Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 3
45/2003 FEYKIR 3 Jölaskreytingin var óhefðbundin það árið Ásta Ragnarsdóttir með strákana á jólunum 1989, Tryggva Geir nýfæddan og Sverri Bergmann og Ragnar Már. „Við vorum heima að borða skötuna með Sibbu ömmu á Þorláksmessu, þegar ég fann að bamið var að koma. Vinkona min hinu megin götunnar, Birgitta Páls- dóttir ljósmóðir, var búin að lofa að taka á móti baminu þó svo hún væri ekki á vakt, þannig að ég hringdi í hana og færði hennir fféttimar. Hún svaraði snaggaraleg að vanda „allt í lagi ég tek þig með” en ég sagðist ætla að hringja í Magga sem var að vinna í Skagfirðingabúð á þessum tíma, hann kæmi með mér á Sjúkrahúsið. Við vorum kom- in niður eftir um hálf fjögur, hann fékk frí í rúma tvo klukkutíma í vinnunni á þess- um mikla annríkisdegi til að vera viðstaddur fæðinguna, en drengurinn kom í heiminn tuttugu mínútur yfir fimm, þannig að þetta gekk fljótt og vel”, segir Ásta Ragnarsdóttir húsmóðir og starfsmaður Tryggingastofnunar ríksins á Sauðárkróki, en Ástu og manni hennar Magnúsi Sverr- issyni fæddist þriðji og yngsti sonurinn rétt fyrir jólin 1989. Tryggvi Geir, sem þama kom í heiminn, átti reyndar ekki að fæðast fyrr en í byijun janúar, þannig að þetta kom nokkuð óvænt upp hjá fjöl- skyldunni, enda segir Ásta að sér hafi fundist það ansi und- arlegt að vera kominn á fæð- ingardeildina úr miðjum jóla- undirbúningnum, fylgjast með allri traffíkinni í jólaverslun- inni í Skagfirðingabúð á Þor- láksmessukvöld, en gluggi stofunnar á sjúkrahúsinu snéri niður að Skagfirðingabraut- inni. „Að fylgjast með þessari ös og vera með lítið bam í vöggu hjá sér, það fannst mér skrítið en jafhframt yndislegt. Nú þurfti að fara að hugsa fyrir því hvemig við ætluðum að halda jólin, fjölskyldan. Mér stóð til boða að skreppa heim í matinn á aðfangadags- kvöld, en skilja bamið eftir á deildinni, og það vildi ég alls ekki. Það varð því niðurstaðan að feðgamir skreyttu lítið jólatré sem Maggi hafði átt sem bam, og settu alla pakk- ana í stóran kassa og komu með á stofuna til mín um kvöldið, eftir að þeir höfðu borðað heirna og ég á sjúkra- húsinu. Ég fékk náttúrlega möndluna i grautnum og gjöf- ina, enda eina sængurkonan á deildinni þessi jólin. Svo áttum við notalegt kvöld þama á stofunni fjöl- skyldan. Strákamir Ragnar Már og Sverrir Bergmann vom 12 og 9 ára og það var vitaskuld handagangur í öskj- unni þegar pakkamir vom teknir upp og umbúðimar náttúrlega út um allt. Það var svolítið fyndið þegar að séra Hjálmar kom að mínum dyr- um í heimsókn til sjúkling- anna þetta kvöld, hann hálf- opnaði dymar en hörfaði svo til baka, enda brá honum að sjá stofnuna hálffulla af jóla- pappír og nýfætt bam í vöggu þar innanum. En svo kom hann inn og sagði „hér sé guð og hér sé friður og ró”. Svona leið aðfangadagskvöldið, við spiluðum jólalögin á ferða- tæki sem þeir komu með feðgamir, en þeir vom orðnir ansi þreyttir þegar á leið. Maggi búinn að gera það einn sem við höfðum venjulega gert saman og strákamir búnir að vera yfirspenntir, þannig að Sverrir sofhaði á sænginni hjá mér undir lok heimsóknar- tímans. Þetta vom mjög sérkenni- leg en eftimiinnileg jól hjá okkur. Ég kom svo heim með litla bamið milli jóla og nýárs og fannst mér skondið að sjá hvemig jólaskreytingin í hús- inu leit út, en það er vanalega mitt verk og átti ég það eftir þegar ég fór á fæðingardeild- ina. Feðgamir höfðu hjálpast að við það og var það mjög óhefðbundið þetta árið. Þetta var samt allt alveg ffábært og sýnir að hlutimir bjargast þeg- ar allir taka höndum saman og gera það sem gera þarf.” Ásta og Tryggvi Geir, sem heldur stundum upp á af- mælið sitt um miðjan desember, þegar allir bekkjar- félagnir og vinirnir eru ennþá tiltækir, ekki farnir í jólafríið. Alrtaii stéttarfélag færir félögum síinnn Skagí 1 rðinguni öllum og nágrönntun bestu óskir um Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.