Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 16

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 16
16 Feykir 45/2006 Altaristafla Viðimýrarkirkju með ártalinu 1616, liklega dönsk að uppruna. Kolbeini Tumasyni um 1200 og vitaskuld hefur þá verið þar kirkja. Þar í veislu skar hann af borðdúltnum hjá Kolbeini til að þurrka sér um hendurnar. Elsti máldagi kirkjunnar er Auðun- armáldagi frá 1318. Þar segir að kirkjan sé helguð „sælli Maríu og Pétri postula.” Þar skal vera bæði prestur og djákni enda hafa þeir nógu að sinna. 12 bæir gjalda ljós- og heytoll og fjögur bænhús eru í sókninni auk tveggja sem eru niður brotin. ÆtlahefðimáttaðHólmabæirnir væru þá í Víðimýrarsókn, en það getur ekki verið nema kannski Húsey þar sem 1318 var sóknarkirkja á Völlum í Hólmi með 6 bæjurn. Víðimýrarsókn hlýtur því að hafa teygst fram í Lýtings- staðahrepp á Neðribyggð og hugsanlega Efribyggð en varla útfýrir Fjall í Sæmundarhlíð. Kirkjan er flestum öðrum kirkjum betur búin að gripurn. M.a. rná telja þrenn altarisklæði, þar af eitt af pelli á háaltari en þrjú utar í kirkju, skrín með helgurn dómum, klukkur 4 og bjöllur 2, gunnfána og stól til að geyma í messuklæði, kantara- kápur tvær og umtalsverðan fjölda bóka, bæði til söngs og lestrar. Jarðeign er á Hóli (þ.e. Kirkjuhóli), rekaítak á Hvalnesi á Skaga og auk þess ótiltekið í kvikfénaði. Árið 1461 virðist ýmsum búnaði kirkjunnar hafa hrakað, t.d. hvað messuklæði varðar sem sögð eru vond enda hefur þá ekki verið gerður reiknings- skapur kirkjunnar í 90 ár. En nú hefur hún sarnt eignast fimm líkneski, tvö Maríulíkneski, Katrínarlíkneski, Péturslíkneski og Þorlákslíkneski. Þar skal enn vera prestur og djákn og 12 bæir eru enn í sókninni og eign hennar í lausagóssi talið 8 kýr, 2 ásauðarkúgildi og 5 hundruð í varningi, einn hestur. Upplýsingar um kirkjuhús á Víðimýri ná ekki lengra aftur en til 1661. Um það leyti byggir Hallgrímur Halldórsson nýja kirkju, sá er sýndi höfðus- manninum stórmennsku sína, og stóð hún óhögguð franr til 1732 að hún var tekin til endurgerðar af Magnúsi Skaffa- syni. Árið 1808 var sú kirkja nánast fallin og Benedikt Vídalín staðarhaldari byggði nýja árið 1810 sem kostaði 229 ríkisdali og 94 skildinga. Allar þessar kirkjur voru ánróta að stærð en lítið eitt mismunandi að gerð, allar alklæddar timbur- kirkjur innan með hliðarveggj- um og þaki úr torfi. Árið 1833 var Benediktskirkja enn í sæmilegu standi og fékk þessa umsögn í visitasiu: „húsið sýnist ekki mjög óstæðilegt, einkum undirgrindin, en yfirgrindin er forn og óálitleg.” Þrátt fyrir þetta lét Einar Stefánsson endurbyggja kirkjunna frá grunni sumarið 1834. Yfir- smiður var Jón Samsonarson bóndi í Stóru-Gröf, síðar í Keldudal í Hegranesi en með honum vann að verkinu Eiríkur Þorsteinsson á Breið. Timbrið í kirkjunni er rekaviður af Skaga, væntanlega úr Hvalnesbás þar sem hún átti ítak. Heildar- kostnaður við bygginguna varð 546 ríkisdalir, 61 sldldingur eða sem nam 91 kýrverði. Þessi kirkja stendur enn þann dag í dag og þykir gersemi. Þökk sé Steingrími Arasyni bónda á Víðimýri. Á fýrri hluta 20. aldar gerðu sóknarmenn harða hríð að bónda og klöguðu fýrir kirkjuyfirvöldum yTir þessu afgamla og ömurlega guðshúsi. Biskup, prófastur og margir sóknarbændur lögðust á eitt unr að knýja á um byggingu nýrrar kirkju en Steingrímur bóndi þumbaðist við enda mun hann jafnan hafa haldið Jdrkjunni sómasamlega við, að innan a.nr.k. Árið 1934 kom Matthías Þórðarson þjóðminjavörður því til leiðar að Víðimýrarkirkja var keypt til Þjóðminjasafhsins og á næstu árum hófst endur- bygging hennar sem unnið hefur verið að síðan eftir þörfúm. Timburhúsið er að innanmáli 9,85 m á lengd og 3,92 á breidd en frá gólfi í sperrutopp 4,28 m. Hún er í 7 stafgólfúm þar sem kórinn inniheldur3stuttenframkirkjan 4 lengri. Hlutföll og timbur- smíði Víðimýrarkirkju þykja afbragð og Kristján Eldjárn þjóðminjavörður taldi að hún væri „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur gamallar íslenskrar byggingarlistar, sem til er.” Víðimýrarldrkja á og hefur átt forna og merka gripi. Á Þjóðminjasafni er silfurkaleikur úr Idrkjunni, smíðaður í London 1592-1593. Patínan sem honum fylgir er honum óskyld og óvandaðri gerð úr kopar, trúlega íslenskt smíði. Hennar er fyrst getið í ldrkjunni 1663 en hún kann að vera nriklu eldri. Fimm arma ljósakróna úr koparereinnigáÞjóðminjasafni, var gefinn þangað frá Texas í Bandaríkjunum 1972 af Helgu Potter dóttur Jóns Jakobssonar landsbókavarðar og fjTrum bónda á Víðimýri og eiganda kirkjunnar. Hún er álitin 17. aldar verk, smíðað í Hollandi eða Norður-Þýskalandi og var komin í ldrkjuna 1663. Loks er að geta skírnarfats af nressing semvarðveitteráÞjóðminjasafiii en var komið í kirkjuna 1663, talið þýskt eða danskt 17. aldar verk. Af þeim fornmunum sem enn eru í Idrkjunni er altaris- taflan frá 1616, líklega dönsk að uppruna, og tveir 30 crn háir Ijósastjakar á altarinu, renndir úr kopar, komu í kirkjuna 1699. Lokseraðteljapredikunarstólinn sem er forn og ekkert vitað um aldur hans, gæti þess vegna verið frá miðöldum. I kirkjunni hangir minning- artafla um Þorstein stúdent Jónsson (1754-1827) frá Gil- haga og konu hans Margréti Magnúsdóttur (1761-1828). Þau hvíla í Víðimýrargarði fyrir frarnan og utan kirkjudyr. Skirnarsárinn er hins vegar nýlegur, gerður úr furu, gefinn 1984 af niðjum Sigurlaugar Sæmundsdóttur og Kristjáns Jónssonar í Lambanesi til minn- ingar um afa hennar og ömmu, séra Jón Eiríksson og Björgu Benediktsdóttur Vídalín. Á 10. áratug 20. aldar var kirkjugarðurinn stækkaður talsvert til austurs og 1999 var framhlið garðsins hlaðin úr fallegu grjóti sem tekið var úr Goðdalakistu. Jafnffamt var þá steinlögð stétt frá Idrkjugarði vestur að vegi og girtur for- garður. Því verki stjórnaði Kristján Ingi Gunnarsson. Að Víðimýri koma nú þúsundir ferðamanna á ári, eldd síst útlendingar. Kirkjan er fágætur minjagripur um gamla, íslenska byggingarhefð og er einn örfárra staða á íslandi sem hefúr verið tilnefndur á alþjóð- lega minjaskrá sem menningar- minjar á heimsvísu. Ferming í Víðimýrarkirkju Þegar gengið er gegnum JduJcknaport VíðimýrarJdrkju áleiðis að kirkjunni verður áletraður legsteinn fýTÍr augum skammt norðan við stéttina, fáeina nretra í útvestur frá kirkjudyrum. Þar h\íla undir Pétur Pálmason frá Valadal og Jórunn Hannesdóttir. Aldrei geng ég svo framhjá þessunr steini að mér komi ekki í hug löngu liðinn atburður úr kirkjunni og sjái fyrir mér þessi heiðurshjón sitjandi saman á einurn ldrkjubekknum meðan presturinn frenrur sínar gerðir inni í kórnum. Og þó að við getunr brosað núna hefur a. m.k. sumum þeim er hlut áttu að máli ekld þótt þetta sérlega skemnrtilegt meðan yfir stóð. Fyrsta júní 1868 gengu 11 böm til fermingar í Glaumbæjar- og Víðimýrarsókn og fór athöfhin fram í V íðimýrarkirkju. Eitt fermingarbamanna var Stefán Guðmundsson í Víði- mýrarseli, er síðar varð þekktur sem stórskáldið Stephan G. Stephansson, og sagði hann stundum síðar söguna af fenn- ingu sinni í veislum og gleðskap. Prestur til Glaumbæjar- og Víðimýrarþinga var þá Hannes Jónsson í Glaumbæ, orðinn 74 ára. Hannesi er svo lýst að hann væri lítill vexti og smáleitur, gulbjartur á hár og fékk heldur gott orð fýnir kennimennsku sína, talinn ffernur siðavandur og reglufastur. En nú bar nýrra við. Á leiðinni frá Glaumbæ hafði prestur sopið nokkuð á ferðapelanum og þegar hann kom í Víðimýri bætti Jón Árnason kirkjubóndi vel á hann. Var prestur orðinn drukkinn er gengið var til guðshúss. Veður var hið besta og mannfjöldi til staðar svo að ekld kornust allir inn í kirkjuna en margir stóðu úti. Loks var b\'rjað að messa en öll embættisgerð fór í ólestur og varð með endemum. Prestur var farinn að mæðast af elli þurfti nú eins og ástatt var að fá honunr stól til að sitja á fyrir altarinu. Ein sagan segir að þegar hann fór í stólinn til að flytja ræðuna hafi hann verið þar á hnjánum og heimtað vín af meðhjálparanum en ræðu- flutningur farið í óreiðu. Þegar hann loks kom úr stólnum varð hann að taka sér hvíld og lét syngja á nreðan en ranrbaði út úr kirkjunni sér til hressingar. Þegar hann kom inn aftur b)Tjaði hann á athöfninni að nýju og gekk svo lengi dags. Voru flestir foreldrar ferming- arbarnanna orðnir ævareiðir yfir þessu þvargi og sum börnin farin að gráta en noJckrir kirkjugestanna nenntu ekld lengur að sitja undir guðsþjón- ustunni ogfóru heim. Einhverjir komu þó aftur síðar um daginn til að vita hvernig gengi. Meðal kirkjugesta voru hjónin Pétur Pálmason í V aladal og Jórunn Hannesdóttir því að Halldóra dóttir þeirra var til fermingar. Pétur í VaJadal var afarmenni að líkamsburðum og rann nú mjög í skap. Hann hafði farið að heirnan með nýja ullarvettlinga og var búinn að snúa þá í sundur milli handa sé áður en messunni lauk. Var hann orðinn ærið brúnasíður og ætlaði hvað eftir annað spretta á fætur og taka dóttur sína úr þessum skrípaleik en Jórunn sem var mesta ffið- semdarkona re)Tidi jafnan að róa bónda sinn og sagði: „Góði minn, þetta er í seinasta skiptið sem hann er að ferma núna. Þessu er nú að verða lokið. Við skulum ekki vera með neitt uppistand.” Þegar leið á daginn fór að renna af séra Magnúsi og tókst honum að lokum að koma fermingunni á öll börnin. Ein fátæk móðir var þó ekki óánægðari en svo að hún gekk til prests og þalckaði honum með kossi fyrir drenginn sinn. „Já, en hver borgar fyrir hann”?, segir prestur. Svarar þá konan með mestu auðmýkt: „O, maðurinn minn gerir það þegar hann getur.” Hjalti Pálssonfrá Hofi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.