Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 11

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 11
45/2006 Feykir 11 Sálarfrædiprófessorinn og lífskúnstnerinn Sigurjón Björnsson í spjalli i/ið Feykismenn „Ekki var neinn að rekast í því á hvaða gangi ég færi" „Á minum fyrstu árum sem praktiserandi sálfræðingur fór fólk með þaó eins og mannsmorð ef það þurfti að leita til sálfræöings." Myndir: ÁG/SDÞ Eins og farfuglarnir kemur Sigurjón Björnsson norður á vorin og dvelur sumarlangt. Hann erfyrrverandi prófessor í sálarfræði við Háskóla íslands giftur Margréti Margeirsdóttur. Þau eiga sumarhús skammt sunnan við Sauðárkrók. Þar unir Sigurjón sér best, sinnir meðal annars fræðistörfum og þýðir verk Sigmundar Freuds yfir á íslensku. Við bústaðinn er hólf fyrir hesta. Reiðhestur Sigurjóns er eins og hann sjálfur kominn til ára sinna en engu að síður í fullu fjöri. Hugmynd að viðtali kvikn- aði reyndar fyrst er ritstjóri Feykis kom við á reiðtúr hjá Sigurjóni fyrir nokkrunt árum, þáði góðgerðir og fékk hann síðan til að ríða með sér milli bæja. Þá áttum við skemmtilegt spjall um hestaoghestamennsku en Sigurjón er þaulvanur í hestaferðum og útreiðum en lítt gefinn fyrir skrautreið. -Ég hef átt góða ferðahesta en það hafa ekki verið neinir skrauthestar f)TÍr borgina, sagði Sigurjón. Þegar við voruin í útreiðatúrum með félögum í Fáki í Reyjkavík má segja að ég hafi ekki gert mikla figúru þegar þeir voru á þessum hágengu tölturum og sperrtu sig eins og þeir gátu bæði knapar og hestar en ég lullaði áfram á þeim gangi sem var léttastur fyrir hestinn og mig. Fyrstu árin sem við vorum með hross hvarflaði stundum að mér að ég ætti að eiga glæsihesta, hágenga og fasmikla þannig að tekið væri eftir því þegar maður riði hjá. En það fór nú af. Mér þótti vænt um hestana mína, þetta voru vinir mínir og félagar, traustir ferðahestar og hvað átti ég þá að vera að sperra þá í einhvern gang sem þeim líkaði ekki. Þeir máttu bara fara eins og þeim sýndist. Ekki var neinn að rekast í því á hvaða gangi ég færi. Sigurjón fæddist á Ögmund- arstöðum í Staðarhreppi. Móðir hans var Halldóra Friðbjörns- dóttir frá Hvammkoti á Skaga í Skefilstaðahreppi. Faðir hans Björn Björnsson, var fæddur í Skyttudal á Laxárdal Fremri í Austur Húnavatnssýslu. Sigur- jón fluttist til Sauðárkróks ársgamall og ólst þar upp. Á Króknum dvaldi hann fram yfir tvítugt, var í skóla á vetrum en í sveit og vegavinnu á sumrin. Síðastliðið sumar heimsótti ritstjóri Sigurjón aftur og hafði með sér Söndru blaðamann og forláta upptökutæki Við spurðum f)Tst út í uppvaxtarárin á Króknum. -Nútíminn á fátt sameigin- legt með því sem var á þeim tíma, segir hann. Ég man vel eftir árunum milli 1930 og 1940. Það var erfiður tími. Móðir okkar var ein með okkur strákana, mig og Alexander hálfbróður minn. Kreppan var í algle)Tningi, óskaplegt atvinnuleysi og við eins og fleiri höfðum hreint út sagt lítið til að lifa á. Á veturna borðuðum við mest saltfisk og hrossakjöt. Þetta var fábrotinn matur en hollur og sennilega miklu hollari en það sem margir borða núna. Ef til vill eigum við bræður kreppuárum það að þakka að við höfum verið heilsuhraustir um ævina. ...Ég vildi vinna og sjá fyrirmömmu og bróður mínum.... -Var erfitt fyrir móður ykkar að komast af með ykkur strákana? -Við komumst náttúrlega alls ekki af. Ég er sennilega einn af síðustu hreppsómögunum á Sauðárkróki. Við þurftum að þiggja mikið af sveit og það var svo sem ekki sérstaklega ánægjulegt. Að minnsta kosti fannst mér það ekki þegar ég fór að eldast. -Fannstu ekki fyrir því sem krakki? -Jú, jú, maður fann fyrir því. Mikil ósköp. Það voru einstaklingarsem hnýttu í okkur f)TÍr þetta. Það vantaði ekki. En á þessum tíma var lífið afskap- lega hröslulegt á Króknum. Töluverður drykkjuskapur og oft slegist. Eiginlega var aldrei svo ball frammi í sveitinni að ekki brytust út blóðug slagsmál þegar Króksararnir komu. Þetta var ansi hart og hröslulegt líf. Fátækt mikil og allur þorri almennings gekk bókstaflega atvinnulaus allan veturinn. Það var ekkert umleikis fyrr en hægt var að fara róa og afla í soðið á vorin. Síðan var kannski vegavinna og þess háttar yfir sumarið og einhver bæjarvinna að nafninu til. Þetta gerbreyttist þegar herinn kom til landsins. Ég var þá fjórtán ára. Skyndilega var næg atvinna fyrir alla. Margir fóru suður í bretavinnuna en bretavinnan var líka hérna og þetta hafði líka áhrif um allt þjóðfélagið. Hernum fylgdi mikil vinna en líka mikill óstöðugleiki. Ástandið sumarið 1942 var engu lagi líkt. Þá var gríðarleg gengisfelling. Ég réði mig sem línumann við bát norður á Árkógsströnd. Sumar- kaupið átti að duga mér nokkurn veginn til þess að vera í öðrumbekk í Menntaskólan- um á Akureyri urn veturinn. En gengið féll stjórnlaust og þegar upp var staðið um haustið var þetta ekki neitt. Ég varð að hætta við skólagöngu og réði mig í vegavinnu á Vatnskarðinu. Á þremur vikum hafði ég jafn mikið kaup og ég hafði allt sumarið fyrir norðan. Svona voru sveiflurnar rniklar á gengi krónunnar. Á þessum tíma seldi kunningi okkar húsið sitt á 10.000 krónur. Þegar árið var liðið hafði verðbólgan nánast étið allan peninginn upp. Við vorum nokkur sem fórum héðan í Menntaskólann um þetta leytið. Baldur Jónsson ffá Mel, sem seinna varð rektor Kennaraskólans. Jón Tómasson og Gísli bróðir hans, synir Tómasar Gíslasonar, kaup- manns á Sauðárkróki. Jóhannes Geir, listmálari og Jóhannes Gíslason frá Kleif á Skaga, Halldór á Seylu og einhverjir fleiri. -Hvernig voruð þið undirbúin fyrir skólagönguna? Séra Helgi Konráðsson sá þá að mestu leyti um Unglingskólann á Sauðárkróki. Hann bjó okkur undir að taka próf upp í annan bekk í Menntaskólanum og mig minnir að við höfúm náð öll héðan sem þreyttum það próf. Svo var meiningin að setjast í annan bekk og einhver okkar gerðu það. En eins og áður segir át verðbólgan upp sumarkaupið mitt og ég sat sat heima. Séra Helgi hjálpaði mér við lestur. Það var enga vinnu að hafa og ekkert betra að gera heldur en að lesa. Um vorið tók ég próf upp í þriðja bekk. Sumarið eftir var ég í vegavinnu, hafði góðar tekjur og gat sest í þriðja bekk. Ég tók þriðja bekk og þann fjórða en hætti svo. Ég vildi vinna og sjá fyrir mömmu og bróður mínum sem var fjórum árum yngri. Fór á vertíð í Sandgerði og Hafnarfirði, lærði margt og kunni vel við sjómannslífið. Þroskaðist og styrksist allur. Eftir tveggja ára fjarvist fór ég að kenna við Gagnfr æðaskólann

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.