Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 9

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 9
44/2003 FEYKIR 9 Frá Málmey að Hofdalahjarni Kaflar úr erindi Gísla Gunnarssonar í Glaumbæ á Stefánsvöku Frá samkomunni um Stefán G. á Löngumýri. Frá vinstri talið: Guð- jón Ingimundarson, Viðar Hreinsson og Gísli Gunnarsson. Sl. fimmtudagskvöld var haldin á Löngumýri dagskrá í tilefni 150 ára árstíðar Stephans G. Stephanssonar skálds. Dagskráin hófst með erindi Gísla Gunnarssonar um tengsl skálds- ins við SkagafjOrð, að mestu byggt á erindi um sama efni sem Gisli flutti á Stefánsvöku syðra í síðasta mánuði. Félagar úr Freyvangsleikhúsinu flutttu leikþátt úr ævi Klettafjallaskáldsins og Viðar Ffreinsson las kafla úr seinni hluta bókar um ævi skáldsins, sem hann ritaði og nýlega kom út. Einnig var þess minnst að 50 ár em liðin frá því minnisvarðinn um Stefán G. var afhjúpaður uppi við Amarstapa. Meðal þeirra er þar komu við sögu var Guðjón Ingimundarson á Sauðárkróki og var honum afhentur blómvöndur af þessu tilefhi. Hér á eftir koma hins- vegar glefsur úr erindi Gísla Gunn- arssonar um tengsl Stefáns G. við Skagafjörð Eins og fyrr segir þá flutti fjölskyld- an í Viðmýrarseli úr Skagafirði vorið 1870 eftir mikil harðindaár og vil ég nú næst drepa niður fæti áratugum seinna, þegar Stphan G. kemur í heim- sókn á æskustöðvar sumarið 1917. Kom hann í Skagafjöró úr Eyjafirði og hafa nokkrir Skagfirðingar ritað um kynni sín á skáldinu í þeirri för eins og Ólafúr Sigurðsson á Hellulandi, Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum og Jónas Jónasson frá Hofdölum. Gisti Stephan fyrstu nóttina á Víðivöllum og hitti Jónas hann um morguninn. Fóm þeir að Örlygsstöðum, þaðan að Miklabæ og áffam út Blönduhlíð og komu að Stóm-Ökmm þar sem Sigríður Jóns- dóttir fermingarsystir Stephans bjó. Ekki urðu langar samræður þeirra fermingarsystkinanna, segir Jónas, og bætir við: Var Sigríður heldur undirleit en kvaðst þó muna eftir Stebba frá Seli. Einnig hittu þau fermingarbróður Stephans, Daníel í Mikley, skringileg- an einsetumann, sem mundi einnig vel eftir Stebba frá Seli. Á Víðimýri héldu Seylhreppingar Stefáni samkomu og daginn eftir var hann þar við fermingarmessu. Hefúr hugur hans eflaust hvarflað til þeirrar stundar í kirkjunni erhann gekk sjálfur frarn fyrir altari Drottins ásamt ferm- ingarsystkinum sínum sumarið 1968. Er reyndar eftirtektarvert hversu mörg fermingarsystkini sín Stephan heim- sótti í ferð sinni um Skagafjörð. Stephan fór ásamt fömneyti heim að Hólum í Hjaltadal og einnig fór hann út í Drangey. Með í för var Hálf- dán Guðjónsson prófastur og upp í eynni rétti hann Stephani Andvökur og bað hann lesa Illugadrápu, sem hann og gerði og las Stephan hægt og festu- lega og haföi lesturinn mikil áhrif á þá er á hlýddu. Þann 12. ágúst héldu Skagfirðingar skáldinu samsæti á Sauðárkróki og mætti þar fólk víða að úr héraðinu. Fluttu menn þar skáldinu lof bæði í bundnu og óbundnu máli. Hápunktur þessa hófs var þó sá er skáldið varð við ósk manna og las upp nýjustu kvæði sín, sem hann hafði einmitt ort meðan hann átti dvölina í héraðinu. Fyrst las hann upp kvæðið Við landfestar, sem hefst á þessum hendingum: Frá Málmey að Hofdala hjami þig hlýlega breiðirðu, fjörðurinn minn! Og ennþá finnst brottnumdu bami, að bestur og rýmstur sé faðmurinn þinn. Stephan las hægt og tilgerðarlaust, mönnum hlýnaði um hjartarætur, stein- hljóð var í salnum og fyrir kom að Stephan klökknaði við lesturinn. Þetta var Skagfirðingum áhrifamikil stund og eftimiinnileg. Seinna kvæðið sem Stephan las var Beijamór. Jónas frá Hofdölum lýkur ffásögn sinni af þessu samsæti með þessum orðum: Ekki man ég nú, hve margir við urðum sam- ferða heim, Blöndhliðingar, en sam- mála vomm við um það, að við hefð- um séð og heyrt mikilmenni. Að því kom að Stephan kvaddi fjörðinn sinn aftur. Frá Sauðárkróki fór hann að Reynistað og þaðan að Víði- mýri. Hinn 16. ágúst fylgdi Brynleifúr Tobíasson Stephani vestur í Húnaþing. Þeir fóm af baki við Amarstapa og horfði Stephan þar nokkra stund yfir héraðið. Þeir riðu síðan heim að tóttun- um í Víðimýrarseli (skammt þar frá) þar sem Stephan var einn með sjálfúm sér stundarkom, svo var haldið vestur yfir Vatnsskarð. Eg tel að þessi heimsókn Stephans G. í Skagafjörð hafi verið Skagfirðing- um afar mikilvæg og orðið til að efla og styrkja tengsl þeirra við skáldið sitt, sem eitt sinn var Stebbi í Seli, en var nú orðinn virtur og þekktur fyrir skáldskap sinn. Á skemmtisamkomu sem haldin var í Hegranesi árið 1945 talaði Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauðárkróki um Stephan G. og bar þá ffam tillögu um að honum yrði reystur minnisvarði sem fúllgerður yrði eigi síðar en á aldaraf- mæli skáldsins 1953. Tillagan hlaut góðan hljómgmnn og var unnið að þessu á næstu ámm. Leitað var til Rík- arðs Jónssonar myndhöggvara sem tók að sér verkið og gerði tillögu að minn- ismerki. Ákveðið var að reisa minnis- varðann á Amarstapa og umsjón með verkinu hafði Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri. Þann 19. júlí árið 1953 varminnis- varðinn svo afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í blíðskaparveðri, sunnangolu og sólskini. Rósa Stefáns- dóttir Benediktson, yngsta dóttir Steph- ans G. afhjúpaði varðann, ræður vom haldnar, lesið úr ljóðum, flutt lfumsam- in kvæði og Karlakórinn Heimir söng nokkur lög. Eins og áður hefúr komið fram stendur minnisvarðinn á einhvejum fegursta útsýnisstað í Skagafrrði. Hann er rúmlega 4 metra hár, þrístrendur að lögun og hlaðinn úr sæbörðu grjóti sem lagt er í steinsteypu, en stuðlabergssúl- ur á homum. Þrjár lágmyndir úr kopar eftir Ríkharð em felldar inn í hveija hlið minnisvarðans og sýna Stephan á ýmsum aldursskeiðum og ljóðlínur eft- ir hann. Ein myndin sýnir smaladreng og á sæti hans em grafnar ljóðlínur úr kvæðinu Skagafjörður, þar sem segir: Komstu skáld í Skagafjörð þegar lyng er leyst úr klaka laut og yfir mýmm vaka bömin glöð við gróðurvörð. Sumarið 2002 var Stephansstofa opnuð á Hofsósi í tengslum við Vestur- farasetrið sem þar hefúr verið starffækt í nokkur ár. I Stephansstofú getur að lita sýningu sem greinir ffá lífi og starfí skáldsins. Þar er hægt að lesa verk hans og sinna rannsóknarvinnu í tengslum við aðra aðstöðu Vesturfarasetursins. Það var Sigríður Sigurðardóttir for- stöðumaður Byggðasafúsins í Glaum- bæ sem hannaði sýninguna og góð hjálp var einnig þegin ffá Viðari Hreinssyni. Stephansstofa er liður í viðleitni okkar Skagfirðinga að halda minningu skáldsins á lofti og kynna hann og verk hans fyrir nýjum kyn- slóðum. í grein sem Hannes Pétursson skrif- aði í Skagfirðingabók2001 fjallarhann um fæðingarstað Stephans G. Þar seg- ir m.a: Skagfirðingar gerðu að sönnu vel við dáðrikan mann, Stephan G. Steph- ansson, þegar þeir reistu honum minn- isvarða á aldaraffnæli hans. Sú heiðurs- hleðsla ætti samt sem áður ekki að vera því til hindmnar, að Stephans yrði minnst í Skagafirði á allt annan hátt, í stuttu máli: Með því að bærinn á Kirkjuhóli 1852-60 yrði endurreistur samkvæmt þeim ským heimildum sem varðveist hafa. Hliðstæð verk, flest stómm viðameiri, em nú unnin ár eftir ár víða um land, mönnum og menn- ingu til heiðurs og sóma. Stephan G. Stephansson er svo nafnffægur Vestur- Islendingur að mörgum mimdi þykja forvitnilegt að stíga inn fyrir dyr torf- bæjar sem væri eftirmynd þeirra föður- húsa sem hann átti fyrst allra.“ Þessi hugmynd Hannesar þarf ekki að vera svo fjarlæg og nefni ég tvennt sem getur stutt hana. Annars vegar er það, að þegar hefúr Vesturfarasetrið verið byggt upp í Skagafirði og þangað koma margir Vestur-íslendingar gagn- gert til að skoða setrið og rannsaka ræt- ur sínar á íslandi. Hins vegar er Kirkju- hóll nálægt Víðimýri, en þúsundir gesta koma á sumri hverju til að skoða Víðimýrarkirkju, og em vísbendingar nú um að Víðimýrarkirkja verði sett á heimsminjaskrá. En sá minnisvarði sem heldur hróðri Klettafjallaskáldsins uppi em verkin hans sjálfs, ljóðin hans í And- vökum, og það er okkar, Skagfirðinga sem allra Islendinga að gera þau að- gengileg sem flestum, kynna þau í skólum okkar og menningu. Þessi ráð- stefna er helguð þeirri viðleitni og bæk- ur Viðars Hreinssonar um skáldið em stórmerkilegar heimildir um ævi og störf Stephans G. og munu hjálpa til við að halda minningu hans á loffi og auka áhuga almennings á ljóðum Stephans.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.