Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 11

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 11
44/2003 FEYKIR 11 Smásveinar í jakahlaupi og við eld í fjörunni á hafísvori. Ljósm. BHar,/Héraskjalasafn. bátur út á Eyri eða niður á kamb og hafður í brennugrunn. Svo var reist mastur og á það hlaðið dekkjum. Stóm strákamir gerðu þetta allt saman og reyndar líka einhverjir fullorðnir menn; kem þó engu andliti fyrir mig í því samhengi, en strákamir hans Ragnars bankastjóra og Aad- negaardamir em áberandi þegar ég renni huganum til þessara daga og fmn brunalyktina. Jafitvel núna þegar ég sé þessa þéttvöxnu drengi finn ég reykjarlykt og Gunnar lögga í bak- gmnni í fullum skrúða á gamlaárs- kvöldi! Heitasta helvíti, strákar, hætt- ið nú þessum andskota! Bærinn lét líka flytja olíutunnur upp á Móa og vom þær skorðaðar á barði hjá brennustæðinu og krani skrúfaður í sponsið. Brennuna bar við himin þegar horft var upp á Nafir úr vesturgluggunum heima og skugga- myndir birtust í bláma hvelfingarinn- ar þegar drengir stóðu á brekkubrún- inni. Það var fiðringur í okkur og eld- hungur um það bil sem aftansöngur hófst í kirkjunni á gamlaárskvöldi og að áliðinni messu var byijað að væta í kestinum. Bærinn framundan í upp- lýstri blárri þögn ljósastauranna, há- tíðlegri þögn sem stundinni fylgir og hafið á bak við allt, kolsvart í skamm- deginu á stund eldsins! Var ekki á- reiðanlega hvít jörð öll þessi góðu kvöld? Stóm strákamir gusuðu úr hverri olíufötunni eftir annarri á hrím- aðan bálköstinn, gufur svifii í lofti og frændur og vinir í freðnum kirkju- garði fylgdust með af himni! Svo var hringt úr messunni og þá bám skegg- lausir ungir menn kyndla að kestinum og logamir teygðu sig óðar í átt til stjamanna. Frostkalt úti, en hitinn skellur á andlitinu og augun glóa! Hit- inn kemur í hviðum eins og vind- sveipir lir íjallaskörðum og skellur á andlitinu, einkum andlitinu því að við emm hlýlega klæddir drengir á Nöf- um! Prúðbúnir messugestir, litlir að sjá héðan úr efra i bláu götuljósi: í augum þeirra speglast bálið mætti ég skyggnast svo langt; kalt götuljós og rauður eldur í svörtu myrkri undir skini stjamanna; tunglið á ekki heima í þessari minningu þótt Máni hafi ör- ugglega fylgzt með og kannski brennzt á nefinu! Eldurinn snarkar kröftuglega og neistaflugið þyrlast upp, upp eftir sál- inni sem er himni nær í þessu al- gleymi. Og þá, einmitt þá brotnar stöng sem stendur í miðjum kesti hlaðin gúmmíi, eins og Bjössi Narfa kallaði bíldekk, og eitt þeirra skoppar niður Nafimar með sívaxandi hraða, logandi liringur á hraðferð niður hjamið! Dekkið skáskerbrekkuna, sí- fellt hraðar - neistaflugið liggur í loft- inu og sveiflast eins og norðurljós - lendir upp á þaki á skepnuhúsunum í garðinum hans Edda Gull og Fríðu með braki og í hendingskasti fram af því og skellur á kjallaradyrunum og brýtur dyraumbúnaðinn og slengir öllu klambrinu inn í kjallara og neista- flug út um gættina. Við stóðum stjarf- ir og horfðum sem dáleiddir á þetta undur nema Siggi Aadnegaard. Ég held hann hafi farið næstum jafnhratt og dekkið niður brekkuna og var kominn í kjallarann um svipað leyti og húsráðendur og kastaði dekkinu út í garð. Skaði var sem næst enginn - að undanskildum dyrunum. Þær vom ekki brúklegar eftir þessa eldmessu; þetta var þeirra síðasti aftansöngur. Löngu seinna spurði ég Edda hvort hann myndi eftir þessu: “Man ég? Ja hvort ég man, Sölvi minn. Þetta var náttúrlega alveg óskaplegt og hávað- inn voðalegur. Við vomm heppin að vera ekki niðri’’ sagði Eddi, eini mað- urinn í veröldinni sem fengið hefur logandi bíldekk inn í þvottahús að lokinni messu á gamlaárskvöldi og mun vera óþægileg reynsla, jafnvel sjóhertum mönnum eins og Edda Gull. Örlögin höguðu því svo að Ami Ragnars bankastjóra keypti híbýlin af Edda og Fríðu þegar þau fluttust suð- ur, einhver mestur brennumaður á mínum dögum. Hann er búinn að byggja við húsið, en gömlu skepnu- húsanna sér ennþá stað í brekkurótun- um ef einhverjum dettur í hug að renna dekki niður klaufma. „Guð,” sagði Fríða hans Edda, sú kvenna á Króknum sem ég sá aldrei nema stíf- málaða hvunndags sem helga daga, „guð, strákar, hvað hávaðinn var ó- skaplegur.” ÞetTA MÁ EKKI skilja svo að slikt og þvílíkt hafi gerzt ár hvert, síð- ur en svo. En meðan eldurinn logaði glatt þótt dregið hefði úr upphafskraft- inum eins og í eldgosi og neistaflug- ið lækkað - kirkjugestir seztir að steik- inni - þá kom sú stund að einhver hrópaði: „Allir niður í bæ að gera at!” og rann þá mauraþúfa af strákum nið- ur brekkuna, ýmist beint af augum eða eftir Kirkjustígnum og adrenalín- ið streymdi um æðar. Að gera at fólst sem sagt í því að stöðva umferð, sér- staklega um Aðalgötu og ekki sízt hjá Bakaríinu. Bátar voru sóttir niður á kamb og dregnir upp á götu. Dráttar- vélarvagninn hans Sigga Skorr var hafinn upp á gatnamótin og hvolfl þar hjá búðinni hans Búbba. Gaddavírs- rúllur vom sóttar út í portið hjá pakk- húsi kaupfélagsins og vírinn strengd- ur út og suður, svo safnað sé i eina málsgrein athafhasemi nokkurra ára - og er þó fátt eitt talið af því sem bor- ið var á götur. Blístur í lofti af alls konar púðurhvæsandi ýlum og kín- veijar spmngu með offorsi allt um kring. Hátíðleg kyrrð í hveijum glugga; einungis unglingar á ferð og stöku fullorðinn maður að fylgjast með: Stefán Jónsson ættffæðingur og ffæðimaður á Höskuldsstöðum prýddi samkvæmið í hnepptum jakka utan yfir peisunni, húfan á höfði og glampi í augum, tvírætt bros á vömm og spýtti mórauðu, greinilega rakaður með bitlausri egg og stóð í þykkum ullarsokkum í svörtum slöngugúmmí- skóm og lagði hendur á bak aftur; hélt sig gjaman í sundinu milli gamla spít- alans og Ásgríms skreðara og fannst þetta merkileg athafnasemi og brá hendi bak við eyra ef hann vildi heyra orðaskipti; um það er lauk var hálf- hringur af tóbaksspýtingi í snjónum fyrir ffaman hann og munnvikin álíka svört og sótið í brennurústunum morguninn eftir; eiginlega 19. aldar maður Stefán og jafnvel með annan fótinn í öldinni 18. Króksumm datt ekki i hug að hreyfa bíl eftir að affansöng var lokið; þeir sem óku til guðsþjónustu héldu sem snarast heim að lokinni blessun og læstu bílnum. Amen. Hins vegar vissu sveitamenn ekki hvers kyns var og ég man eftir Hjálmari á Kambi i jeppa sinum alveg örvita af reiði út við Bakarí og komst hvorki lönd né strönd; kunnáttumenn um bíla vom búnir að opna hjá honum vélarhlífma og kippa kertaþráðum úr sambandi. Auðvitað var löggan á staðnum, Gunnar Þórðar, Ámi Tobb og Brand- ur Frímanns áður en hann varð Eldi- brandur, líklega Mundi í Tungu og allir í úniformi og vísast fleiri. Þeir reyndu að róa liðið og helzt ekki hafa sig mikið í ffammi; áttu þó til að taka meinta forsprakka (bankastjórasyni og Aadnegaarda) og fara með þá í ökuferð út fyrir bæinn þar sem menn vom settir út við Vatnabrúna eða ffammi hjá Bergsstöðum eða svo; að minnsta kosti góða bæjarleið ffá Bak- aríinu; þó einungis í góðu gönguveðri og þeir áttu það til drengimir að hanga aftan í bílnum heim og vom komnir á vettvang samtímis yfirvaldinu. Svo hófst nokkurt fjör á nýjan leik þegar ballið byijaði í Bifföst, en þang- að kom stöku sveitamaður á bíl og fékk fyrir ferðina. Löngu seinna breyttust þessi strákapör í hrein skríls- læti þar sem lögreglumenn máttu sitja undir svæsnum árásum. En það er önnur saga og þá vomm við smá- sveinar orðnir fullorðnir - og blöskraði tiltækið. En seinni hápunktur kvöldsins var skotsyrpa sem Valgard Blöndal haföi suður á Hólavegi undir miðnætti og fjöldi manns fylgdist með. Hann skaut þá flugvélablysum, sem við kölluðum svo, úr sérstakri byssu, neyðarflugeldum frá Flugfélagi ís- lands sem árlega vom endumýjaðir og umboðsmenn lýstu upp myrkrið á gamlaárskvöldi. Þetta vom bjartar sól- ir og nýlunda og stómm lífmeiri en hvissandi prik sem fluttu hvellhettur upp í loftið og spmngu misvel, sum- ar ekki og var það dýrt spaug - og jafnvel alls ekkert spaug en mikil von- brigði. Síðar tók Ámi Blöndal upp þennan sið föður síns og skaut af svöl- um bókabúðarinnar beint á móti Bif- röst, svo sem eins og til þess að lýsa þann vettvang sem innan stundar fylltist af prúðbúnu fólki á leið til ára- mótadansleiks og var þá mögnuð kaupstaðarlykt á svæðinu í bland við bláan púðurreykinn; mér fmnst í minningunni að ávallt hafi verið logn og ffoststilla á þessu góða kvöldi æsk- unnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.