Feykir


Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 14

Feykir - 17.12.2003, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 44//2003 „Ekki eins og ég hafi komið að ófærum vegi“ Óskar Pétursson lætur gamminn geysa sem aldrei fyrr fyrir þessi jól Það nafn sem hvað mest hefur verið áberandi af markaðstorgi jólanna á þessari aðventu lætur Skagfirðingum sem og mörgum öðrum vel í eyrum, enda þar á ferð einn af þeim sem dmkkið hefur hvað best í sig sögufræga eiginleika héraðsins og haldið þeim fymavel, án þess að beitt hafi verið á hann sértækum að- gerðum, svo sem að skammta hormónaflæðið eða þess háttar. Þetta er drengurinn með engla- röddina, Oskar Pétursson, einn af Alftagerðisbræðrum, en sólóskífa hans trónir nú á toppi lista yfír mest seldu geisladiskana fyrir þessi jól. Óskar var staddur á Króknum núna fyrir helgina að á- rita diskinn og söng þá um leið nokkur lög í Skagfirðingabúð. Hann var í leiðinni góðfúlega við því að veita Feyki viðtal í ióla- blaðið. Þegar Feykismaður hafði samband við Óskar á föstudagsmorgun var hann að stíga út úr vélinni frá Vest- manneyjum, hafði verið þar kvöldið áður að syngja og spjalla við Eyja- menn. „Já það má segja að þetta hafi ver- ið botnlaust hjá mér undanfamið, við að syngja og árita diska. Ég hef verið mjög rnikið suður í Reykjavík, þar sem fólkið er. Það er bunan framund- an, fram á mánudagskvöld, ég á reyndar eftir að fá dagskrána en hún er víst stíf.” Óskar segir að í þessum töluðu orðum sé diskurinn kominn í platínu, tíu þúsund eintök á tæpurn tveimur mánuðum. „Og maður getur ekki grenjað út af því”, segir hann. - Klassísk spurning, átturðu von á þessum viðbrögðum? „Nei engan veginn. Reyndar emm við bræður búnir að ryðja brautina vel. Það er ekki eins og ég hafi komið að ófæmm vegi, synd að segja það. Vera með skagfirska sönggleði í farteskinu, hafa verið í framvarðar- sveit í karlakómum Heimi, og ætli við bræður séum ekki búnir að selja upp undir 30 þúsund diska. Get því ekki sagt að ég komi að óplægðum akri, fengið aðstoð á undanfömm ámm að undirbúa þetta og maður skyldi ekki vanmeta það.” Og þú átt stóran og mikinn markhóp fyrir þinn söng? „Já gríðarlega og stækkaði núna verulega. Ég yngdi aðeins upp, næ töluvert til yngra fólk finnst mér. Það er enn skemmtilegra við þetta. Það sést best á því að ég var fimm vikur í efsta sæti á „tónlistanum” í Moggan- um, og hef núna verið tvær vikur í öðm sæti á eftir Irafári, það er ótrúlegt helvíti.” Og þú færð náttúrlega góðar viðtökur á þessum ferðum þínum núna? „Ég hef svolítið gaman af þessu, það er það ótrúlega við þetta, og í sjálfú sér ekki orðinn þreyttur og það er náttúlega vegna þess að þetta geng- ur svona vel. Ég hef líka verið hepp- inn með veður, alltaf komist, meira að segja til Eyja. Þetta hefúr gengið eins og lýginni líkast, get varla sagt að ég hafi fengið kvef í þessari töm. Ég er búinn að hitta margt skemmtilegt fólk og marga kynjavisti, þeir em dásamlegir. Það er mikið af miðaldra og eldri konum í þessum að- dáendahópi. Ætli það taki sig ekki upp gömul móðurtilfinning hjá þeim, getur ekki verið neitt annað. Ég var að syngja með Jónsa í Svörtum fötum á dögunum. Hann lét reynar hafa það eftir sér í einhveiju blaðaviðtali, að stelpumar fæm stund- um að skjálfa fyrir framan sviðið. Ég lenti í þessu þegar ég var að synga hjá félagi eldri borgara, kona sem klapp- aði svona óskaplega fyrir mér. Svo hitti ég son hennar daginn eftir og hann sagði að það væri ekki nógu gott með þá gömlu, það væri voðalegt hvemig þessi hrömunarsjúkdómur færi með hana, henni væri alltaf að versna.” En þetta verður öðruvísi jóla- fasta hjá þér þetta árið? „Já jólaundirbúningurinn fer alveg framhjá mér núna og á jóladag verð ég svo fimmtugur. Loksins þegar ég varð poppari, þá varð ég strax ell- ismellur. Þá verða 50 ár síðan Hallur í Lindarbrekku eyðilagði mótorinn í Chevrolettinum sínum, K-3, mjólkur- bíl, við að skutla mömmu á gamla spítalann á Króknum. Mamma var náttúrlega búin að skjóta þessum fimm krakkaormum úr sér á nokkmm árum, leiðin var því orðin greið og ég virtist ætla að koma á fúllri ferð í heiminn. Ég hef ekkert mátt vera að því að hugsa um hvort ég minnist eitthvað þessara tímamóta á jóladag. Konan er að verða hálf stressuð þegar hún er að spyrja mig, en ég svara aldrei neinu. Ætli ég haldi það ekki bara í kyrrþey, það er hvorteð er alþekkt meðal stétt- arinnar að menn séu að reyna að dylja aldurinn, ætli ég verði ekki bara í fel- um.” Nú er stutt síðan þú varst bæjar- listamaður Akureyrarbæjar. Hvernig var það ár? „Það var reyndar bara hálft ár sem ég var bæjarlistamaður. Ég var auð- vitað ánægður með að fá klapp á bak- ið og allt það og ýmislegt skemmti- legt sem gerðist á þessum tíma. En á hinn bóginn fannst mér það asnalegt Ég er ekki manngerðin til að bera svona titla og var afskaplega feginn þegar annar tók við.” Og þér gengur vel að halda röddinni í lagi? „Já hún er bara með alskársta móti. Hún hefúr stækkað, raddsviðið aukist til muna og ég á rniklu léttara með að syngja en áður. Ég held að það sé vegna þess að reglusemin er orðin meiri í lífinu og lika á þama hlut að máli breytt vinna. Við emm tveir sem eigum verkstæðið, ég er svona með og álagið er ekki svo mikið í kringum það. Ég er miklu frjálsari en áður, þarf ekki að vera með samviskubit þó ég sé að sinna þessari útgáfú til dænris, get notið þess. Það var orðinn voða- legur baggi að þurfa stöðugt að betla sér fri.” Hvað þú ert mikið í því að gera upp gamla bíla? „Ég hef verið nánast eingöngu í því undanfarin misseri. Það er nýbúið að útskrifa einn sem ég hef verið að vinna i síðan urn páska. Svo byija ég á einurn eftir áramótin. Ætli ég verði ekki á endanum manískur mgludallur í þessu eins og Bjöm vinur minn Sverrisson. Það er ofsalega gaman af þessu.” Já þú talaðir um reglusemi. Þú kúplaðir þér algjörlega úr þessari ofur skagfirsku gleðimennsku? „Já þetta var eiginlega orðið of mikið, komið út í plágu. Það má segja að ég hafi verið orðinn svo blautur að á á tímabli var ég farinn að líta eftir jörð á Langholtinu þar sem nóg væri af heitu vatni, til að sjóða. Það kom sterklega til greina svo mað- ur gæti farið að sinna þessu almenni- lega”, segir Óskar og hlær, svo grein- lega er nú einhver meining á bak við þessi orð. En hvernig voru svo bernskujól- in í Skagafirðinum? „Þegar maður var pjakkur, þá vom bamaböllin á hótelinu í Varmahlíð. Pabbi og Benni á Vatnsskarði spiluðu á harmonikku og svo var það þessi sí- gilda ofúrhræðsla við jólasveina. Sér- staklega man ég eftir Ottó í Víðimýr- arseli, seinna í Viðvík. Það vom því- lík læti í karlinum að það vom bara dauðir krakkar sem ekki vom skít- hræddir við hann. Ég lék svo jólasvein um áraraðir. Valdi á Vatnskarði var með mér stundum og ég átti sérstaklega í eitt skiptið í erfiðleikum með skeggið, að festa það á mig. Valdi makaði þá á mig jötungripi og ég var í mestu vandræðum með að ná því af mér aft- ur. Það lá við að skinnið flettist af mér og það virtist ógjömingur af ná líminu úr andlitinu á mér. Það tókst ekki áður en kom að kvenfélagsballinu um kvöldið. Þegar mér var lítið i spegil, þá hvarf sú litla veiðivon sem hafði blundað í bijóstinu. Þetta var þannig á Óskar áritar disk fyrir stéttarfélaga sinn í iðninni, Björn Sverrisson fornbílasmið á Króknum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.