Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 15

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 15
44/2003 FEYKIR 15 Lagið tekið í Skagfirðingabúð við undirleik Rönvaldar Valbergssonar. koma jól þá em kannski víða auð sæti við jólaborðið, heldur en bara hjá þessu fólki sem textinn var saminn fyrir. Ég var ekki sáttur við að skilja við lagið. Ég söng það eftir litla sem enga æfíngu, fannst ég eiga eftir að skila því almennilega ffá mér. Lagið vék aldrei ffá mér og þó að skammt væri frá liðið og svolítill beygur í mér þessvegna, ákvað ég að tala við þá sem áttu hlut að máli, að fá að hafa lagið með á disknum og það var auð- fengið. Mér fannst þessi texti þyrfti að kornast víða og það hefur reynst rétt tilfinning. Fólk hefur verið að hringja í mig í tíma og ótíma, í tugatali sumt bláókunnugt, og stoppað mig í götu. Það er einmitt þessi meining í textan- um sem höfðar til fólks.” En verður ekki erfltt að fylgja disknum eftir á nýju ári? „Það er bara að sjá til með það, setjast yfir það á nýju ári. Það er kom- inn seinni hálfleikur og óvíst með framlengingu, þannig að það er best að spara stóm orðin. Það hefur reynd- ar alltaf verið þannig hjá mér í kring- um sönginn, að fyrirffam hefur aldrei verið ákveðið eitthvað sem svo hefur gerst. Mér hefði ekki órað fyrir því um síðustu áramót að ég myndi núna um þessi áramót standa á toppnum með dægurlagaplötu. Og það er lík- lega orð að sönnu sem gamall Krósk- ari sagði einhvem tíma, „enginn veit sína ævina fyrr en allt í einu.” þessum tíma að það vom böll nánast á hverju einasta kvöldi milli jóla og nýárs, annaðhvort ffam í fírði eða út á Krók. Það var messað á Víðimýri á jóla- dag og þá kom alltaf Krithólsfólkið við á leiðinni heim. Þá var sest að súkkulaðidrykkju og hnallþómm og svo var spilað alveg út í eitt. Og svo var farið suður eftir seinna, milli jóla og nýárs, og endurgoldið heimboðið. Þannig var það, ekkert meira, en ég vildi ekki skipta, þetta var svo skemmtilegt. Ef að krakkamir í dag koma til með að hafa í bijóstinu slík- ar minningar þegar þau komast á minn aldur, þá er vel. Það em forrétt- indi að hafa alist upp við það að geta glaðst yfir litlu.” Hvað, þú ert eitthvað að syngja með Heimi og síðan þið Álftagerð- isbræður? „Já Stebbi Gísla var búinn að minn- ast á það við mig að vera eitthvað með Heimi eftir áramótin. Við bræð- umir höfum lítið verið að syngja að undanfomu en það er meiningin að æfa upp eitthvað og reyna áffam. Við fómm reyndar í eina ferð suður um daginn, sungum fyrir Grindvíkinga og Rauðakrosskonur á Hótel Loftleiðum. Það var fullt hús af kerlingum, bara einn karl og við náttúrlega reyndum einu sinni enn að koma Sigfusi út. Við buðum meira að segja fé með honum og fría áskrift að Feyki í tvö ár, en ekkert gekk.” - Svo við víkjum að nýja diskn- um aftur. Það er þarna lag sem þot- ið hefur upp vinsældarlistana og er spilað á öllum rásum, algjört „hit- lag”? „Já það heitir „Þú gætir mín”, út- lent lag og textinn er eftir séra Hann- es Öm Blandon. Það er saga á bak við þetta lag. Á liðnu vori dó ung kona á Akureyri. Það er hjartveiki í ættinni og þessi kona var búinn að missa bróður sinn úr slíkum veikindum. Þetta var uppáhaldslagið hinnar látnu og maðurinn hennar bað séra Hannes að gera textann. Ég söng lagið yfir henni. Ætli sé ekki skýringin á þess- uin vinsældum lagsins að Hannes hafi hitt naglann á höfuðið. Hann er næm- ur og raunvemlegur þessi texti, segir hvemig lífið getur verið, svolítið nöt- urlegt stundum, af því að það em að Sendum starfsfólki og viðskiptavinum okkar fjær og nær bestu jóla og nýársóskir <I$K FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR Byggðasaga Skagafjarðar Næsta bindi byggðasögunnar mun fjalla um Lýtingsstaðahrepp og kemur væntanlega út á haustdögum 2004. Eldri bindi eru fáanleg í Safnahúsinu á Sauðárkróki 1. bindi Skefilsstaðahreppur/Skarðshreppur kr. 8.900 2. bindi Staðarhreppur/Seyluhreppur kr. 11.900 Glæsilegar bækur sem ættu að vera til á hverju heimili í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga s. 453 6640 netfang: saga@skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.