Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 27

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 27
44/2004 19 m :] a-babb! Nafn: KarlJónsson. Árgangur: '69. Fjölskylduhagir: I sambúð með Guðnýju Jóhannesdóttur. Eigum samtals fjögur börn; þriggja, fimm, sjö og átta, þar afþrjú á heimilinu. Starf: Innkaupastjóri á Heilbrigðis- stofnuninni ísafjarðarbæ auk körfu- boltaþjálfunar. Bifreið: Toyota Corolla Verso árg 2004. Hestöfl: Töluvert fleiri en í gamla Opelnum. Hvað er í deiglunni: Heyrðu, það eru bara jólin framundan þar sem m.a. heimahagarnir verða sóttir heim. SPURNINGAR Hvernig hefurðu það? Alveg rosalega fínt - aldrei verið eins ánægður með Hfið og tilveruna. Hvernig nemandi varstu? Býsna góður bara held ég, þangað til félagslífið fór að þvælast fyrir. Hvað er eftirminnilegast frá fermin- gardeginum? Svabbi var einhvern andskotann að gera í krikjunni sem fékk mig til að hlæja. Annars voru fötin mjög eftirminnileg sem og gelgjubólgið andlitið. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Bóndi og/eða náttúrufræðingur. Hvað hræðistu mest? Að Boston Celtics verði ekki meist- ari aftur á meðan ég lifi. Nei, nei það er nú ekkert sérstakt sem ég hræðist utan það að missa heilsuna held ég. Hver var fyrsta platan sem þú keyp- tir (eða bestal? Fyrsta var Best of Blondie, en besta platan finnst mér vera Steeltown með Big Country eða 1984 með Van Halen Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Við Birkir vorum helv... sleipir í Night fever með Bee Gees hér um árið, en svo hvarffalshettan og ætli ég tæki ekki bara Leonard Cohen í dag. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Fraiser, Arsenal, King of Queens, Everybody loves Raymond, Idol...vá maður er bara einhver stjónvarpssjúklingurl! Besta bíómyndin? All nokkrar koma til greina en "Shawshank Rendeption" kemur sterk inn. Einnig 'Tn the name of the father". Bruce Willis eða George Clooney/ Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Willis er original töffari og Jolie er svona eins og hún er bara. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Tyggjó og poomaís. Hvað er í morgunmatinn? Hafragrautur og kornfleks til skip- tis. Lýsið ómissandi. Uppáhalds málsháttur? Enginn veit fyrr en allt í einu Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Viggó viðutan var bara frábær, en Tinni var alltaf svolítil hetja líka. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Ég á nú all mörg snilldarverkin þar, en ætli uppvaskið standi ekki upp úr enda er ég mikill upp- vaskstæknir og þoli ekki illa upp- vaskað leirtau. Hver er uppáhalds bókin þín? Haldið ykkur nú; Fávitinn eftir Dostojevskí, torlesin bók sem ég gat samt ekki lagt frá mér fyrr en hún varbúin þ.e.a.s. bæði bindin. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ... til Grikklands, tæki mér herbergi á Vriniotis hótelinu sem staðsett er hjá Kata Kolo á Pelaponnisos-ska- ganum. Algjör paradís á jörð. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Á erfittmeð að segja nei. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Tilætlunarsemi, yfirgangur og frekja, ég er yfirleitt ekki tilbúinn að eiga nokkur samskipti við svoleiðis fólk. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal, siðan Derby féll '78 eða '79 og við pabbi þurftum að finna nýtt lið til að halda með. Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Larry Bird var og er mitt goð en Jolli fylgir þar fast á eftir. Pálmi Sighvats er mjög eftirminnilegur dómari sérstaklega eftir að hann dæmdi "skuttu" á Jolla einu sinni. Heim í Búðardal eða Disko Friskó ? Diskóið maður, þó ég sé viss um að hafa spilað Heim í "Pudding-dale" miklu oftar á böllum. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Nú myndu einhverjir halda að ég segði Larry Bird en það ætla ég ekki að gera. Siggi Geit kemur upp í hugann, en nei ætli ég segi ekki...disös það eru svo margir. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Mynd af fjölskyldunni, vasahníf og Boston-búning. Hvað er best í heimi? Döh....../ Besti trommarabrandarinn? Þeir eru fjórir að mínu mati. "Hvað heitir gaurinn sem þvælist allaf í kring um tónlistarmenn"? - Trommuleikari. "Hvernig ruglar þú trommara í riminu ?" - Setur nótnablöð fyrir fra- man hann. "Af hverju hafa trommarar einni heilasellu meira en hestar? - Svo þeir skíti ekki á götuna í skrúðgöngum. "Hvað er líkt með trommusólói og hnerra? - Þú veist það er að koma en getur akkúrat ekkert gert við því. íþróttafréttir Intersportdeildin í körfuknattleik Tap í Grafarvogi eftir framlengingu Tindastóll tapaði naum- lega fyrir Fjölni í Grafar- voginum síðastliðið fimmtudagskvöld og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Gæfan var ekki með Stólunum á lokaspretti framlengingar en þá fóru tvö hraðaup- phlaup í súginn og Fjölnir hafði betur 106-104. Tindastóll lék í kvöld án Ron Robinson en kappinn var látinn fara í vikunni eftir að hafa orðið fyrir meiðslum. Samkvæmt frásögn á heima- síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls þá höfðu Fjölnis- menn frumkvæðið í leiknum og voru oftast skrefinu á undan, munurinn yfirleitt 2-4 stig. Staðan í hálfleik var 54-48 fyrir Fjölni. Tindastólsmenn gáfti ekkert eftir þrátt fyrir að vera fáliðaðir en aðeins átta leikmenn voru á leikskýrslu. Að loknum þriðja leikhluta voru Stólarnir stigi yfir, 78-79. Lokamínúturnar voru æsispennandi og Svavar jafnaði leikinn með góðum þristi í lok venjulegs leiktíma. Fjölnir gerði tvær fyrstu körf- urnar í framlengingu en Stólarnir jöfnuðu og voru óheppnir að stela ekki stig- unum í lokin sem fyrr segir. Svavar var bestur Tinda- stólsmanna í kvöld en annars voru strákarnir að leika vel og sagðist Kári þjálfari ánægður með leik sinna manna í kvöld. Síðasti leikur Tindastóls fyrir jól er eftir viku en þá koma deildarmeistarar Snæfells í heimsókn. INTERSPORTDEILDIN í KÖRFU íþróttahúsið í Borgarnesi SKALLAGRÍMUR105 TINDASTÓLL 72 Stig Timlastóls: Svavar 31, Axel 24, Nikola 24, Fletcher 20 og Björn 5. Intersportdeildin í körfuknattleik ÆT ^ Feykis o Z o -\C> I \ Jýy-c V A uifiu iii uhl tirlnin mmm r\ í' EF 0 Ath. Ekki er gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða og ekki y og i. Vinsamlegast sendið svartil Feykis í lokuðu umslagi með nafni og heimilisfangi. Dregið verður úr réttum svörum. FEYKIR, AÐALGOTU 21.550 SAUÐÁRKR0KUR Sá sem sigrar í Verðlaunamyndgátunni hlýtur að launum mánaðarkort i Þreksporti á Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.