Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 6
6 Feykir 44/2004 Jón Ormar Ormsson skrifar__________ Á sjöttu síðu um dag og veg Króksarar koma saman Römm er sú taug Fyrir sunnan er góður hópur fólks, burtfluttra Sauð- krækinga, sem hittist um það bil einu sinni í mánuði heima hjá hvert öðru, og borðar saman morgun- verð. Frá vinstri: Þórdis, Jónas, Katrín, Jón, Anna Rósa og Oddur. Jón Asbergs- son flytur tölu. Ekki er langt liðið á nóvember ár hvert þegar lesa má og heyra að nú fari óðum að styttast til jóla. Stundum fer umræðan af stað, eins og það er kallað, um að þetta sé of snenrma af stað farið með undirbúning. Mun hér átt við það auglýsingaflóð sem þá fer af stað í prent og ljósvakamiðlum. í landslögum mun ekkert um það að finna að þeim sem á annað borð stunda verslun og viðskipti sé ekki leyfilegt að fara að auglýsa jólavörunar með sumarkomunni, ef þeir telja hag sínum vel borgið með þeim hætti. í þessu sem öðru hlýtur það að fara eftir okkur sjálfum, með hvaða hætti við bregðumst við auglýsingum. Og ef ekki væru jól með öllum sínum kaupskap og tilstandi er hætt við að það sem kallast verg þjóðarframleiðsla yrði fýrir umtalsverðri skerðingu og þar með þjóðarbúið í heild sinni. Þannig. En hætt er við að marg- ir sem hugðust hafa jólin að uppgripi fyrir efnahag sinn, fagni ekki feng að loknum kaupskap. Og mörgum mun reynast þungt að greiða þann reikning sem stofnað var til í undirbúningi að jólahátíð. En það er í þessu sem öðru, ákvörðun hvers og eins í hvaða kringumstæður hann setur líf sitt. Þegar aðventan gengur í garð hefur kirkjan undirbúning sinn að jólum. Hér í Skagafirði hefiir það á seinni árum færst í vöxt að haldin séu aðven- tukvöld í kirkjum prófast- dæmisins. Og þessu ber auð- vitað að fagna. Kirkjan er öðru fremur samfélag manna um þann boðskap sem jólabarnið sjálft gaf okkur. Og það kann að vera leyndardómurinn mikli um jólin hvernig við tökum þeirri gjöf. Stund á aðventunni í kirkju sinni gefur fólki kost á að hugleiða bug sinn og þær gjafir sem það ætlar að gefa á jólum. Það hugarfar sem býr þeim að baki. Þegar blaðað er í ævisögum um frásagnir af jólum, kemur vcl í ljós hversu íhaldssöm við erum unr jólahald. Þar þarf hver hlutur að vera á sínum stað, nteð sama hætti og alltaf áður og allt þarf að fýlgja föstum skorðum unt tíma og athöfn, annars eru ekki jól. Að breyta út af vana þykir mörgum sem helgispjöll. Að sjálfsögðu er þetta blekking að nokkru leiti. Sá þátttakandi sem segir frá jólahaldi, eldist með hverju ári og um leið viðhorf hans, þarfir og óskir. Grannt skoðað kann það að vera hugarfarið eitt sem ekki breytist. Kannski kemur þetta vel ffam í Ijóði Jakobs Smára; Ó, Jesú, barii, þú kemur nú í nótt/ og núlœgð þína ég í hjarta finn. /Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt/ í kortin jafnt og hallirfer þú inn. Við þennan texta setti Eyþór Stefánsson gullfallegt lag sem syngja ber í öllum skagfirskum kirkjum um hver jól. En það er ekki allur góður skáldskapur sunginn um jól. Jólin 1891 eftir séra Matthías, er einhver fallegasta lýsing á jólum sem um getur; Fullvel nmn ég fínnntíu ára sól/fullvel meir en hálfrar aldarjól,/ man þaðfyrst, er sviptur allri sút/ sat ég barn með rauðan vasaklút. Og þau jól, sem séra Matthías lýsir í þessu ljóði sínu leita oft á huga í aðdraganda jóla. Steinn Steinarr orti líka um jólin. Það kvæði heitir Jól og birtist í bókinni Ferð án fyrirheits. Þá var erfitt hjá skáld- inu eins og lesa má í ævisögu hans og niður lag kvæðisins ber ljósastan vott um. En upphaf þessa kvæðist er tær lýsing á því hugarfari sem við leitum hver jól; Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust/ á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snœþakta lands./ Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust/ og huggar með fagn- aðarsöngvum hvert angur manns. Það mun sennilega rétt hjá skáldinu að jólin séu sii hátíð senr eru hjartanu skyldust. Megir þú lesandi góður finna þau jól og njóta þeirra jóla sem hugur þinn leitar. Gleðilegjól! Jón Ormar Þetta fólk á það sameiginlegt, að hafa eitt bestu árum æfi sinnar á Sauðárkróki og sett nokkurn svip á bæjarlífið á árunum 1975 til 2000. Fólkið flutti svo suður á malbikið og hvarf til annara starfa eins og títt er með svo marga nú um stundir. Það er margt rætt á þessum morgunverðarsamkomum, en fyrst og fremst er bollalagt um nýjustu fréttir af Króknum og rifjaðar eru upp garnlar minn- ingar frá gömlu góðu dögunum. Hópurinn var upphaflega saumaklúbbur sem kallaði sig Sigurjón-Jónas. Nafnið var kontið af því að karlmennirnir í hópnum heita annaðhvort Sigurður eða Jón, nema þeir sem heita Jónas eða Sigurjón, eða hreinlega Sigurjón Jónas. Stílbrotið er þó það að einn heitir Oddur og annar Birgir, en það hefúr aldrei haft áhrif á nafngiftina. Hópurinn samanstendur af 10 pörum og af þeim eru 7 flutt frá Sauðárkróki, en þau 3 pör sem búa á Króknum vita alltaf af laugardagsmorgunstundun- um og taka þátt, ef þau eiga leið um höfúðborgina á þeim tíma. Þessi hópur hittist líka einu sinni á surnri, helgina fyrir verslunarmannahelgi og gerir sér glaðan dag. Myndin sem hér birtist er tekin í desembermorgunverðinum 2003 á heimili Önnu Rósu og Sigurðar og greinilegt að það er Jón Ásbergsson sem flytur pistil dagsins. Efiti pist-ilsins voru minningar Jóns unt viðbrögð bæjaryfirvalda við óspektum á gamlárskvöld, en Jón var formaður skólanefnd- ar á þeirn tíma sent rétt þótti að taka á þessu svo kallaða vandamáli og var sem slíkur kallaður í varalið lögreglunar. Þau sem rnynda þennan hóp eru: Jónas Snæbjörnsson forstöðumaður Vegagerðar- innar á Sauðárkróki og kona hans Þórdís Magnúsdóttir dönskukennari í Fjölbrauta- skólanum; Birgir Guðjónsson læknir á Sauðárkróki og Soffía Daníelsdóttir sem vann í Bún- aðarbankanum; Jón Jakobsson byggingameistari á Hlyn og Kristín Guðbrandsdóttir sent lengi vann hjá Páli tannlækni: Sigurður Ágústsson rafveitu- stjóri og Anna Rósa Skarp- héðinsdóttir sem kenndi við Gagnfræðaskóla Sauðárkróks; Jón Ásbergsson forstjóri Sútunarverksmiðjunar Loð- skinns og María Dagsdóttir hjúkrunarfræðingur: Oddur Eiríksson í sútunarverksmiðj- unni og Katrín Finnbogadóttir ritari í Fjölbrautaskólanum. Þau í klúbbnunr sem búa hér fýrir norðan eru Jón frá Reynistað og Sigurbjörg kenn- ari, Sigurjón Gestsson í sund- lauginni og Svanborg Guð- jónsdóttir starfsmaður sjúkra- húss og bændurnir Sigurður og Ingibjörg í Vík. Hópurinn sendir gömlum vinum á Króknum bestu jóla- og nýárskveðjur. Börnin við jötuna Börnin taka virkan þátt í undirbúningi jólahátíðarinnar eldd síst í kirkjunni. Þessi mynd var tekin á aðventukvöldi í Barðskirkju á dögunum þar sem börn úr leik- og grunnskólanum á Sólgörðum fluttu helgileik og tóku einnig virkan þátt í söng við athöfnina. mynd ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.