Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 10

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 10
10FEYK3R 44/2003 Neistaflugið sveiflaðist eins og norðurljós Sölvi Sveinsson riflar upp hlýjar minningar í skammdeginu „Eldur á Sauðárkróki“ Sauðárkrókur æskunnar og vettvangur daganna; bogadregin fjaran frá Gömlubryggju og inn fyrir Áka; verkstæðin á kambinum og lognbáran brotnar mjúklega í sólskininu. Ljósmynd: Stefán Pedersen. ÆTLI ÉG hafi ekki týnzt í fyrsta skipti - svo ég muni - þegar ég var fimm ára, en eftir það hvarf ég oft, líklega hvem sólríkan dag; týnast í merkingu ömmu og mömmu sem báru hitann og þungann af uppeldi stráksins: að koma ekki heim á réttum tíma, einkum í kvöldmat. I þeim skiln- ingi var ég afar oft horfinn af vettvangi eldhússins, en í raun- inni mátti ganga að mér vísum við eld niðri í ijöru á afmörkuð- um parti hennar, nefnilega íyrir neðan bílaverkstæðið Áka eða kaupfélagsins eða við Litlu tré- smiðjuna og trésmíðaverkstæði kaupfélagsins - og þar á milli. Á öllum þessum stöðum var gott til fanga snáðum sem vildu kveikja bál. Það var líf mitt og yndi að draga saman spýtur og annað sem logaði og kveikja í því, en víst þurftum við pjakkar oflt olíu eða benzín til uppkveikju, og fengist slíkt ekki með góðu á verkstæðunum varð að grípa til annarra ráða. Við stungum okkur ofan í ruslatunnur bifvélavirkja og drógum þaðan einatt olíu- blauta tvista, eins og sagt var, þráðaflóka til að þuirka kámugar hendur eða klessur af vélarhlut- um og voru góður eldsmatur. Oft hirtum við blýþynnur úr raf- geymum gamalla bila og bræddum í baukum yfir logunum. Öllu þessu bjástri tilheyrði slíkur sóðaskapur að margoft var ég afklæddur í þvottahúsi og settur beint í bað. Segja systur mín- ar - reyndar vefengi ég margar sagnir þeirra, en því er ekki að neita að oft stóð ég berlæraður í vaskhúsinu af því að ég kom útsvínaður heim, svo að gripið sé til orðalags hennar Sigur- laugar ömmu. Mér er sagt ég hafi einu sinni verið dreginn heim og við Hemmi vinur minn, báðir glansandi í koppafeiti og menju sem guð hafði gefið út á kamb- inn í tunnum hjá kaupfélagsverkstæð- inu og við makað svo rækilega á okk- ur að ekki varð á verra kosið. Eitt- hvað hefúr hún amma mín tautað þeg- ar ég var leiddur fyrir hana holdvotur af olíu og seigfljótandi feiti í kvöldsól- inni og stimdi á mig eins og sel á skeri og víst hrein ég ákaflega þegar glans- inn var skafinn af mér. Brennur við sjóinn sitja í kolli mér, þær ljóma í minningunni og standa mér skýrt fyrir hugskotssjónum: snark af eldi blandast hlýlegu gjálfri bámnn- ar við brimsorfið fjörugijót og sandur- inn iðar af smásveinum sem sækja sprek á eldinn; þaraþönglar, ígulker og þurrir krossfiskar lenda líka í log- unum; saltur og svalur sjávarilmur í nösum. Uthafið allt framundan og Is- lands Hrafnistumenn á kambinum að kveikja bál! Svo er mér sagt frá einu atviki í norðangjósti og ölduróti; hvítnar í falda á grængolandi sjó. Við Pétur Valda, Hemmi og Óli Ingimars vor- um í basli með bálköstinn, hann vildi ekki loga, en við höfðum náð okkur í benzín inni á kaupfélagsverkstæði. Líklega hefur enginn beinlínis gefið okkur eldsneytið, en við vorum út- sjónarsamir og kvikir i spori þegar Mundi Möggu Valda Garðs, Kristján Skarp, Nonni Stefáns, Valli Bjössa Skúl eða Jón Helga brugðu sér upp úr gryfjunni til þess að sækja verkfæri eða fá sér kaffisopa; ég man aldrei til þess að okkur mistækist í þessum efn- um. Er nú frá því að segja að Bogi stóri bróðir Óla kernur askvaðandi á- samt einhveijum öðrum unglingi og skammar okkur fyrir klaufaskapinn: “Þið eruð meiri andskotans asnamir,” tók brúsann og hélt áfram: “Svona á að gera þetta” og gusaði benzíni á glóðina. I sömu svifúm sló vindhviðu fyrir homið, svo að benzínið fauk log- andi yfir hann. Ekki þarf að fjölyrða um skelfmgu okkar snáðanna, við gerðum það eitt sem við gátum: grenj- uðum svo undir tók í fjöllunum með- an Bogi brann; hann mun hafa verið í einni af þessum gömlu góðu úlpum sem hægt var að reima fyrir andlitið; voru stundum kallaðar skozkar úlpur vegna munstursins. Það varð gæfa okkar allra að Hörður stóri bróðir hans Boga og Óla og Óskar Jóns Dags komu fljótt á vettvang og hentu hon- um í sjóinn. Slapp hann svo með bál- skrekkinn, en stóru strákamir munu hafa vöknað í báða fætur þegar þeir þurftu að bjarga honum aftur, að þessu sinni undan öldunum. Eg verð að játa að ég man ekkert eftir þessu. Líklega hefur skelfingin verið svo mikil þegar Bogi stóð þama allt í einu eins og blys um áramót! En Pétur Valda man þetta svona og inér finnst þetta góð saga af því að engum varð meint af, Boga var bjargað úr eldsvoða og sjávarháska á örfáum augnablikum! Eldri menn og mér reyndari hafa leiðrétt þessa sögu með gildum rökum, en svona munum við Pétur þetta báðir núna og skal þá hafa fyrir satt það sem skemmtilegra þyk- ir hveiju sinni í frásögninni. HáPUNKTUR ÁRSINS var gamlaárskvöld. Brennan var uppi á Nöfúm, rétt fyrir innan kirkjuaarðinn og varð ekki til af sjálfú sér. Eg held hver einasti peyi sem komst í tvíþuml- aða ullarvettlinga hafi verið á stjái mestallan desembennánuð og borið allt sem bmnnið gat niður á kamb í eins konar rétt austan við gamla slát- urhúsið örstutt sunnan við slökkvi- stöðina. Þangað vom færðir kassar, Qalir, dmslur og drasl; og auðvitað hvaðeina lauslegt af öðiu tagi og fólk geymdi bak við hús til nota siðar; gamlir dívanar og lélegar hrífúr, kart- öflukassar og segldúkar, árar og am- boð, svo eitthvað sé nú nefnt. Sumt gátu menn ekki borið á sjálfúm sér og þá komu í góðar þarfir handvagnar af ýmsu tagi; allir sjómenn áttu slíkan vagn til þess að sækja beitu, keyra beitta línu í bjóðum niður á bryggju eða í fiystiklefa og til annarra smá- flutninga. Þessum vögnum ókum við á alls konar hjólum milli búða að sækja kassa og msl. Bíldekk vom sér- staklega vel þegin á verkstæðunum. Kassar frá Búbba og Haraldi Júl, Briem, Þóm Jó, Konsa, Gránu og öðr- um kaupfélagsbúðum og Bláfelli og allt sem hönd á festi. Ýmsir bæjarbú- ar áttu erindi í þennan haug að leita dýnuæta sem horfið höfðu úr sjón- máli þeirra á þessari myrkurtíð sem stytztur dagur er. Munu margir hafa fúndið það sem þeir þörfnuðust þótt ekki væri beinlínis úr þeirra ranni mnnið. Þetta hét á okkar máli gagn- kvæmar tiltektir og skaðaðist enginn nema sá sem ekki sótti nýtilegan hlut í staðinn fyrir það sem hann saknaði úr garði sínum! r I þetta fór allt jólafríið hjá drengj- um, en milli jóla og nýárs kom bærinn til hjálpar og lét vömbíl aka með allt safnið upp á Nafir, á homið næst fyr- ir innan kirkjugarðinn eins og hann var rneðan Króksarar vom ekki fleiri en 1500. Þá var gjaman sóttur gamall

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.