Feykir


Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 15.12.2004, Blaðsíða 8
Úr einu í annað - afkynnum við Jóhann Sigurjónsson og fleira gott fólk :: Fyrri grein Það er upphaf máls að ritstjóri bað að skrifað yrði um bók Jóns Viðars Jónssonar, Kaktusblómið og nóttin, þar sem efni hennar tengdist Skagafirði á sérstakan hátt. Þessu var umsvifalaust hafn- að enda undirritaður til flestra hluta betur fallinn en skrifa gagnrýni, þótt hann hafi á sínum tíma látið tilleiðast að skrifa um kvikmyndir í Morgunblaðið. Og er önnur saga. Það varð hins vegar að samkomulagi að í jólablaði yrðu nokkrar línur um Jóhann og Skagafjörð. 8 Feykir 44/2004 En þá fyrst nokkur orð um bók Jóns Viðars Jónssonar. Kaktusblómið og nóttin, unt ævi og skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar er ekki ævisaga í þeint skilningi sent venjulega er lagður í það orð. Þó verður ævi Jóhanns tæplega gerð betri skil. betta er ekki bókmen- ntasaga í þeim skilningi heldur og þó verður skáldskap Jóhanns trauðla gerð betri skil. Jón Viðar hefur lagt mikla vinnu í leit að heimildum um Jóhann og segja má að á hverri síðu sé fróðleikur sem konti á óvart. Ekki síst ýmsar tengingar við samtímann. En þegar miklum fróðleik er safnað saman er oft hætt við að menn týnist í fræðunum og haldi illa þræði eins og stun- dum er tekið til orða. En þetta verður Jóni Viðari ekki að fótakefli, bókin er einstaklega skemmtileg aflestrar. Og þegar bók er lokið aftur að lestri loknum er maður ekki aðeins fróðari um Jóhann Sigurjóns- son, skáldið og manninn, held- ur um einnig stórum fróðari um samtíma hans og samferðamenn. Reyndar mcrkilegt að bókin skuli ekki hafa verið nefnd til hinna íslen- sku bókmenntaverðlauna, en menn kalla nú ekki allt ömmu sína í þeinr efnum. Og er önnur saga. Skagafjörður og Skagfirð- ingar konta að vonum oft við sögu í bók Jóns Viðars; Jóhann dvaldi hér á Sauðárkróki til undirbúnings skólagöngu við Lærðaskólann; hann sótti yrkisefni hingað í Skagafjörð og dvaldi á Hólum þeirra er- inda m.a. og hann liugði á stór- framkvæmdir við Höfðavatn. Hér verður efni bókar Jóns Viðars ekki endursagt, því það væri að stela af mönnum góð- um lestri. Hér verður aðeins stiklað á stóru um það efni hvernig Jóhann Sigurjónsson hefur í ýmsum myndurn sótt okkur Skagfirðinga heim, gegnum tíðina. Séra Árni Björnsson (1863 - 1932) bjó fyrstu prestskapar ár sín hér ekki á Sauðárkróki en flutti hingað árið 1894 og bjó hér í kauptúninu þar til hann fluttist héðan 1913 að Görðunr á Álftanesi. Kona séra Árna var Líney Sigurjónsdóttir 1873- 1953) frá Laxamýri, syst- ir Jóhanns. Hjá þeim dvaldi Jóhann hér er hann var að búa sig undir skólavist í Lærðaskólanum í Reykjavík. Þau séra Árni og Líney bjuggu í húsi sem stóð þar sem nú er Grána. Það hús brann og fóru þar í eld margar opinberar bækur og má um allt þetta lesa í Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Séra Árni var forystumaður í stúkunni hér og stúkan stóð fyrir leiksýningum og henni megum við þakka Gúttó eða Templó. Allar líkur benta til að fyrir þessa stúku hafi Jóhann skrifað sitt fyrsta leikverk, en það verk er nú glatað. Sá sem hér skrifar taldi sig nú margt um þetta fólk vita frá því í grúski á Afmælisári. Það vissi hann þó ekki fyrr en við lestur bókar Jóns Viðars, að þegar prestlaunin dugðu ekki til framfærslu heimilisins fór prestfrúin að stunda sjóróðra! En við dveljum ekld frekar við þetta, né heldur önnur efni héðan úr firði önnur en tvær heimildir, skagfirskar bundnar hugmyndum Jóhanns varð- andi Höfðavatn. Og er þá fyrst að geta frásagnar Björns bónda Jónssonar frá Bæ á Höfða- strönd. Sú frásögn er varðveitt á Héraðskjalasafni ásamt mörgu öðru efni sem Björn lét eftir sig og sýndi þann höfðingsskap að gefa safninu birtingarrétt að þvi efni sem hann sendi þangað. Frásögn heitir Kynni af Jóhanni Sigurjónssyni og varða dvöl Jóhanns að Bæ, sumarið 1919. I frásögninni segir m.a.: „Faðir minn vildi ógjarna að Jóhann væri ntikið einn á ferð, t.d. út við Höfðavatnið sem var hans ánægja að ganga um þegar gott var veður. Jóhann var langt frá því að vera heill heilsu þegar þetta var og einnig flesta daga undir áhrifunt áfengis. Kom það því í minn hlut að vera með honum á þessum gönguferðum. Hann var hár maður, dálítið lotinn- skegglaus, toginleitur, með kónganef svokallað. Hann var hraðgengur og mig minnir að hann hjakkaði dálítið í göngu. Eftir augunt man ég vegna þess að hann setti sér gjarnt að horfa í augu viðmælanda og var tillitið því eftirtektarverðara. Hann var ekki flasgefmn en ljúfur í framgöngu, í raun og veru fór lítið fyrir honum í samneyti við annað fólk. Jóhann hafði töluvert samband við Magnús lækni Jóhannsson á Hofsósi, líklega ffekar vegna þess að hjá honum fékk hann vín. Björn segir síðan að einn Jón Viðar Jónsson við höggmynd Jóhanns Sigurjónssonar í Þjóðleikhús- inu eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara. dag er hann sendur til Magnúsar og þegar hann kemur aftur og hefur í farangri flösku, þá brosti skáldið og sagði; Maður verður að hafa þessa vesöld út sér með ein- hverju. En hér verður ekki frekar farið í þessa heimild, en vikið að Magnúsi Jóhannssyni, héraðslækni í Hofsósi. Það er ekki ólíklegt að þeir hafi rætt fleira en áfengi þegar þeir hit- tust, skáldið og læknirinn. Jóhann hefrir ekki komið að tómum kofanum hjá Magnúsi varðandi leikhús. Magnús hafði gefið sig talsvert að leiklist á námsárum sínum, var m.a. formaður leik- félagsins í Lærðaskólanunt og eftir að hann hóf nám í Lækna- skólanum hélt hann leikstarfi sínu áfrant en þáverandi landlæknir Guðmundur Björnsson amaðist við því og taldi ekki hæfa virðingu læknanema að standa í slíkum skrípalátum. í Skagfirðinga- bók 1999 er afbragðsgrein um Magnús eftir Kristmund Bjarnason og heitir Á fjölun- um austan tjarðar. Þeir sem ekki hafa lesið eiga góðan lestur fyrir höndum. Og þótt það kunni að virðast útúrdúr, þá er rétt að benda áhugasö- mum lesendum á bækur Jónasar Þorbergssonar út- varpsstjóra um miðilsstarf Hafsteins Björnssonar, en Magnús kom þar mikið við sögu. En þá aftur að Höfðavatn- inu. Kristján Linnet (1881- 1958) var sýslumaður Skag- firðinga 1918 til 1924 er hann varð bæjarfógeti í Vestmanna- eyjum. Hann varð þjóðkunnur fyrir gamanmál sín í bundnu og óbundnu máli og orti þá undir höfundarnafninu Ingi- mundur. Þeir höfðu verði samtíða í Lærðaskólanum, Kristján og Jóhann og síðar í Kaupmannahöfit. „Við Jóhann vorum skólabræður, skrifaði Kristján síðar og bætir við- það var þá meira en nafhið tómt. I Blaðamannabókinni 1949 er grein eftir Kristján Linnet sem heitir; Frá Liðnum dögum. Þar segir m.a. frá heimsókn Jóhanns Sigurjónssonar sum- arið 1919 vegna fyrirhugaðara framkvæmda við Höfðavatn. Þar segir m.a. „Þegar Jóhann kom til Sauðárkróks var hann áberan- di sjúkur og leið illa. Veður- farið, kuldinn, bætti ekki úr og jók á vanlíðan, enda orðinn honum fremur óvanur.— Hann gisti hjá okkur hjónum nteðan hann var á Sauðárkróki og var allt reynt til þess að létta

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.