Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 23

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 23
44/2004 15 Frá Þorljótsstöðum í Vesturdal 19. september 2002. Syðri-Klauf við Hofsá og út frá henni Flatirnar. aðalengjaland Þorljótsstaða. áreiðanlega mun betri á land- námstíð og landið algróið til fjalla. Víst má telja að Heklu- gosið 1104 hafi orðið afdrifaríkt þessari framdalabyggð. Líklegt er að hún hafi lagst af með öllu meðan land var að jafna sig og þá e.t.v. ekki byggst aftur nema að litlu leyti. í kjölfar slíkra áfalla fylgdu oft harðindi og óáran sem leiddu til skepnu- fellis og síðan manndauða. Þá rýmkaðist um jarðnæði í meginbyggðum. Hvernig gastu fúndið þessa týndu bæi? Til forna voru fjórir bæir fram- an við Þorljótsstaði austan megin árinnar. Kunnugt var um þrjá þeirra en einn var týndur. í svokölluðum Reit voru líka fjórir bæir, en það er landsvæði á móti Þorljóts- stöðum, vestan Hofsár, milli Hrafnsgils að norðan og Fossárgils að sunnan. Þessir bæir voru allir týndir, helst að menn hefðu spurnir af Skógum en þó gat enginn vísað á þá nákvæmlega. Haustið 2002 fór Guðsteinn í Laugardal með mér ríðandi ffam í Reit og fúndum við þá Skóga eftir talsverða leit. Minjar um þá voru greinilegar á yfir- borði, nærri efst í gróðurlend- inu nokkru framar en á móti Þorljótsstöðum. Erfiðara var með Fossa, Hrísastaði og Miðmundarlæk. Ég flaug yfir svæðið og fór nokkrar göngu- ferðir til að leita þessara bæja en hvergi sáust á yfirborði glögg ummerki um húsatóftir. Þarna er víða mikið hríslendi en loks var ég búinn að sigta út eina 4- 5 staði sem ég taldi verulegar líkur á að geymdu tóftir í jörðu. Loks var það í júlí s.l. að ég fékk með mér Þór Hjaltalín minjavörð og Guðnýju Zöega fornleifafræðing hjá Byggða- safninu, ásamt Helga Jónssyni jarðfræðinema á Náttúru- stofúnni. Og að fengnu leyfi landeigenda og fornleifavernd- ar fórum við ffam í Reit og grófúm þar á fjórum stöðum. Árangur varð næstum eins og hann gat bestur orðið. í ljós kom að í þrernur könnunar- skurðum sem við grófum voru greinileg ummerki torfveggja. Þar með var staðfest tilvist mannvirkja á þessum stöðum og þá líklega fúndnir bæirnir Fossar, Hrísastaðir og Miðmundarlækur. Þetta eru svosem ekki einu fornu búsetusvæðin sem kom- ið hafa í leitirnar í Lýtings- staðahreppi. Ég get t.d. nefiit miðaldabæ í landi Mælifells ffammi í Haukagilsheiði, niður við Stafnsgil, og mjög forvitni- legt byggingarsvæði á Hæðar- nesi langt ffammi á Goðdala- dal. Báðir þessir staðir eru í rúmlega 400 metra hæð yfir sjá- varmáli. Hvað Austurdalinn varðar heflir verið álíka fornbyggð þar, þó líklega fleiri bæir. Hana tek ég til athugunar í næstu bók. Hvaða bindi kemur svo næst og hversu mörg eru eftir? Nú liggur fýrir að taka Akrahreppinn. Hann er svipaður I.ýtingsstaðahreppi að stærð og mun fylla tjórða bindi Byggðasögunnar. Mér sýnist að Byggðasagan verði í allt 8 bindi. í fimmta bindi verða Rípur- hreppur, Viðvíkurhreppur og Hólahreppur. í sjötta bindi kemur Hofshreppur. Hann er mjög stór. Sömuleiðis Fljóta- hreppur sem einnig fyllir heilt bindi. Þá er eftir Fellshreppur sem er lítill. Ég hygg að best verði að hlaupa yfir hann og setja í áttunda og síðasta bindið en þar munu koma mjög ítar- legar nafnaskrár, yrf'i r ábúendur og önnur mannanöfn, staða- nöfii og atriðisorð. Þessar skrár eru lykilatriði til þess að hægt verið að nota þetta mikla safnrit til allskonar úrvinnslu upplýs- inga. Það munu aðrir gera síðar meir. Heldur þú að þér muni endast Uf og starfsþrek til að ljúka við öll bindin? Ef ég má sjálfúr ráða mun svo verða. Nú er búið að vinna ákveðna verkþætti fyrir allt héraðið, svosem ábúendatal, drög að jarðalýsingum og töflur um fólk og áhöfn. Ég er nú að mestu orðinn einn við byggða- söguritunina og held það kannski raunhæft að koma frá mér tveimur bókum á fimm árum. Við skulum segja að miðað við óbreyttar ástæður muni taka 12 ár til viðbótar að klára þetta. Byggðasöguritunin mun þá taka 20 ár. Svona útgáfa lilýtur að vera dýr. Varla stendur hún undir sér? Það er alltaf afstætt hvað er dýrt. Það kostar kannski 100 miljónir að gera upp eitt hús, sem grotnar svo aftur á nokkr- um áratugum. Ég leiði hjá mér að reyna að reikna út hvað Byggðasagan muni kosta, ég hirði bara kaupið mitt. En hvað á ég að segja. Prent- kostnaðurinn einn á þessu bindi er hátt í 6 milljónir fyrir utan virðisaukaskatt. Þá er eftir öll vinna við að búa til efúi bókarinnar. Ef allt er talið má hugsa sér að meðaltalskostn- aður sé 150-200 þúsund á -hverja jörð miðað við núver- andi verðlag. En þessir pen- ingar munu skila sér að veru- legu leyti aftur í sölu bókar- innar. Þó held ég aldrei hafi verið reiknað með að útgáfan yrði gróðafyrirtæki peninga- lega. Það er fyrst og fremst verið að hugsa urn að skapa menn- ingarverðmæti en sú heimilda- vinna og upplýsingasöfnun sem hefur verið unnin mun síðar nýtast á marga vegu, t.d. í ferðaþjónustu, fornleifaskrán- ingu og landskipulagsvinnu ýmis konar. Eru allir ánægðir með þessa byggðasögu? Það er sjálfsagt misjafnt og sumir láta sig þetta auðvitað litlu skipta en eftir að fyrsta bókin kom út hef ég ekki heyrt talað um að ætti að hætta við þetta verkefni. Ég hef fengið ótrúlega góðar og jákvæðar viðtökur en ég hef líka sem betur fer fengið ákúrur fyrir vitleysur. Það er nauðsyn- legt að fá ábendingar um skekkjur og hollt að hlusta á réttmæta gagnrýni. Annars er maður í stórri hættu með að ofmetnast. Menn geta orðið dálítið hreykslaðir á að sjá rangt farið með hluti sem þeir sjálfir vita og þekkja. En það er afskaplega auðvelt að gera skekkjur. I svona verki eru tugþúsundir atriða sem þarf að gæta að séu rétt, og það tekst aldrei að sigla fyrir öll sker. Sú vinnuregla er viðhöfð að senda alla jarðartexta til skoð- unar hjá ábúendum eða ein- hverjum kunnugum áður en gengið er ffá þeim til prentunar. Þannig fást margar leiðrétt- ingar. En þó að takist að leið- rétta fjölmörg atriði eru samt alltaf einhver sem fljóta fram hjá. En mér er bæði ljúft og skylt að þakka þær móttökur sem ég fæ á bæjum. Ég heim- sæki hverja einustu jörð og kem oftlega á sumar. Ég verð að fá lágmarks yfirsýn á landið og nýti mér einnig mikið munn- legar upplýsingar heimilda- rnanna. f þessari bók er fullt af skemmtilegum innskots- greinum og sögum. Segðu okkur nú eina góða sögu úr bóldnni að lokum. Þar er nú af töluvert mörgu að taka þvi eins og þú segir er drjúgur hluti bókarinnar inn- skotsefni þar sem ég leiði fram ýmis konar efni er tengist jörðunum. Þetta geta verið þjóðsögur, vísur eða frásagnir ýmis konar af körlum og kerl- íngurn. Kannski ég segi þér eina af Símoni Dalaskáldi. Álftakólfurinn úr Kálfa- tjörn. Símon Dalaskáld átti lengi við veikindi að stríða sem að hluta til voru af geðrænum toga. Á árunum fyrir alda- mótin 1900 var hann húsmaður í Gilhaga. Þá var samtíða honum þar annar húsmaður, Lárus Þorsteinsson sem búið hafði á Tunguhálsi og var faðir Elínborgar skáld- konu. Símon leitaði margra ráða til að bæta heilsu sína og ekki trútt um að sumir gerðu sér smágaman að. Eitt var það að hann fann upp á að taka inn pipar og fannst fróun í að brenna sig innan með honum. Þá kom að því að séra Vilhjálmur í Goðdölum trúði Símoni fyrir því að það væri eðli piparsins að hann deyfði allar tilfinningar manna, þar á meðal til kvenna. Þannig hafi munkar notað pipar af þessum ástæðum og fyrir það séu þeir sem aldrei kvænist kallaðir piparsveinar. Símoni brá mjög við þetta, hætti piparneyslunni þegar í stað og var í öngum sínum um sinn. Lárus tjáði honum þá að reynandi væri fyrir hann að borða lauk því hann verkaði alveg öfLigt við piparinn. Eftir þetta notaði Símon lauk í mörg ár til að viðhalda náttúrunni. Um nokkurt skeið tók hann inn púður uppleyst í brennivíni og hugði að herða með því skapið til varnar veikinni. Margt var honum fleira ráðlagt. Eitt var að drekka seyði af álftakólfi sem er rótarstöngull reiðingsgrass. Lárus sagði Símoni að álfta- kólfúr væri í Kálfatjörn. Símon lagði strax á Jörp og reið að Kálfatjörn. Þegar hann kemur heim aftur er hann holdvotur upp í mitti og heilsar hverjum manni sem hann mætti með þessum orðurn: „Þetta er ankotanþ vitleyþa, það er enginn álftakólfur í Kálfa- tjörn." Kom þetta ávarp flatt upp á þá sem ekkert vissu um tildrögin. Lárus kímdi að þessu og sagðist vera hræddur um að Símon þekkti ekki álftakólf eða hefði ekki leitað nógu vel. En Símon lagði fæð á Lárus. Nokkru síðar kom Lárus fram- an úr Vesturdal og reið þá niður að Kálfatjörn. Þegar hann kom í baðstofuna í Gilhaga rétti hann Símoni stórt bindi af álftakólfi. Símon spratt upp og tók við fegins- hendi og sagði: „Hafðu bleðþaður gert." Og hélst vinátta þeirra upp frá því söm og áður. Hraunþúfugil I Vesturdal. Hraunþúfurani teygir sig fram í forgrunni myndar milli Runukvíslar og Hraunþúfuár. Vinstra megin er Hellishlíðin og Hraunþúfustapinn er gengur þar lengst fram en á móti honum er Hólófernishöfði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.