Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 16

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 16
16 FEYKIR 44/2003 Skemmtiferðaskip til Skagfjarðar Atvinnu- og ferðamálanefnd sveitar- félagsins Skagaijarðar samþykkti nýlega að fela Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra (ANV) og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi að kanna möguleika á því að fleiri ferðamenn af skemmti- ferðaskipum heimsæki Skagafjörð. Að sögn Þorsteins Broddasonar, atvinnuráðgjafa hjá ANV, hefur hugur ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til frekari markaðssóknar verið kannaður. M.a. hafi verið litið til fjölg- unar ferðamanna með skemmti- ferðaskipum og hvort hægt sé að laða ffekar til Skagafjarðar farþega sem koma til Akureyrar og fara þaðan aust- ur í Mývatnssveit. Einnig er ætlunin að kanna mögu- leika á að fá skipin til að sigla inn Skagafjörð og hleypa farþegum þar í land. Þorsteinn segir að þessi vinna muni skýrast nánar á næstu mánuðum. skag.com Tindastóll í sjötta sætið Tindastóll komst í sjötta sæti úrvalsdeildar með öruggum sigri á Breiðabliki sl. fimmtudagskvöld. Tindastólsmenn leika sinn síðasta leik í deidlinni á þessu ári annað kvöld, fímmtudagkvöld, þegar þeir mæta Njarðvíkingum syðra. Næsti Feykir 7. janúar 2004 / --- . A Skagfirskar æviskrár 5. bindi frá tímabilinu 1910-1950 Fást í Safnahúsinu á Sauðárkróki á forlagsverði kr. 6000. Eldri bindi einnig fáanleg. Sögufélag Skagfirðinga s. 453 6640. Netfang: saga@skagafjordur.is Hólaskóli - háskólinn á Hólum óskar nágrönnum sínum gleöilegra jóla og farsældar á komandi árum. Brynjar staddur við dyr gamla kyndiklefans á bílaverkstæði KS, sem kemur nokkuð við sögu í þessari jólaminningu. Eins og ég væri kallaður á staðinn „Maður verður fyrir einhverjum einkennilegum áhrifum og það þýð- ir ekkert að streytast á móti því. Eg lét kalla mig á staðinn þama og sé ekki eftir því. Þetta er eitt af þeim aðfangadagskvöldum sem mér eru minnisstæðust’’, segir Brynjar Páls- son bóksali á Sauðárkróki, en einu sinni gerðist mjög sérstakt atvik hjá Brynjari þegar jólin vom í þann mund að ganga í garð, á þeim árum sem hann var ffamkvæmdastjóri Bílabúðarinnar og verkstæða KS við Freyjugötuna. „Á þessum ámm vomm við að vinna íram að hádegi á aðfangadag og maður var svona framundir eitt að ganga frá og yfirfara að allt væri í lagi, enda framundan næstum þrír heilir frídagar. Siðan fór ég heim að taka þátt í að undirbúa móttöku jól- anna ásamt minni fjölskyldu. Eg var nú eitthvað seinn fyrir og fór ekki að skola af mér í baðkarinu fyrr en langt var liðið á sjötta tímann. Ég ætlaði að hespa því af í snatri, enda kallaði Víbekka konan mín á mig í matinn um það bil sem ég var að fara í baðið. Ég var ekki orðinn blautur nema í annan fótinn og í þann mund að færa mig í baðið þeg- ar það var eins og togað væri í mig og mér fannst allt í einu að ég verði að fara út á verkstæðið. Þetta var svo ákveðið að mér datt ekki annað í hug en fara í fötin strax aftur og út á verkstæði og bað um leið konuna að bíða aðeins með matinn. Ég byijaði á því að fara fyrst inn i Bílabúðina eins og ég var vanur og fann þá strax einhveija hitalykt. Fór svo fram á verkstæðið, en þar minnkaði lyktin. Þá fór ég aftur inn í búðina og fann að þetta óx eftir þvi sem ég nálgaðist jámalagerinn, en þar innan við var kyndiklefinn. Á þessum tíma vorum við enn ekki búnir að taka inn hitaveituna og vor- um því með kyndiketil sem hitaður var upp með olíu, mjög stór ketill. Það leyndi sér ekki að það kom óvenjumikill hiti frá kyndiklefanum, eins og heit gola, og þegar ég leit inn um ristina sem var neðst á hurðinni sýndist mér vera eldur þama innan við. Ég opnaði hurðina og sá þá að ketillinn var orðinn rauðglóandi. Þrátt fyrir hitann tókst mér í snar- heitum að slökka á rofanum og forða mér svo út. Það var orðið svo áliðið að ég sá enga ástæðu til að kalla einhvem starfsmanninn á vettvang til að líta á þetta með mér, svo ég ákvað að doka við í svona hálftíma. Leit þá inn í klefann aftur og þá var ketillinn farinn að kólna. Ég fór nú að leita or- sakanna og sá þá að einhver haföi í ógáti skrúfað fyrir kaida vatnið sem rann inn á ketilinn og við þetta haföi öryggislokinn greinilega klikkað þannig að hann slökkti ekki á katlin- um, þegar hann var kominn í ákveð- ið hitastig, eins og hann átti að gera. Þetta var eins og ég hafi verið að- varaður og kallaður út eftir. Ef ég heföi ekki sinnt því, eða kannski komið svona fimm mínútum seinna, þá væri ekki gamla sláturhúsið þar sem það stendur í dag. Ég var ansi seinn fyrir í jólasteikina í þetta skipt- ið. Ég held að allir hafi samt verið ánægðir með þessa niðurstöðu, en eftir þetta var alveg séstaklega hugs- að fýrir því að yfirfara allt nákvæm- lega á verkstæðinu áður en jólafnið gekk i garð”, segir Brynjar Pálsson þegar hann minnist jólanna um 1970.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.