorin niður annars staðar. Einnig segir formaður Nemendafé- lagsins orðrétt: „í lögum þessa lands segir að það verði að vera skólagjöld.” En ef maður skoðar lögin er megin- regla bæði í lögum og reglugerð um framhaldsskóla sbr. 1. mgr. 79. gr. reglugerðarinnar að rekstrarkostnaður skóla skuli greiðast úr rikissjóði, þ.e. af skatttekjum, en ekki sérstökum „skóla- gjöldum.” Kaup á tölvum er án efa rekstrarkostnaður á sama hátt og kaup á borðum og stólum. I lögum um ifamhaldsskóla em þijú gjöld sem inn- heimta skal í upphafi skólaannar. I fýrsta lagi innritunargjald, sem skal miðast af kostnaði sem hlýst af því að innrita nemendur í skólann, skal gjald- ið þó aldrei vera hærra en 6000 krón- ur. í öðm lagi er það efhisgjald sem er innheimt af nemendum sem njóta verklegrar kennslu vegna efnis sem skóli lætur nemendum í té, skal gjald- ið aldrei vera hærra en 12.500 kr. á önn. í þriðja lagi erþað endurinnritun- argjald sem skal innheimt af nemend- um sem endurinnritast í áfanga. Eða á mannamáli, þeir sem hafa fallið þurfa að greiða 500 krónur fýrir hverja ó- lokna einingu frá síðustu önn. Hvergi er minnst á í lögum um framhalds- skóla heimild til að innheimta önnur gjöld, eins og t.d. tölvugjald. Annars er aðalatriðið í þessu að sjálfsögðu, að gjaldtaka af nemendum kemur niður á jafnrétti til náms. Með því að blóðmjólka nemendur með smá gjöldum hér og þar er verið að koma í veg fýrir að þeir sem minnstar tekjur hafa geti sótt nám til jafns við aðra. Ef okkar stefna (sem formaður nemó sagði að væri byggð á fáfræði) næði fram að ganga þá myndi þjónusta við nemendur skólans ekki minnka. Með því að segja Nei við skólagjöldum vilj- um við jafna möguleika fólks á námi óháð efhahag. Formaður Nemendafé- lagsins talar um að nemendur greiði þjónustugjald en ekki skólagjöld fýrir notkun á tölvum skólans. Ég sem hélt að maður greiddi bara þjónustugjald fýrir þá þjónustu sem maður fengi og notaði en ekki þjónustu sem maður notar ekki. Ef tölvugjaldið svonefnda væri þjónustugjald, myndu aðeins þeir nemendur sem nota tölvumar greiða þjónustugjald, en ekki allir nemendur skólans hvort sem þeir nota þjónust- una eða ekki eins og nú er. Annars minnti þessi grein for- manns Nemendafélags FNVj lítið eða ekkert á ályktun frá Nemendafélagi sem hefur ávallt hag nemenda fýrir bijósti. Ekki kom mér mikið á óvart að Garðar Víðir skyldi mótmæla ályktun ungra ffamsóknarmanna, enda er hann formaður ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði og stefna þeirra skýr, ,já við skólagjöldum”, en það kom mér á óvart að hann skyldi nota nemendafé- lagið til að álykta gegn okkur en ekki flokkinn sinn. Ég trúi því ekki að stjórn nemendafélagsins FNV sé á- nægð með aukna gjaldtöku á nemend- ur. Ég skora því bæði á stjórn Nem- endafélagsins og skólayfirvöld FNV að endurskoða hug sinn gagnvart tölvugjaldinu. Virðingarfýllst Ingi Björn Arnason. (Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði). Spilavist! Spiluð verður félagsvist í Höfðaborg fimmtudaginn 3. janúar kl. 21. Mætum eldhress á nýju ári. Félag eldri borgara Hofshreppi. Næsti Feykir 9. janúar 2002

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.