Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 24

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 24
16 Feykir 44/2004 Viðtal við Vöndu Sigurgeirsdóttur og Jakob Frímann Þorsteinsson Mikið skreytt í Jólatúninu Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir er þjóðþekkt fyrir störf sín að íþrótta- og æskulýðsmálum. Hún fluttist fyrir skömmu ásamt eiginmanni sínum, Jakobi Frímanni Þorsteinssyni og tveimur börnum, aftur heim á Krók eftir stutt stopp í Reykjavík. Þetta er í annað skiptið sem Vanda flytur heim. Feykir tók þau tali. Afhverju fluttuð þið hingað aftur? Helsta ástæðan var að okkur langaði að vera nálægt foreldr- um Vöndu og fjölskyldunni allri. Auk þess leið okkur mjög vel þegar við bjuggum hér síðast (2000 til 2002), hér er gott að vera, sérstaklega með börn. Við metum líka mikils að búa nálægt náttúru og fjarri ys og þys höfuðborgarinnar. Það var einnig mikilvægt fyrir okkur hafa góða vinnu og við erum bæði mjög ánægð í okkar störfúm. Ekki má heldur gleyma mikilli hvatningu frá matar- klúbbnum okkar. Þau voru duglega að láta okkur vita hvað væri gott að búa hér og við ættum endilega að flytja aftur. Hápunktur flutninganna var þegar meðlimir klúbbsins neyddust til að standa við orð sín únt að flytja okkur heim. Flutningabíllinn kom hingað á sunnudegi en við kontum ekki fyrr en næsta dag. Guðný Guðmundsdóttir stjórnaði því frændfólkinu og hér var allt borði inn á svipstundu - og enginn fékk að fara inn á skónum, sem hlýtur að vera einsdæmi í flutningum. Hvernig taka Skagfiriðingar ykkur, finnst ykkur þið vera að koma heim? Skagfirðingar taka okkur mjög vel, enda upp til hópa yndislegt fólk. Okkur fmnst við sann- arlega vera kontin heim og ennþá er fólk að stoppa okkur í Skaffó og bjóða okkur velkomin heim. Það er alltaf jafn gaman að heyra það. Vanda þú ert að vinna í Kennaraháskólanum en ert staðsett hér, hvernig gengur það upp? í fýrsta lagi gengur það upp vegna jákvæðni og framsýni rektors Kennaraháskólans Ólafs Proppé sem gaf mér leyfi til að taka vinnuna mína með mér hingað norður. Ég verð alltaf þakklát fýrir það. Vinnan sjálf gengur vel, ég kenni eingöngu í fjamámi og þarf því aðeins að fara suður að meðaltali þrjá daga í mánuði. Annars vinn ég heima og sit við tölv-una. Það er helst að Linda hjá Póstinum finni fýrir þessu því hingað streyma verkefni og próf frá nemendum og það er oft erfitt að koma þessu öllu inn um bréfalúguna. Pokinn henn- ar hlýtur að hafa þyngst tölu- vert. Jakob þú ert að starfa í Upp- lýsingamiðstöðinni Norður- lands vestra í Varmahlíð. Eigum við einhverja ónýtta möguleika á þessu sviði? Já svo sannarlega. Núna er Upplýsingamiðstöðin okkar opin allt árið og það styrkir forsendur fýrir ferðaþjónustu á svæðinu allt árið. Öll upplýs- ingaöflun verður betri og möguleikar opnast á fjölbreyt- tari leiðum til upplýsinga- miðlunar. Við erum öll í ákveðnum skilningi ferðamenn og viljum fá góðar upplýsingar um það sem er að gerast í okkar samfélagi. Vonandi getur Upplýsingamiðstöðin stuðlað að betri þjónustu á þessu sviði. Hlutfall ferðamanna sem ferð- ast á eigin vegum hefúr aukist mikið og fýrir þá eru upp- lýsingamiðstöðvar mikilvægar því segja má að þeir séu sínir eigin farastjórar. Ekki má gleyma því að hjá okkur er einnig sala á skag- firsku handverki unnu af félögum í Alþýðulist. Sam- starfið við fólkið í félaginu er mjög ánægjulegt og handverkið gefur þessari Upplýsingamið- stöð ákveðna sérstöðu. Verkefnin framundan eru fjölmörg. Ég er að taka mín fýrstu skref og á eftir að læra margt og kynnast mun betur þeim fjölbreyttu möguleikum sem eru á sviði ferðamála á Norðurlandi vestra. Ég vil líka nota tækifærið á að hvetja fólk í ferðaþjónustu að hafa samband og koma til okkur upplýsing- um um sína starfsemi. Góð upplýsingamiðstöð byggir á góðu gagnkvæmu samstarfi. Hvernig upplifið þið muninn á jólum hér og annarsstaðar? I sjálfú sér er ekki mikill munur á jólahaldi á fslandi, aðal málið er að hafa það gott í faðmi tjöl- skyldu og vina. Mesti munurinn fýrir okkur eru skreytingarnar. Við bjugg- unt í fjölbýlishúsi í Reykjavík og þar var skellt upp einni seríu á svalirnar. Það gengur ekki alveg í Jólatúninu... Við höfúm haft mjög gaman af þessu en Kobbi var næstum búinn að ganga ffá sér við skreytingarnar því hann datt á hausinn ofan úr stiga og lemstraðist töluvert. Annars tökum við þessu bara rólega og látum okkur líða vel á aðventunni. Ef jólkortin frá okkur koma seint eða ekld þá er kannski rétt að óska landsmönnum öllum gleði- legra jóla, takk fýrir góðar stundir og farsældar á komandi ári. Hvað verður í matinn á jólunum? Vanda borðar ekki hambor- garahrygg þannig að á aðfan- gadag verður tvíréttað, lam- bahryggur og kalkúnabringur. I hádeginu er hugmyndin að hafa hrísbúðing með möndlu að hætti Ásgerðar mömmu Kobba. Síðan er hangikjöt á jóladag og að sjálfsögðu eru smákökur, konfekt og eitthvað spennandi frá Kjötkrók á boðstólnum yfir jólin. Hver gerir hvað í eldhúsinu? Kobbi eldar, Vanda bakar og við hjálpumst að við að ganga ffá. Uppþvottavélin vaskar upp. Vanda skúrar og moppar og það gerir María Dröfii líka en hún er bjargvættur heimilisins og kemur og þrífúr einu sinni í viku. Börnin borða aðallega í eldhúsinu, okkur hefur ekki tekist að virkja þau í neitt annað. Heimasætan Þórdís Dóra prinsessa er alltaf svo undarlega þreytt þegar hún er beðin um að hjálpa til. Vonandi að það eldist af henni. Þorsteinn Muni lærir reyndar nær alltaf í eldhúsinu enda er eldhúsið hjarta heimilisins. Besta og versta jólalagið? Vanda: Komin með leið á Jólahjól, fæ alltaf fiðring þegar ég heyri Do they know it's Christmas. Hugsa til allra hör- munganna sem allt of mörg börn í heiminum lifa við. Ó helga nótt er sérstaklega fallegt. Kobbi: Man yfirleitt hvorki nöfn á lögum eða texta. Bjart er yfir Betlehem er nokkuð klassískt. Svo er ég mjög spen- ntur fýrir sálmapötunni hennar Ellenar Kristjánsdóttur. Ekki má svo gleyma jólalaginu með Skrám sem ég man ekki hvað heitir en í laginu kernur oft fýrir ”kæri Jóli”. Eruð þið trúuð? Já. Hafið þið séð alvörunni jólasvein? Afi Muni er óttarlegur jóla- sveinn. Góðhjartaður, stríðinn, kemur oft í óvæntar heirn- sóknir og laumar góðgæti að börnunum. Hvort er Guð karl eða kona? Guð er bæði karl og kona. Hvernig voru ykkar fyrstu jól saman? Þau voru með foreldrum Jakobs í Giljalandi í Reykjavík. Vanda keyrði heim í Hraun- bæinn kl. 17.55 til að sækja rab- babarasultu, sem var ekki til í Giljalandinu. Lambakjöt án rabbabarasultu gengur einfald- lega ekki upp. Jakob þurfti að leita um allt hús að jólagjöf- unum sínum, sem voru 5 talsins og faldar víða. Vís- bendingar í visuformi vísuðu á felustaðina. Okkur minnir að við höfum farið til Rósu og Guðna, fyrrum Hofsósinga, í kvöldkaffi. Við gáfum hvort öðru sörnu jólagöfina þessi jól, skiði, og næstu fjögur jól hittist þannig á að gjafir okkar til hvors annars voru þær sömu. Samrýmd með eindæmum. Eftirminnilegustu jólin? Eftir að við eignuðumst börnin okkar hafa jólin verið eftir- minnileg. IJessi barnslega gleði veitir jólunum aukið innihald. Vanda, á tímabili varst þú orðuð við stjórnmál, ætlaðu í framboð? Nei, mér fannst hundleiðinlegt í pólitík, þó ég hafi sterkar skoðanir á mörgum málum. Það væri miklu frekar að Jakob færi, hann yrði að mínu mati ffábær stjórnmálamaður. Að lokum: Ungum er hvað allra best? ... Að mæta á réttum tíma á fót- boltaæfingu. ... Að kaupa jólagjöfina handa mömmu, pabba, afa og ömmu í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. ... Að halda með Chelsea. ... Að vera heiðarleg við sjálfan sig og aðra. ... Að vera dugleg að vera úti að leika sér.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.