Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 5

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 5
44/2003 FEYKIR 5 „Það var mikið félagslíf í sveitinni utan Króksbjargs“ Við erum stödd á Blönduósi, upp á fjórðu hæð Þverár- brautar 1. í þessu húsi er stéttarfélagið Samstaða til húsa, Invest, Vinnumálastofnun, Fjölritunarstofan Grettir og fleiri þjónustuaðilar, en á þessari efstu hæð em þijár íbúð- ir. Feykismaður er í heimsókn hjá þeim Sigurði Pálssyni og Öldu Friðgeirsdóttur sem um árabil bjuggu á Sviðn- ingi í Skagabyggð. Bújörð þeirra var reyndar næsti bær, Kálfshamar sem liggur að samnefndri vík. Um Kálfs- hamarsvíkina segir m.a. í „Landið þitt - Island”: Um nokkurt skeið, um síðustu aldamót og fram á þessa öld, var rekin nokkur útgerð frá Kálfshamarsvík og reis þar dálítil byggð. Fólksfjöldi þar ásamt með næstu bæjum varð mestur um 100 manns en á kreppuárunum eftir 1930 tók byggðin að dragast saman og var allt komið í eyði um 1940. Fluttist fólkið og útgerðin inn í Höfða- kaupstað. „Það var styttra á miðin ífá Kálfshamarsvík, sú var ástæð- an fyrir því að þama rnyndað- ist byggð. Nú það vom strand- ferðir þangað, bæði Eimskip og Ríkisskip, sem tóku afurð- imar. Ég hefði gaman af að eiga eina skipaáæltun i Kálfs- hamarsvík, en veit ekki hvar er hægt að ná í hana. Síldar- skipin komu þama inn i vond- um veðmm, lágu oft þama í víkinni, á sumrin og haustin”, segir Sigurður og Alda á líka minningar ífá þessum tíma. „Þegar ég var stelpa þá komu þeir oft í land sjómenn- imir. Það var símstöð á Sviðn- ingi og þeir komu stundum til að hringja heirn til sín. Þá stoppuðu þeir gjaman og spil- uðu á harmonikku hjá foður mínum heima á Sviðnigi, Friðgeiri Einkssyni. Hann átti harmonikku og spilaði á þess- um ámm á böllum í sveitinni. Sjómennimir vom líka stund- urn að spila sjálfir um borð, það heyrðist oft í land. Það var oft fjör á Sviðningi þegar þeir komu og þetta var heill floti báta sem lá út á víkinni, Svíar, Norðmenn og Færeyingar. Við munum að sjálfsögðu eftir síðasta útgerðarmannin- um í Kálfshamarsvík, Jóhann- esi Einarssyni sem bjó seinast í Hátúni. Stórar fjölskyldur Það var mikið félagslíf í sveitinni fyrir utan Króks- bjarg, kvenfélag, lestrarfélag og málfundarfélag sem starf- aði eins og ungmennafélögin í dag. Það var meira að segja í- þróttadeild í félaginu og stundaðar fijálsar íþróttir og knattspyma. Knattspymuvöll- ur var á melnum við afleggjar- ann ofan í Kálfshamarsvík”, segir Alda og aðspurður segir Sigurður að það hafi bara við þokkalegur völlur, partar í honum mjög góðir, sérstak- lega við norður markið, alveg slétt. „Þetta vom stórar fjöl- skyldur á sumum bæjunum. Ég man eftir krökkunum frá Garðshomi, Saurum og svo ykkur systkinunum”, segir Alda en Sigurður segist reyndar aldrei hafa verið mik- ið í knattspumunni. Ekkert kynslóðabil Og svo var í víkinni sam- komuhúsið Framnes sem byggt var 1913, til að hægt væri að kenna skólabömun- um. „Þar fór maður á dans- leiki í gamla daga, þá var eng- in aldursskipting, 12-13 ára fór maður á ball. Kvenfélagið stóð fyrir jólatrésskemmtun- um og það var mikið af krökkum þama. Það var virki- lega gott að alast þama upp og áreiðanlega líflegt miðað við það sem gerðist annarstaðar á þessum ámm. Mér fínnst ég hafa átt góða æsku miðað við það sem gerðist á sveitaheim- ilum á þessum ámm. Kom þar til að heimilið hafði talsverða atvinnu til við- bótar tekna af búinu vegna byggingar radíóvitans sem settur var niður við Sviðnings- bæinn. Faðir minn var þar vitavörður og móðir mín hafði mötuneyti fyrir byggingar- flokkinn meðan radíóvitinn var byggður 1947. Það var mikið saumað Sigurður Pálsson og Alda Friðgeirsdóttir á Blönduósi, sem um árabii bjuggu á Sviðningi við Kálfshamarsvík. heima þegar ég var að alast upp. Föðursystir mín var heima hjá okkur í nokkur ár með dóttur sína og saumaði þá á okkur öll í heimilinu og saumaði líka fyrir marga í sveitinni. Aðaljólagjaflmar vom bækur. Við fengum alltaf bækur á jólnum til að lesa, það þótti góð jólagjöf’, segir Alda. Srauboltinn þarfaþing „Ég man náttúrleg eftir því í gamla daga, að það var ekki mikið um jólagjafir á nútíma- mælikvarða, en hjá okkur báðum em óskaplega góðar minningar frá jólatrésskemmt- unum og tilhlökkun til þeirra. Ég held að megi nú segja að maður hafi ekki sinnt messum á þessum tíma, það var bara ekkert hægt að kom- ast vegna vegleysu inn yfir bjargið inn að Hofi og við vomm ekki á unga aldri þar. Það var þá bara lesið úr hús- lestrabókinni á heimilunum”, segir Sigurður. Það hefúr nú ekki verið eins bjart yfir jólnum þama út á Skaganum á þessum tíma og nú er víðast hvar? „Nei það var ekki eins og allar skreytingamar núna, en heima hjá mér á Sviðningi kom rafmagn þegar radíóvit- inn var reistur fyrir flugvélam- ar ‘47. Þá fengum við raf- magn frá annarri ljósavélinni og eftir það var hægt að hafa ljós um allt, hlusta á raf- magnsútvarp og strauja með rafmagnsbolta. Þetta vom rosaleg þægindi og þær komu konumar af næstu bæjum til að fá að strauja. Þegar svo radóóvitinn var tekinn niður efiir nokkur ár, fengum við að halda annarri ljósavélinni, sem þjónaði því hlutverki alveg þangað til við fengum rafmagn frá ríkisveit- unum. Nikkan enn vinsæl Aðspurð segjast þau Sig- urður og Alda hafa byijað bú- skap á Krókseli á Skaganum 1956 en fluttu síðan að Sviðn- ingi 1963. Þau eiga fjórar dæt- ur, byrjuðu á því að eignast tvíbura á árinu 1956 og sú yngsta fæddist 1963. Tvær þeirra búa á Blönduósi og tvær fyrir sunnan. Á Sviðn- ingi bjuggu þau Sigurður og Alda til 1984 að þau fluttu sig inn á Blönduós. Alda var reyndar farin að vinna þar skömmu áður. „Ég vildi koma mér á vinnumarkaðinn áður en ég yrði of gömul og er búin að vera 20 ár á Héraðshælinu eins og það hefúr lengst af verið kallað. Frá því pabbi og sjómennimir vom að spila á nikkumar við víkina á síldar- ámnum hef ég alltaf hrifist af harmonikkuleiknum, þó svo ég hafi aldrei spilað sjálf. Frá því við fluttum hingað inn á Blönduós höfúrn við starfað mikið fyrir harmonikkuklúbb- in héma. Svo fór maður í kvenfélagið Vöku, samkórinn Björk um tíma og í kirkju- kómum hef ég verið alveg frá því ég kom hingað. Það var nauðsynlegt að fara í einhvem félagsskap til að kynnast fólk- inu, ekki bara í vinnusnni. Til sjós og Iands Sigurður var viðloðandi sjóinn á yngri ámm. Beitti á einum tíu vertíðum og var t.d. haustvertíðina 1957 á Skaga- strönd, þegar Húni kom nýr. „Við vomm bara með um 200 kindur á Sviðningi og svolítið mjólkurinnlegg stund- um. Helmingurinn af tekjun- um kom frá sjónum. Það var stundum góð grásleppuveiði, náðum t.d. 101 tunnu vorið 1965. Ég var þá í félagi við Ólaf bróðir minn. Við höföum keypt okkur nýjan bát þama um veturinn, norskan heima- smíðaðan fumbát, þeir vom nokkrir fluttir hingað til lands, 15 og hálf fet á lengd. Árið efiir kom síðan til liðs við okkur Pétur Sveinsson á Tjöm, og seinna réri svo með okkur Kristján Jónsson tengdasonur okkar. Við fórum líka á fisk, lögðum inn hjá Bimi Pálssyni, þegar hann var kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd. Það vom reyndar smá- munir svo ég veit ekki hvort að eigi að skrifa mikið um það. En það veiddist svo mik- ið af grásleppu þama ‘65 að við keyptum nýjan Austin Gipsi um vorið og hefðum getað keypt þijá jeppa fyrir það sem vertíðin gaf.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.