Feykir - 18.12.2002, Qupperneq 11
44/2002 FEYKIR 11
Héraðshælið á Blönduósi.
var byijaður á í Þýslalandi, þ.e. kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp. Ég tók
mér þvi ffí ffá störfúm 1985 og hélt á-
ffam minu námi þar sem ffá var horf-
ið, vann þá bæði á handlækningadeild
og kvennadeild Landspítalans, en lauk
svo náminu við kvennadeild Háskóla-
sjúkrahússins í Wurzburg í Þýskalandi
1988.
Jólin á sjúkrahúsi
Á Héraðshælinu á Blönduósi á
þessum tíma, má segja að bæði sjúk-
lingarnir og eldra fólkið sem bjó á
dvalarheimilinu, hafi verið ein fjöl-
skylda. Það var venjan að fá séra Þor-
stein Gíslason sem þá var í Steinnesi
til að halda helgistund á sjúkrahúsinu
um jólin. Hann var um þetta leyti far-
inn að þreytast til ferðalaga og ég fékk
í hans stað prestinn á Skagaströnd,
séra Pétur fngjaldsson.
Það var venjan að hefja jólin með
helgistund klukkan fjögur á aðfanga-
dag. Þá var jólastund fyrir sjúkingana
og gamla fólkið á dvalarheimilinu. Ef
prestur gat ekki af einhveijum ástæð-
um mætt til aðventustundar þá hljóp
ég í skarðið og var með smá jóla-
andakt í ein þijú skipti. Mæltist það á-
gætlega fyrir.
Það var líka fastur liður um jólin að
eftir að jólasveinamir vom búnir að
heimsækja bömin á jólaballið, að þá
komu þeir við á Héraðshælinu með
pakka handa sjúklingunum og dvalar-
heimilisgestum. Það var skemmtileg-
ur og ágætur siður, fólk hafði gaman
af þessum líflegu heimsóknum.
Útkall á jóladag
Stundum kom það fyrir að læknir-
inn var kallaður út um jólin. Mér er
það minnisstætt einu sinni að þá var
það bam sem átti í öndunameyð. Það
var sýnt að við yrðum að flytja bamið
til Akureyrar, en tvísýnt var með veð-
ur þegar við lögðum af stað á sjúkra-
bílinum. Á Öxnadalsheiðinni var
kominn talsverður snjór og ófærð og
það batnaði ekki þegar við komum
niður í Öxnadalinn. Þegar við komurn
urn miðjan dalinn sáum við bíl sem
lent hafði utan vegar. 1 bílnum var
lamaður maður, ffá mitti, og ung kona
með honum. Þetta fólk var ffá Sauðár-
króki. Fólkinu var orðið kalt en það
hafði gert ráðstafnir þannig, að ef það
yrði ekki komið til síns heima fyrir til-
tekinn tíma þá yrði grennslast eftir
því, ekki vom nú farsímamir á þess-
um tíma. Við tókum fólkið upp í
sjúkrabilinn og þegar við nálguðumst
Akureyri mættum við leiðangrinum
sem sendur var effir fólkinu.
Baminu var komið á sjúkrahús, en
ég og bílstjóri sjúkrabílsins urðum að
leita gistingar á Akureyri um nóttina
þar sem vegir vom orðnir ófærir. Þetta
var á jóladag og allir matsölustaðir og
hótel lokuð. Það var lítið matarkyns
sem við höfðum, en við fómm á lög-
reglustöðina að leita aðstoðar. Þar var
okkur bent á að hafa samband við
konu sem veitti okkur húsaskjól. Við
fórum svo í kjölfar Norðurleiðarrút-
unnar til baka morguninn effir, á ann-
an í jólum, enda var þá komið skikk-
anlegt veður.
Árið kvatt í vinahópi
Við hjónin bjuggum í enda Hér-
aðshælisins og dvalarheimilið var á
efstu hæðinni. Þama var hátt í tuttugu
manns. Gamla fólkið kom alltaf niður
á gamlársdagskvöld og við reyndum
að gera smá dagamun. Gáfum gestun-
um snafs, eitthvað dauff í glas, og smá
veitingar. Það kunni afskaplega vel að
meta þetta. Fólk var svo nægjusamt á
þessum tíma og það sem var á dvalar-
heimilinu átti margt hvert lítið annað
en fötin sem það var í. Þetta voru
skemmtilegar stundir og við hlustuð-
um saman inni í stofunni hjá okkur
þegar útvarpsstjóri flutti áramóta-
ávarpið og nýtt ár gekk í garð.
Myndaáhuginn
Ég hef lengi verið mikill áhuga-
maður um að taka myndir og á árinu
1966 fékk ég mér þessa „súper átta“
kvikmyndatökuvél sem þá var kom-
inn á markaðinn. Ég var svo búinn að
fá mér 16 mm vél þegar Blönduós
fagnaði 100 ára verslunaraffnæli
1976. Ég gerði mynd um hátíðina og
sýndi hana við ýmiss tækifæri. Fékk
svo mikla hvatningu um að setja hana
á myndband, sem ég gerði skömmu
effir að ég varð sjötugur. Svo var ég að
vinna með Páli Steingrimssyni og
Kvikmönnnum að gerð myndar um
A.-Hún. 2000, sem nýlokið er við.
Núna þegar ég er búinn að fá mér á-
gætlega fiillkomna digital vél, þá er ég
búinn að færa myndir sem ég tók á
Héraðshælinu 1966-’67 inn í þetta
form, en á effir að vinna efnið betur,
svo sem hljóðsetja.“
Sigursteinn sýnir blaðamanni hluta
Kór eldri borgara á Blönduósi. Sigursteinn lengst til vinstri.
af þeim myndum og þama er þekkt
fólk úr héraðinu sem nú er löngu horf-
ið. „Halldóra Bjamadóttir passaði sig
alltaf á því að taka niður gleraugun
þegar teknar vom af henni myndir,
svo ekki speglaðist í þeim“, segir Sig-
ursteinn. Þama era m.a. myndir af
Jóni pósti Sölvasyni, skáldinu Ólafi
Sigfussyni frá Forsæludal, Guðmundi
frá Holti á Ásum og fleirum.
Sérstakir karakterar
Það em sjálfsagt margir minnis-
stæðir samferðamenn og sérstakir
karakterar?
„Það var sérstaklega gaman að
hitta Lúðvík Kemp sem þá bjó á
Skagaströnd og var formaður sjúkra-
samlagsins þar. Þá var sjúkrasamlag í
öllum tíu hreppum A.-Hún. Lúðvík
hugsaði vel um sitt sjúkrasamlag og
það var dæmigert fyrir hann, að þegar
einhver sjúklingur úr hans samlagi var
lagður inn á sjúkrahús, þá var Lúðvik
fljótur að koma við hjá mér og fá vott-
orð til að senda suður i ráðuneyti.
Þetta gerði hann til að koma sjúkl-
ingnum strax á ríkisframfærslu, svo
sjúkrasamlagið þyrffi sem minnst að
borga. Hann lét ekki duga að senda
vottorðið, heldur samdi jafnan heil-
mikinn brag með þvi. Þeim í ráðu-
neytinu var víst orðið fengur í því að
fá sendingamar frá Lúðvík, höfðu
garnan af þeim. Kernp sagði sjálfur að
þeir í ráðuneytinu fæm lítið effir vott-
orðunum frá lækninum, það væri
miklu meira atriði hvemig bragurinn
félli í kramið hjá þeim.
Ólafur Sigfússon skáld frá For-
sæludal var ráðsmaður hjá mér á
sjúkrahúsinu. Ólafúr hafði gaman af
því að fá sér tár i glas, en fór vel með.
Séra Hjálmar Jónsson var góður
kunningi Ólafs, en hann hafði verið
prestur í Bólstaðahlíð og var kominn á
Sauðárkrók á þessum tíma. Hjálmar
sendi Óla þessa vísu.
Hollur siður heldur dvín
hefúr nautnin völdin.
Skyldu þeir breyta vatni í vín
í Vatnsdalinum á kvöldin.
Ólafúr var skjótur til svars.
Ekki skaltu efa það
um þær hetjur slyngar.
í fórspor Krists þeir fygljast að
flestir Vatnsdælingar.“
Sigursteinn ásamt sambýliskonu sinni Kristínu Ágústsdóttur.