Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 15

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 15
45/2006 Feykir 15 Viðimýri 20. september 2000. Kirkjuna gömlu ber mitt á milli fjárhúsa og íbúðarhúss en svörtum skugga kastar gil Viðimýrarárinnar sem þarna nefnist Hrafnagil. i baksýn er Hellufell og Valadalshnjúkur til hægri en milli þeirra Nónskál. Myndir: Hjalti P: Saman tekið afHjalta Palssyni______________ Víðimýri í Skagafirði Víðimýri er höfuðból og höfðingjaseturfrá fornu fari og komst aldrei í eigu kóngs eða kirkjuvalds, var jafnan á fyrri öldum svokölluð bændaeign. Jörðin er nefnd í sögu Egils Skallagrímssonar þegar Egill fór þangað til að sitja brúðkaup og hafði með sér skjöld forkunnar góðan og gullskreyttan sem spillt var í ferðinni og kastað í sýruker. Um og eftir 1200 var Víðimýri aðsetur fýrirmanna héraðsins af Ásbirningaætt. Þar sat Kolbeinn Tumason, d. 1208, og eftir hann hefur Amór bróðir hans trúlega búið þar og síðar Kolbeinn ungi Arnórsson, d. 1245. Eftir það búa á Víðimýri Ingigerður Kolbeinsdóttir frá Reynistað, systir Hrands Kolbeinssonar sem tók við ríki af Kolbeini unga, og maður hennar Arnór Eiríksson.Síðastiatkvæðamaður af ætt Ásbirninga sem vitað er um á Víðimýri var Kálfúr Brandsson, fæddur 1240. Tví- tugur kvæntist hann Guðnýju dóttur Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og mun eftir það hafa farið að búa á Víðimýri. Hann var einn þeirra er sóru skatt Hákoni gamla Noregs- konungi á Alþingi 1262. Líklega hefur Kálfur Brandsson búið á Víðimýri lengi síðan, e.t.\’. allt fram um 1300, en þó skortir heimildir um það. Með Kálfi Brandssyni hverfá eigendur og ábúendur Víðimýrar sjónum um langt skeið. Eignarhald síðari alda Árið 1540 gefúr Jón Arason Hólabiskup Birni syni sínum Víðimýri ásamt Brekku og kirkjueigninni Kirkjuhóli. Árið 1606 var jörðin í eigu Jón Jónssonar lögmanns, sem áður hafið verið á Reynistað, en síðar sátu þar sýslunennirnir Sigurður Hrólfsson og Hrólfur sonur hans og áttu jörðina. Hrólfur seldi hana Hallgrími Halldórs- syni í Vík árið 1660 sem þangað fluttist og bjó síðan á Víðimýri til dauðadags 1677. Hallgrímur var lögréttumaður í Skagafirði ffá 1649 og líldega til dauðadags 1677. Hann var umboðsmaður konungsyfirMiðfjarðarjörðum, ættstór og yfirgangssamur. Jón Espólín segir af honum eftirfarandi sögu: „Svo hafði fallið, að Hall- grímur bóndi á Víðimýri, son Halldórs lögmanns Ólafssonar, hafði komið fyrir þingið suður að Bessastöðum til að svara ákæru nokkurri, er honum var borin af konungs landsetum um ójöfnuð, er hann hefði sýndan. V ar Hallgrímur sterkur maður og ósvífinn. Þá var höfuðsmanninum sagt, að hann væri hinna göfúgustu manna í landi hér, lögmannssonur og mágur meistara Brymjólfs biskups. Tók hann honum fyrir því vel og lét \'era við borð sitt, því þá stóð á máltíð, en yfir borðum nefúdi höfúðsmaður- inn ákæru þessa. Hallgrími þótti sem hann mundi vera heima í Skagafirði og hugði að hrinda slíku með harðfengi, svaraði fyTst djarflega, en er honum þótti lítt úr skera fyTÍr sér, gjörðist hann stórorður og spretti fingrum y'fir borði, og þó meira afstórmennsku og ógætni en að hann vildi ei virða höfuðsmanninn. Þá spratt höf- uðsmaðurinn upp og lést ei slíkt þolað hafa hefnilaust herra- mönnum í Danmörku, en mikJu síður skyldi hann þola það bónda íslenskum. Sýndist þeim þá ráð, er nærri voai og Hallgrími vildu duga, að skjóta honum sem fyTst undan og á brott, því höfúðsmanninum lá það fyrst í svo þungu rúmi, að hann neytti eigi svefiis né matar.” Árið 1710eignaðistBenedikt Þorsteinsson sýslumaður Víði- my'TÍ og átti til 1726 að hann seldi hana Magnúsi Skaftasyni í skiptum fyMr Þorleifsstaði og Syðstu-Grund og 30 ríkisdala miUigjöf. Frá Magnúsi gekk jörðin til Sæmundar sonar hans sem var hið mesta afarmenni til burða, drykkjumaður og slarkari og dó að lokum snauður 1783. Hann varðaðseljajörðina 1773 Halldóri Vídalín á Reynistað og var hún lengi síðan í eigu hans og ættmenna hans. Einar Stefánsson á Reymistað seldi Jóni Ámasyni skáldi á Víðimy'TÍ 1861, sem fluttist þá þangað, en drulcknaði 1876. Af erfingjum hans keypti séra Jakob Benediktsson sem seldi hana 1896 Þorvaldi Arasyni fyrir 10.100 krónur. Ekkja Þon'aldar, Vigdís Steingríms- dóttir, seldi Gunnari Valdimars- syni, 1936. Gunnar seldi Víðimýri sumarið 1942 en undanskildi þá 3/8 hluta jarðarinnar sem hann by'ggði síðan á nýby'lið Víðimel. Á fimmta og sjötta áratug 20. aldar var mikil hreyfing í byggingu nýbúla og árið 1949 keypti Ny'býlastjórn ríkisins það sem eftir var af jörðinni og skipti niður í tjórar smájarðir: Víði- mýrarsel, Víðidal, Víðiholt og Víðimýri. Ábúandinn Jóhann Gunnlaugsson fékk loks Víði- my'Tarpartinn key'ptan 1984 en eftir lát hans, 1987, seldu erfingjar hans jörðina Kristjáni Jósefssyni smið á Sauðárkróki árið 1988, sem síðan bjó þar ásamt konu sinni Önnu Krist- insdóttur til ársins 2001. Er Kristján kominn í 5. ættlið ffá Jóni Árnasyni er bjó á Víðimýri 1861-1876. Sumarið 2001 key'pti íslenska ríldð jörðina vegna þeirra menningar\'erð- mæta sem þar eru. Verðmat og skipti jarðarinnar Víðimýri var til forna talin 80 hundruð að dyrleika með öllum hjáleigum og hefur Brekka þá að líkindum verið talin með. En eitt hundrað að fornu tali samsvaraði einu ky'n'erði. Um og eftir aldamótin 1700 var jörðin talin 60 hundruð að meðtalinni hjáleigunni Álfta- gerði og Kirkjuhóli og eyði- býlunum Paronsgerði og Þrætugerði. Lítið er orðið eftir af stórjörðinni Víðimýri. Upphaf- legu landi hennar hefur nú verið skipt niður í 9 sjálfstæðar jarðir: Víðimýri, Víðimýrarsel, Víði- holt, Víðidal I, Víðidal II, Kirkjuhól, Álftagerði og Víði- mel. Ef Brekka er með talin, sem vafalítið er úr Víði- mýrarlandi, þá er hún níunda jörðin og hin stærsta þeirra. Skoðun á jörðinni 1904 Haustið 1904 fóru Hólasveinar í kynnis- og námsferð um Skagafjörð og komu þá m.a. í Víðimýri. í smáúttekt sem þeir gerðu á búskapnum segir m.a.: „Túninu hallar öllu frá vestri til austurs, mikið afþví er greiðfært frá náttúrunnar hendi.... Stærð túnsins er eftir gamalli mælingu 30 dagsláttur. Er það ógirt. Af því fást 330 hestar af töðu.” Skoðaðar túnasléttur voru 900 ferfaðmar eða ein dagslátta sem metin var 75 dagsverk. Síðan segir áfram: „Sauðfé hér er eitthvert vænsta og hraustasta féð sem vér sáum í ferðinni. Það er stórt, hátt og langt, fremur holdgott og holdþétt. Ullin er sterk og frenrur mikil. Flest af fénu er gulleitt í andliti. Helsti galli á fénu var, að það hafði ekki vel rúmt brjósthol að undanteknum 4 ám, fjögurra vetra, sem allar höfðu víðan brjóstkassa og rétt grindarhol. Þessar ær voru fínhærðar, holdgóðar og söfnunarlegar, líklega kynjaðar úr Þingeyjar- sýslu. Annars er féð einkar duglegt og hraust beitarfé en hefur ekki góð mjólkurein- kenni.” Þetta ár eru á jörðinni 8 fjárhús sem taka samtals 600 fjár, 4 hesthús, 1 fjós yfir 10 kýr, 3 heyhlöður er taka 600 hesta. Jarðyrkjuverkfæri á bænum eru: 1 hlekkjaherfi, 2 gaffiar, 6 skóflur, 1 pildcur, 1 kerra, 1 akty'gi. Heyvinnuáhöld: 4 orf, 7 grasljáir, 9hey'hrífur. Smjörgerð- aráhöld: 1 skilvinda af Perfekt- gerð, endurbætt, 1 sveitár- strokkur. Virki á Víðimýri I Sturlungu segir frá því er Sturla Sighvatsson kom í heimsókn til Kolbeins unga árið 1229 og var þar hjá honum vortíma. Þá var á Víðimýri „kastali sá er Snorri Sturluson lét gera þá er Arnór Tumason hafði slcipað honum ríki sitt er hann fór utan. Þeir Kolbeinn og Sturla höfðu það að skemmtan að renna skeið að kastalaveggnum og vita hver lengst gæti runnið í vegginn. En er Sturla rann í vegginn gengu í sundur sinarnar aftan í fætinum og mátti hann nær ekki stíga í fótinn.” Sumarið 1896 konr Daniel Bruun höfúðsmaður að Víðimýri og gefúr þá eftirfar- andi lýsingu: „Virkið á Víðimýri er í túninu urn 70 álnir austur frá kirkjugarðinum. Það er fer- hyrnd, lág bunga, 12-15 álnir á hlið. Það er kallað „Kastali” sem er einkennandi fyTÍr notkun þess, en líkist nú mest húsa- rúst.” Um virkið á Víðimýri sjást nú engar minjar og ekkert sem bendir á staðinn en kunnuga rekur minni til að austan við kirkjugarðinn hafi verið veggja- brot. Land er þarna allt breytt frá því sem áður var, hefur verið færður jarðvegur með y'tu sunnan frá upp í kirkjugarðinn er hann var breikkaður og á 10. áratug 20. aldar var hann iengdur um nokkra metra til austurs. Þegar grafið var fyrir stólpum girðingarinnar austan við garðstælckunina var komið niður á hleðslur á svosem tíu metra kafla litlu sunnar en austur af kirkjunni og af og til hefúr grjót verið að koma upp úr túninu austan við garðinn þar sem „kastalinn” hefur væntanlega verið, en þetta land er allt búið að jafha með jarðýtu. Víðimýrarkirkja Ekki er vitað um upphaf kirkjuhalds á Víðimýri en trúlega er það allt frá fyrstu kristni því að jörðin var höfuðból. Guðmundur góði var þar staðarprestur hjá

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.