Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 17

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 17
44/2003 FEYKIR 17 Skagfífskir rósavettlingar Rannveig á Svaðastöðun Rannveig Jóhannesdóttir (1797-1867) á Svaðastöðum var fædd og uppalin að Bala- skarði í Laxárdal ffemri. Hún var einkabam foreldra sinna sem unnu henni mjög og létu ekkert ósparað til „að hún fengi þá menntun til munns og handa, er hún óskaði.” í handavinnu naut hún tilsagnar, þar sem foreldrar hennar vissu hana besta og fjölbreyttasta. Varð líka afburða hannyrða- kona. Kristín Sigurmonsdóttir á Vöglum í Blönduhlíð, sem er langömmubam hennar, sagði að fjölskyldusagnir væm um að hún hefði numið hannyrðir hjá kaupmannsffú á Skaga- strönd. Vel getur verið að þessi gerð vettlinga hafi verið í tísku hjá ungum stúlkum á fyrri hluta 19. aldar. Á tvítugsaldri giftist Rann- veig Þorkeli Jónssyni (1788- 1881) bónda á Svaðastöðum í Hofstaðasókn og átti með honum 12 böm á 13 ámm. Yngstu bömin vom tvíburar. Við þann bamsburð veiktist hún hættulega. Hún flutti að heiman þrotin af kröftum og fór í „orlof ’ ffá bömum og búi og tók við búforráðum af móður sinni í Gautsdal. Þar bjó hún í áratug. Mjög kært var með þeim hjónum, Rannveigu og Þor- keli, þrátt fyrir áföllin og hann aðstoðaði hana með ráðum og dáð við búreksturinn þótt fjar- lægðin væri töluverð. Frá Gautsdal fór Rannveig til dauðveikrar vinkonu sinnar, Sigríðar Snorradóttur konu séra Jóns Reykjalín á Ríp, og varð bústýra hans í nokkur ár effir fráfall hennar. Þaðan fór hún til Jóhannesar elsta sonar síns, sem þá var farinn að búa á Dýrfinnustöðum. Árið 1854 flutti hún aftur heim að Svaða- stöðum. Rannveig var listahög og jafnvíg á alla handavinnu og kenndi dætmm sínum hann- yrðir og mörgum ungum stúlkum, sem dvöldu hjá henni um lengri eða skemmri tíma. Margt fallegra hannyrða lá eff- ir hana, til dæmis glituð söðul- klæði sem hún gaf dætmm sínum, flosaðir hempuborðar með flóknu munstri dýra og laufteinunga vom eitt sinn til og nijög fín söðulsessa. Hand- lína með rósamunstri og versi var lengi til á Svaðastöðum og eftirminnileg þeim sem hana sáu, fyrir fallegt handbragð. Önnur handlína eftir Rann- veigu er varðveitt á Þjóð- minjasafhi íslands (nr. 5520) og kom á safnið árið 1908. Hún er afar falleg úr hvítum hördúk, útsaumuð með marg- litum silkiþræði með holbein- saumi (tvöföldum þræði- saumi) sem er jafnfallegur báðu megin. í miðju er fem- ingur og orðið IHES (Jesú) með grísku letri. Kóróna er yfir og umhverfís ferhyming- inn er saumað: ÞÚ ERT MIS- KUNN MEST, MIER DASOM GLEDI I Hfjarta): F(est): Handlínu bmgðu kon- ur yfir hendur sínar er þær gengu til kirkju. Einu vettlingapörin sem varðveist hafa frá Rannveigu em sennilega vettlingar Krist- ínar Sigurmonsdóttur á Vögl- um, Kristín Jónsdóttir frá Teigi í Óslandshlíð sem lengi var vinnukona hjá Kristínu Sigumionsdóttir í Kolkuósi, móður Kristínar á Vöglum, gaf nöfnu sinni Sigurmons- dóttur vettlingana með þeim orðum að Rannveig langa- langamma hennar heföi pijón- að þá. MEÐLAGSGRFJÐENDUR Meðlagsgreiðendur, vinsam- legast gerið skil hið íyrsta og forðist vexti og kostnað. Skagfirskar hannyrðakonur í útgáfuteitinu sem haldið var í Áshúsinu í dögunum þegar Elísabet Steinunn Jóhanndóttir kynnti útkomu bókarinnar „Skagfirskir rósa- vettlingar: Þórey Jónsdóttir, Margrét Ingvarsdóttir, María Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Hróðmarsdóttir. JOL OG ARAMOT í SKAGAFIRÐI Sauðárkrókur Gamlárskvöld: - kveikt verður í brennu fyrir neðan iðnaöarhverfiö, kl. 20:30. - flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar kl. 21:00 Varmahlíð Jólaball í Seyluhreppi hinum forna. - Laugardagur 27.12. frá kl. 14-16 í Miðgarði Kaffweitmgar verda á stadnum, gestir eru vinsamlegast bednir um að koma með meðlœti með sér. Gamlárskvöld: - kveikt verður í brennu við afleggjarann upp í Efri-Byggð, kl. 20:30. - flugeldasýning á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar kl. 21:00 Hofsós Jólaball - Sunnudagur 28.12. kl. 14 i Höfðaborg. Gamlárskvöld: - kveikt verður í brennu á Móhól, kl. 20:30 - flugeldasýning á vegum björgunarsveitarinnar kl. 21:00 Fljót Jólaball - Föstudag 26. 12. frá kl. 14 í Ketilási Lvtingsstaðahreppur hinn forni Jólaball - Sunnudagur 28.12. kl. 14 í Árgarði. Sveitarfélagið Skagafjöröur óskar íbúum gieðilegra jóla og farsœldar á nýju ári. fí Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.