Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 9
44/2004 Feyklr 9
Kristján Linnet var sýslumaður
Skagfirðinga 1919.
veruna, eins og sjálfsagt var.
Það mátti sín þó lítils. Manni
leið illa að sjá svo dregið af
þessum síkáta og fjörmikla
ntanni. Þær endurminningar
eru ekki ljúfar. —
Einn dag í nöpru hryssings-
veðri lagði Jóhann svo á stað
austur yfir Skagaíjörð til
Hofsóss á litlum vélbáti. Hann
var lítt búinn til slíks ferðalags.
Hafði ekki hugsað mikið um
slíkt er hann hélt frá
Danmörku í íslenskri sumar-
blíðu. „Fáir kunna sig í góðu
veðri heiman að búa”. Konan
vafði hlýjurn trefli urn háls
hans og hló Jóhann rnikið að
því en þáði hann þó. Við reyn-
dum að fá hann til þess að bíða
eftir hagstæðara veðri. En það
héldu honum engin bönd.—
Jóhann hafði lagt af stað ffá
Sauðárkróki þegar að loknu
erindi síðu. Áður en hann fór,
skildi hann eftir hjá mér öll þau
skjöl, umboð, tilboð og annað,
sem mál þetta varðaði. Honum
þótti það vissara. Hann gerði
ráð fyrir að svo gæti farið að
hann komist ekki lifandi til
Danmerkur. Hann hafði fengið
alvarleg köst fyrir hjartað og
horfðist í augi við það, sem þau
boðuðu. Málið mátti þó ekki
stranda á því, hvað sem honurn
sjálfum liði.
Af þeim ástæðum, sem ég
áðan sagði frá var þessara skjala
aldri vitjað til mín. Ég á þau
enn til minningar unt sorgle-
gan atburð og merkilegt mál,
sem ekkert varð úr. Það dó um
leið og Jóhann.
Síðan hafa risið upp mörg
og mikil hafharmannvirki viða
urn land. En Höfðavatn hefur
gleymst og hin stutta frægðar
saga þess.”
í frásögn Björns Jónssonar í
Bæ segir hann frá einni ferð
þeirra út að Þórðarhöfða. Sú
ferð var honum minnisstæð.
Þeir setjast undir Búðar-
brekkur í góðu veðri og ekki
margt talað. Skáldið hallar sér
útaf. “ svo reis hann upp, leit
inn yfir vatnið og héraðið og
staði stundarhátt; Stórkostlegt.
„Hann talaði um Höfðavatnið
og þá miklu möguleika er þær
Björn í Bæ var 16 ára fylgdarmaður
Jóhanns.
væru til stórkostlegra fram-
kvæmda. Ekki var Jóhann í
neinum vafa um að við vatnið
væru einhverjir mestu og bestu
möguleikar á hafnarmann-
virkjum hér á landi. Síldar-
útgerðarbær var þó nr 1. Þá var
Skagafjörður oft ein vaðandi
síldartorfa."
Hér hefúr verið farið hratt
yfir úr einu í annað. En Jóhann
hefur heimsótt okkur
Skagfirðinga með öðrum hætti
en hér hefur verið sagt ffá. Tvö
leikrita hans, Fjalla Eyvindur
og Galdra Loftur hafa ratað á
fjalirnar í Bifröst hjá Leikfélagi
Sauðárkróks. Bæði leikritin
hafa verið sýnd tvisvar sinnurn.
Fjalla Eyvindur 1943 og 1963.
Galdra Loftur 1960 og 2002. f
næstu grein verður fjallað
nokkuð um þessar sýningar en
þær urðu mörgum eftirminni-
legar.
Þessa dagana er mikið talað
um útrás íslenskra fyrirtækja.
Lífshlaup Jóhanns var útrás í
þeirn skilningi; hann varð
frægur höfundur íslenskur sem
skrifaði verk sín á dönsku. Og
kannski var hann margir
menn. Þegar vinur hans,
Sigurður Eggerz, bæjarfógeti
og ráðherra, skrifaði um hann
minningarorð sagði hann m.a.
“Hann var undarlegur maður,
Jóhann Sigurjónsson; hann
verður ekki mældur á neinn
almennan mælikvarða, því að
alfaðir hafði gefið honum vög-
gugjöfina miklu, guðdóm-
sneistann sem skapar óróann
mikla í mannssálinni, sem
margfaldar sorgina og margfal-
dar gleðina og fleygir annað
augnaðblikið niður í hyldýpið,
en lyftir henni á næsta augnab-
liki upp í himin himnanna. Úr
þessum heimi andstæðnanna
stíga listaverkin."
Greinarhöfundur var ung-
ur þegar hann kynntist ljóðum
Jóhanns Sigurjónssonar en var
korninn á þrítugsaldur þegar
hann sá fyrst leikrit eftir hann á
sviði. Þá norður á Sauðár-
króki. Kynnin voru farin að
dofna og það er gott að hafa
eignast skáldið sitt aftur.
Jón Ortnar
MINNING
Guðmundur L. Friðfinnsson
9. desember 1905 - 4. desember 2004
Með Guðmundi á Egilsá er
genginn einn af merkustu
sonum Skagafjarðar.
Hann var fæddur á Egilsá í
Norðurárdal. Þar ól hann aldur
sinn og vann sitt æfistarf, sem var
ærið að vöxtum.
Hvorutveggja var að honum
entist starfsorka óvenju lengi og
jafn framt var vilji hans sterkur til
að verk gengju hratt og vel fram.
Hann var eina barn foreldra
sinna. Það þótti því nánast sjálf-
sagt að hann tæki við búi á Egilsá,
hafði og undir búið sig undir
búskapinn með námi í
Bændaskólanum á Hólum. Þá
hafði hann og lokið námi við
héraðsskólann að Laugavatni.
Tímamótin í lífi hans verða
1932. Það ár er hann skráður
bóndi á Egilsá og það ár festir
hann ráð sitt og flytur brúði sína
önnu Sigurbjörgu Gunnars-
dóttir, frá Keflavík í Hegranesi,
heim í Egilsá. Samhentari lífsföru-
nauta hef ég enga þekkt en þau
Egilsárhjón. Ekki blés nú vel til
búskapar á frumbýlingsárunum í
sjálfri heimskreppunni. En
Egilsárbóndinn réðst strax af
harðfylgi í framkvæmdir á jörð
sinni, byggði, ræktaði jörð og
fénað og stækkaði bú sitt. Dætur
þeirra, Kristín f. 1934, Sigurlaug f.
1935 og Sigurbjörg Lilja f. 1937,
komu fljótt til léttis og hjálpuðu
foreldrum sínum af dugnaði. Þær
systur eignuðust allar maka og
afkomendur.
Þegar skorið var allt fé vegna
fjárpesta 1949, var Guðmundur
orðinn fjárflesti bóndinn í
Akrahreppi. í öllum þessum
framkvæmdum studdi Anna
mann sinn dyggilega.
Á þessum fyrstu búska-
parárum áttu því framkvæmdir
og búskapar umsvif hug þeirra
hjóna hvað mestan, en eigi að
síður hófu þau mjög snemma
gróðursetningu trjáa sér til yndis-
auka. Sauðlaust var í eitt ár um
fjárskiptin og því voru dagleg störf
önnur og minni en áður, og þá er
það sem Guðmundur hefur rit-
störfin, sem hann er kunnastur
fyrir og geyma mun nafn hans
um ókomin ár. Það var líkt og ein-
hver stífla brysti og æð sagna og
ritlistar opnaðist hjá Egilsárbónd-
anum. Árið 1950 koma út tvær
skáldsögur effir hann. Hlutu þær
góða dóma og seldust vel. Síðan
rak hver skáldsagan aðra og á
næstu 10 árum skipar hann sér á
bekk með ffemstu rithöfundum
þjóðarinnar. Síðastliðin 40 ár
hefúr Guðmundur á Egilsá verið
eitt af gleggstu kennileitunum í
skagfirsku menningar umhverfi.
Hann var alhliða rithöfundur auk
skáldsagnanna skrifaði hann
leikrit og orti ljóð.og skrifaði
æfisögu. Síðasta verk hans sem út
kom.Þjóðlíf og þjóðhættir, er
gefið út af Erni og Örlygi, árið
1991. Fyrir það viðamikla verk
um þjóðleg efni, hlaut
Guðmundur Davíðspennann,
sem er mikil viðurkenning.
Á þessum árum var það
gæðastimpili hverju þ\i verki sem
Örlygur Hálfdánarson gaf út, því
hann gerði kröfur um listrænt og
menningarlegt gildi útgáfú sinnar
Iangt umffarn aðra útgefendur.
Framan af ritferli Guðmundar
var konan honum hjálparhella og
hreinskrifaði handritin. Samvinna
þeirra brást þar ekki ffekar en í
búskapnum.
Saman starffæktu þau svo bar-
naheimili um árabil og var það um
nokkurt skeið hið fjölmennasta á
landinu. Mörg barnanna sem þar
dvöldu urðu sem hluti íjölskyld-
unnar og héldu tryggð við heimilið
og sýndu Guðmundi ræktarsemi til
hinstu stundar. Við sjötugsaldur
hugðust þau Egilsárhjón hætta
búskap. Haustið 1974 flytja þau til
Reykjavíkur. Förguðu þó ekki fé og
hrossum sem þau áttu, en
nágrannar hirtu um veturinn. I
Reykjavik hugðist Guðmundur
gefa sig óskiptan að ritstörfúm. Þar
væru ekki önnur umsvif, sem
krefðust tíma og hugsunar líkt og
verið hafði á Egilsá. En það fór á
annan veg. Við skrifúðumst á
þennan vetur. í Góubréfi innti ég
Guðmund um hvað hann væri að
skrifa þá um stundir. Og svarið
kom um hæl. Hann var ekkert að
skrifa og gat ekki skrifað.
„Sá sem hefúr misst sína á og
sinn Dal og sinn Hnjúk, skrifar
ekki bækur”.
Með vorinu fluttu þau hjón
aftur að Egilsá. Skáldgáfan gafst
honum aftur og hann átti eftir að
senda frá sér margar og merkar
bækur.
Búskap hélt Guðmundur
áffam í smáum stíl og vildi það til
láns að til hans fluttist ungur
maður Jón Hjörleifsson frá
Gilsbakka, traustur og vaskur
maður til allra verka. Jón átti
nokkurn fjárstofn og bjuggu þeir
saman á Egilsá í ein átta ár og fór
Jón ekki ffá Guðmundi fyrr en
hann var hættur sauðfjárbúskap.
Árið 1982 andaðist Anna kona
Guðmundar eftir áralöng veikindi
og sjúkrahúslegu.
Þótt Guðmundur væri nú nær
áttræður ekkjumaður og mikið
einsamall í sínu húsi var búska-
parsögu og ritstörfúm ekki lokið.
Einsetumaður var hann þó ekki
þótt oft á tíðum væri hann það
síðar því að ágætt fólk starfrækti
heimili fyrir fötluð börn í nýja hús-
inu.
I búnaðarsögunni hefst nú nýr
kafli, Guðmundur gerist skógar-
bóndi og einn aðalhvatamaður að
stofnun Norðurskóga. Guð-
mundur hafði allan sinn búskap
sinnt skógrækt. Ljóst var að trjá-
gróður átti gott á Egilsá og tré náðu
þar miklum vexti. Stór flæmi voru
nú tekin undir skógrækt. Á hveiju
ári vann Guðmundur meira og
minna að trjáplöntun utan 2-3 hin
síðustu að hann hafðist ekki að. Það
hygg ég að séu fa dæmi ef nokkur
að bóndi búi í 70 ár.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Guðmundi á Egilsá fyrir áratuga
nágrenni og vináttu. Ef einhvers
þurfti með var hann boðinn og
búinn að koma til hjálpar.
Árlega var skiptst á jólaboðum
milli bæjanna og síðast í fyrra
sátum við jólaboð hjá öldungnum,
þá og fleiri jól aðstoðaði hann,
afabarnið Anna María
Guðmundsdóttir. í stórmerku
viðtali ffá í sumar, sem birtist ekki
fyrr en degi eftir andlát hans segist
hann ætíð hafa varðveitt barnið í
sér. Jólabarnið í sér varðveitti hann
sérstaklega vel. Mér fannst hann
ætíð taka á móti jólunum af
hátíðleik og fögnuði barnsins.
öllum skepnum vildi hann gefa
sérlega vel um jól. Kappkostaði og
jafúan að ná öllu fé á hús fyrir
hátíðar.
Eitt smá Ijóð Guðmundar hefst
þannig: „Blámi er yfir þótt skefli
skafl.”
Annað Ijóð hans byrjar svo:
„Langt ffarn á Lambárfjalli Ijóð í
þögninni grær”.
Fyrri Ijóðlínan Iýsir lífsviðhorfi.
Hversu dimmt sem var í kring og
þungt fyrir fæti, vissi hann að élin
birta upp og ffarn úr taki, og hann
sá jafnan fyrir sér bláman sem yfir
var. Hann var hamingju niaður í lífi
sínu og starfi. Hann var skáldið sem
átti sína á og sinn dal. Hann gekk
grónar hlíðar Dalsins sem gáfu
honum viðurværi, og hann gekk
einnig fjöllin þar sem ljóðin gróa í
þögninni.
Blessuð sé minning Guð-
mundar á Egilsá.
Gummr Oddsson
LAUS STAÐA
Vantar konu til starfa í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Um er að ræða 100% starf.
Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni
■ síma 453 5098
s_____________________________________________á
Flísar
-flotgólf
múrviðgerðarefni
AÐALSTEINN J.
MARÍUSSON
[ Sími: 453 5591 « 853 0391 « 893 0391 J