Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 5

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 5
44/2004 Feykir 5 Jólahladborð Ola í Úlafshúsi Hráa smálúðan sló í gegn Það var heilmildð umstang hjá starfsfólki Ólafshúss á laugar- daginn en þá stóð Óli vert fyrir glæsilegu jólahlaðborði íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Um 500 manns víða að af Norðurlandi mættu í góðum gír, kýldu vömbina, nutu skemmtiatriða og dönsuðu svo fram á kolsvarta nótt undir ljúfum tónum Hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar. Óli sagði alla hafa farið glaða og í ánægða heim að lokinn vel heppnaðri veislu. Um 500 manns gæddu sér á 20 rétta hlaðborði Óla i Ólafshúsi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. Fólk skemmti sér fram á rauða nótt en veislustjórn var i höndum Gunnars Rögnvaldssonar og Jóns Halls Ingólfs- sonar sem gáfu Hauki Haukssyni ekki eftir. Það þarfað hafa hraðarhendurþegar verið erað servera i stórveislum sem þessarí. 33 starfsmenn voru við veisl- una í íþróttahúsinu og að sögn Óla voru allirkomnirmeð á diskana eftir 41 minútu. Ný Ijóðabók eftir Sigurlaug Elíasson Lesarkir landsins Hjá Máli og menn- ingu er komin út Ijóðabókin Lesarkir landsins eftir Sigur- laug Elíasson. Sigurlaugur er mynd- listarmaður og rithöf- undur, búsettur á Sauð- árkróki. Lesarkir lands- ins er áttunda ljóðabók hans en fýrsta bók hans, Grátónaregnboginn kom út 1985. LESARKIR LANDSINS -suðurárbotnar- Tær vatnsgnótt rennslið strítt gáski í strengjum en stilla á hyljum dimmir speglar. Buldrið við bakkann það er ferðaþula lindanna og nú hækkar sólin kliðinn frá þessu undursamlega orkuveri - lífsafl mýsins. Lítið sumarnámskeið í lestri og skilningi skráning fer fram á árbakkanum Fyrirtækin svara íbúunum á sambýlinu Fellstúni aflient gjafabréf Afrakstur af spurningakeppni kvenfélaganna Fyrir- tækin svara, sem fram fór í vor, var afhentur íbúunum á sambýlinu í Fellstúni 5 á Sauðárkróki á dögunum. Ibúar sambýlisins Fellstúni 5 voru hæstánægðir með styrkinn. Aldursforseti íbúanna, Vald- imar Björnsson, veitti gjaf- bréfinu viðtöku en ágóðinn af keppninni nam kr. 194.933 . Þetta var í annað sinn sem spurningakeppnin er haldin en það eru kvenfélög Rípurhrepps, Skarðshrepps og Skefilsstaða- hrepps sem hafa veg og vanda af keppninni. Kvenfélögin vilja koma á framtæri þakklæti til fyrirtæk- janna sem tóku þátt í keppninni og allra þeirra sem lögð hönd á plóginn og st)-rktu kepnnina á einn eða annan hátt. Sérstakar þakkir fá þeir Björn Björnsson, sem samdi spurningarnar, og Jón Hallur Ingólfsson, sem var kynnir á keppninni, en þeir féla- gar gáfú vinnu sína. Rétt er að rifja upp að sveit Vélaverkstæðis KS sigraði keppnina í fýrra en í ár stóð sveit Ráðhússins uppi sem sigur- vegar. Góðir gestir heimsækja eldri borgara Spilað og sungið Eldri borgarar á Sauðárkróki hafa aldeilis fengið fínar heimsóknir á undanförnu. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar spila á Dvalarheimili aldraðra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.