Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 2
2 Feyfdr 44/2004
Hugvekja
Hátíð ljóss og friðar nálgast óðfluga. Sumum finnst of stutt til
jóla, öðrum of langt. En jólin spyrja ekki að því, þau koma
samt hvernig sem undirbúningi þeirra miðar. Fjölmiðlar færa
myndir og frásagnir af brosandi fólki sem gleðst yfir annrík-
inu og hlakkar til jólanna. Öllum finnst gaman að fá að skyg-
gnast sem snöggvast inn á gafl hjá annars ókunnugu fólki og
heyra hvaða sérviska og hefðir eru þar við lýði. Varla fer
framhjá neinum að mikið stendur til, sumum finnst nóg um,
öðrum aldrei of mikið. Hvert og eitt liefur sinn háttinn á.
Þegar hátíð fer í hönd, búa rnenn sig undir hana, hver á
sína vísu. Þannig hefst bókin Aðventa eftir Gunnar
Gunnarsson. Aðventa, gerist eins og nafhið bendir til á
aðventu og fjallar um mann að nafni Benedikt. Sá var ekki
alfarið hugarsmíð höfundar hcldur átti að sögn fyrirmynd
austur á Jökuldal. Benedikt var kallaður Fjalla-Bensi en hann
var annáiaður fjallamaður og eyddi jafnan jólaföstunni í eftir-
leitum á fjöllum. Heldur einmanaleg vist og hryssingsleg að
leggjast út um hávetur og leita sauða. En Benedikt var ekki
einn á ferð, ferðafélaga hafði hann tvo, sauð og hund. Á
ferðum sínum lenti Fjalla-Bensi í margri þolraun svo stun-
dum munaði mjóu. Þannig var jólaundirbúningi Benedikts
háttað en um leið varði hann tímanum til íhugunar, meðan
hann öslaði snjó og klungur. Og hvar er betra að íhuga tilgang
lífsins og boðskap jólanna en einn og óáreittur langt frá
mannabyggðum?
Manneskjan er það sem hún hugsar. Öll erum við stöðugt
að hugsa eitthvað, allt lífið út í gegn. Breytist þankagangurinn
við komu jólanna? Hvað ert þú að hugsa? Er það eitthvað sem
skiptir máli eða ekki? Ertu að hugsa um þig eða aðra? Hvernig
líður þér? Vanhagar þig um eitthvað?
Jólin eru að koma. Mitt á meðal okkar er maður sendur í
heiminn, maður sent er sonur Guðs og sjálfur Guð. Sendur af
pabba sínum í mildlvæga sendiferð. Allt í einu er komin brú
sem ekki áður var til, byggð af Guði milli hans og okkar. Við
lesum ekki hugsanir hvors annars en Jesús veit hvað býr innra
með okkur. Hann veit hvernig okkur líður af því að hann
hefur reynt það sjálfúr að vera maður. Hann fæddist í
heiminn, vaknaði á morgnana, sofnaði á kvöldin. Stundum
var hann glaður en líka stundum hryggur og sorgmæddur,
því félagar hans og samferðafólk skildu hann ekki.
Guð er kærleikur. Því kýs hann að gera eitthvað í okkar
málum og gengur til móts við okkur með útbreiddan
faðminn, tilbúin að taka okkur að sér. Því að oft erum við
hjálpar þurfi og ráðalaus, eins og lílil börn sem hafa villst frá
foreldum sínum í búðinni og halda að þau finni aldrei framar
öryggi og frið. Af margvíslegum ástæðum líðu okkur ekki
alltaf vel. Stundum er það okkur sjálfum að kenna og stun-
dum einhverju sem er ekki í okkar valdi. Guð kemur til móts
við okkur af fyrra bragði. Með lífi Jesú, fæðingu, dauða og
upprisu er komið nýtt samgöngu mannvirki í heiminn. Það
krafðist mikillar fórnar, ekki af okkar hálfú heldur Guðs.
Hann sendi einkason sinn í ferðalag inn í veröld sem veitti
honum ekki ákjósanlegar móttökur. Leið sem áður virtist svo
óralöng og torfær er nú tær, leiðin milli Guðs og manns. Þessi
leið er alltaf opin fyrir þá sem vilja leita Guðs síns og eiga þar
athvarf, hvort sem er í gleði eða sorg. Höfúm það hugfast ef
við getum og megum. Gleðilega hátíð.
Sigríður Gunmrsdóttir, guðfrœðingur
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Feykir
Útgefandi:
Feykirhf.
Skrífstofa:
Aðalgötu21,
Sauðárkróki
Blaðstjórn:
Arni Gunnarsson, Áskell
Heiðar Ásgeirsson,
Guðbrandur Þorkell
Guðbrandsson, Herdis
Sæmundardóttir og Jón
Hjartarson.
Ritstjóri&
ábyrgðarmaður.
Árni Gunnarsson
arnig@krokur.is
Simar 455 7100
Blaðamenn:
ÓliArnar Brynjarsson
PéturIngi Björnsson
Simar.
4535757
Netfdng:
Wkrokur. is
Askriftarverð:
210 krónur hvert tölublað
með vsk.
Lausasöluverð:
250 krónur með vsk.
Póstfang:
Box 4,550 Sauðárkrókur
Setning og umbrot:
Hinirsömusf.
Prentun:
Litrófehf.
Kveikt á jólatrénu á Blönduósi
Jótasveinarnir vöktu lukku á Blönduósi.
Myndir: huni.is
Blönduósingum
brá í brún
Það gengur ekki alltaf að
tréin sem sveitarfélögin fá
Þannig hefur heyrst að komið
hafi fyrir að tréin, sem oftar en
ekki eiga að vera í stærri kant-
inum, hafi þegar til kom reynst
jafn há og þessi sem margir eru
með inni í stofú hjá sér - sem er
auðvitað nokkuð vandræða-
legt. Þá vilja tréin einnig fara
ört minnkandi eftir því sem
óskum með blessuð jóla-
til uppsetningar.
líður á desember mánuð þvi ef
það fýkur duglega í vindinn þá
getur það gerst að toppar
brotni af- jaínvel við miðju.
lílönduósingar lentu í
nokkru basli með sitt jólatré að
þessu sinni. Eða kannski öllu
heldur með reikninginn því
Blönduósbæ var gert að greiða
1.692.597 kr. fyrir flutning,
vörugjöld og fleira á 11,5 metra
löngu jólatré sem þeim barst
ffá vinabænum Moss í Noregi.
Þeim brá því nokkuð í brún
starfsmönnum bæjarskrifstof-
unnar á Blönduósi.
I ffétt í Mogganum segir að
þeim hjá Blönduósbæ hafi
dottið í hug að tréið kæmi fúll-
skreytt á gullundirstöðu en
þegar málið var athugað nánar
kom í Ijós að um mannleg mis-
tök var að ræða. Þegar öll kurl
voru komin til grafar reyndist
Blönduósbær þurfa að greiða
32.000 kr. fyrir uppskipun á
trénu, sem er auðvitað allt
önnur og betri tala.
Feykir prentaður sunnan heiða
Hvítt oq svart ehf
lokað
Hvítt og svart ehf. á Sauðárkróki hætti rekstri
síðastliðinn mánudag er Sýslumaðurinn á
Sauðárkróki innsiglaði fyrirtækið vegna vangoldinna
gjalda.
Skuldsetning og hár fjár-
magnskostnaður hafa íþyngt
rekstri fyrirtækisins undanfarin
misseri. Iæitað var leiða til að
halda fyrirtækinu gangandi með
endurfjármögnun ogafskriftum
skulda en án árangurs.
Hvítt og svart ehf. rak öfluga
prentsmiðju, auglýsingagerð og
útgáfústarfsemi, auk þess að gefa
út auglýsingaritið Sjónhornið.
Að jafiiaði störfuðu 4-6 hjá
fyrirtækinu en á þessari stundu
er ekki ljóst hvernig áframhald-
andi rekstri prentsmiðju og
útgáfu auglýsingadagskrár
verður háttað. Ekki liggur
fyrir heildarupphæð krafiia í
bú Hvíts og svart ehf., né held-
ur verðmæti eigna, en ljóst er
að kröfúr nema tugum mijljó-
na.
Feykir, sem er elsta
núverandi héraðsfféttablað á
landinu, hefur verið prentað
hjá fyrirtækinu. Af þessum
ástæðum er jólablað Feykis nú
prentað hjá prentsmiðjunni
Litrófi en stefút er að prentun
í heimabyggð jafn fljótt og
aðstæður leifa.
Næsta tölublað Feykis
kemur út miðvikudaginn 29.
desember.
Með réttarstöðu
grunaðs manns
Einn maður hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns
vegna rannsóknar lögreglunnar á Sauðárkróki á elds-
voðanum á laugardag. Hann mun hafa fengið þessa
réttarstöðu í lok skýrslugjafar hjá lögreglu og var
sleppt að því loknu.
Eldsvoðinn á Sauðárkróki
Haft er eftir Birni Mikaels-
syni yfirlögregluþjóni að á þessu
stigi sé maðurinn ekki grunaður
um að hafa vísvit-andi kveikt í,
né heldur sé búið að slá því fbstu
að um íkveikju hafi yfirleitt verið
að ræða. Vegna rannsóknar
málsins hafi á hinn bóginn þótt
rétt að veita manninum rétt-
arstöðu grunaðs manns ef síðar
yrði skorið úr um að kveikt hafi
verið í húsinu.
Samlevæmt framburði ligg-
ur fyrir að maðurinn var síð-
astur út úr stofunni þar sem
eldurinn kviknaði og hann er
talinn hafa verið í húsinu þegar
eldurinn kom upp þar sem
hann var sótugur þegar lög-
regla kom á vett\'ang. Maður-
inn segist ekkert muna eftir
atburðum morgunsins en
hann var mjög ölvaður.
Að sögn Björns er nú beðið
eftir niðurstöðu tæknideildar
lögreglunnar í Reykjavfk um
efiii sem fúndust á vettvangi og
hvort rannsókn geti skýrt atvik.