Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 23

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 23
45/2006 Feykir 23 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 442 Heilir og sælir lesendur góðir. I vísu Gísla í Mikley sem birtist í síðasta þætti komst V óvart inn í eitt orð í síðustu hendingunni. Réttur er síðari hluti vísunnar svo. / innanhéraðs eftir leit ástina sínafundu. Eins var með vísu Jóns Ingvars þar breyttist þó í þá og má það helst ekki vera svo. Býst við að flestir lesendur hafi áttað sig á því. Þá spurði ég í síðasta þætti um höfund vísunar. Alltafhjá mér ástin vex. Hef nú fengið þær upplýsingar ffá tr)'ggum lesanda þáttarins að urnrædd vísa muni vera eftir Sveinbjörn Hannesson, sem mun hafa á sínum yngri árum átt heima á Blönduósi. Væri mér þökk í því ef einhver af lesendum sem kynnu vísur eftir hann vildu gefa mér upplýsingar þar urn. Ef rétt er með farið mun hin snjalla skáldkona úr Skagafirðinum Ólína Jónasdóttir hafa ort þessa. Okkar skeið að ósi flýtur orðin veiðin heldur treg. Æskan heiðan himin lítur henni leiðist þú og ég. Snilldar góð vísa hjá Ólínu og væri gaman að fá fleiri til birtingar eftir hana. Björn Guðmundsson sem kenndur var við Bæ á Selströnd ntun hafa ort þessa. Saman tvinna lífs á leið leyndufmna ráðin. Eðlið vinnur ívaftð ástin spinnur þráðinn. Óðum styttist í þann tíma að sauðfjárbændur þurfi að nýta hrúta sína til góðra verka. Ekki veit ég fyrir víst hver lýsti skaða sínum svo. Missti ég lambhrút laglegan lamar reiðarslagið. Ég lœt allan andskotann inn í Kaupfélagið. Einhverju sinni er Rögnvaldur Rögnvaldsson hugleiddi endalok þessarar vegferðar var þessi vísa til. Flœðir að mérfeigðin köld feiknleg er sú borgun. Allir dagar eiga kvöld og allar nætur morgun. Einhverju sinni er Lúðvík Kemp var að glettast við okkar ágæta sálusorgara, séra Pétur Ingjaldsson mun þessi vísa hafa komist á kreik. Margt er ifréttum mikið ort rnessar séra Pétur. Engan hefur ennþá skort áfengi í vetur. Eftir að lífsins gæði höfðu um stundarsakir snúist skáldinu í óhag, varð útgáfa vísunnar á þessa leið. Ljótar fréttir, lítið ort lifi ég eins og Pétur. Enda hefur alltaf skort áfengi í vetur. Um miðja síðustu öld stóð Rósberg G.Snædal fyrir útgáfu á fjórum kverunt nteð ýmsum norðlenskunt skrýtlum, vísum og grínljóðum. Meðal annars er þar að finna þessa ágætu vísu sem Húnvetningur yrkir til nágranna síns í Skagafirðinum. Þú munt hljóta harðan dóm heimskur jafnana þykja. Er á þínum skáldaskóm Skagafiarðar - mykja. Heldur fór í verra fýrir okkur Húnvetninga er Skagfirðingur svaraði svo dólgslega. Eflaust muttdi ásjóna ykkarfegri þykja. ef heimskusvipinn húnverska hyldi kúamykja. Það ntun hafa verið í góðum gleðskap sem Bragi Björnsson frá Surtsstöðum orti svo til samferðamanns. Stelpugálustraumur hjá stiklar hœlumfínum. Stillinálin stígur á stöðumœli þínum. Einhverju sinni er Kristján Stefánsson frá Gilhaga hafði með- tekið helstu tíðindi úr fréttablaðinu þann daginn orti hann svo. Reglugerðir gerast tamar gildi taka skal ein slík eftirþað má enginn framar úti míga í Reykjavík. Önnur vísa varð til af þessu tilefni og mun hinn hressi læknir á Akureyri, Hjálmar Freysteinsson, hafa ort hana. Okkarframtíð betri bíður bjartsýnin er engti lík. Nú verðuráðuren langt um líður lyktin skárri í Reykjavík. Þrátt fyrir að enn séu nokkrar vikur hjá flestum sauðfjárbændum í það sem kallað er fengitími, er gott að enda nteð þessari ágætu vísu Kristjáns í Gilhaga. Nú þó kyngi niður snjó nöpur éljagríman. Alltaf færist yfir ró eftirfengitímann. Verið þið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. Jólamaturinn á þínu heimili er? Hefðbundin hamborg- arhryggur með því sem tilheyrir. Heimagerður ís í eftirrétt þykir tilheyra. Hvaðgerið þið til þess að komast íjólaskap? Það þarf ekki mikið til að komaokkurígottjólaskap því við höfum alltaf mjög gaman af undirbúningi jólanna og jólunum sjálfum. Jólaskreytingar af ýmsu tagi eru hluti af stemningunni og auðvitað jólatónlist, sérstaklega ef það finnst eitthvað sem ekki er búið að bylja á okkur í gegnum fjölmiðlana í nærri tvo mánuði. Jólunum og undirbúningiþeirrafylgja ýmsir siðir og venjur sem auðvitað eru hluti af jólastemningunni. Það er t.d orðinn ófrávíkjanleg hefð í jólaundirbúningi að mæta á skötuveislu á Þorláksmessu. Hver eru þín/ykkar eftir- V N minnilegustu jól? Við hjónin giftum okkur á jólum og þar með urðu þau jól auðvitað mjög sérstök. Við vorum síðan ein jól í Danmörku hjá syni okkar og hans fjölskyldu. Það voru einnig eftirminnileg jól þar sem við kynntumst aðeins öðrum jólavenjum þótt margt væri auðvitað líkt. Jólamaturinn á þínu heimili er? Fjölskyldan hefur verið sveigjanleg með það og er það ákveðið í sameiningu fyrir jól. Rjúpur og hreindýr lenda þó oftast á jólaborðinu. Hvað gerið þið til þess að komast tjólaskap? Samveran á aðventunni skiptir mestu. Skreyta, skella í form og skrifa jólakort kemur okkur í gírinn. Hvaða jól eru þér eftirminnilegust? Síðustu jól eru ofarlega í minningunni sökum þess að þau voru afar óvenjuleg. Þá fór fjölskyldan til Barcelona og Andorra. A gamlársdag var stefnan tekin á London en á flugvellinum snemma morguns uppgötvaðist að vegabréfin höfðu gleymst á hótelinu. Við misstum því af fluginu til London og ekkert sæti var laust þangað þennan dag. Unglingarnir lögðust til svefns á skitugri flugstöðinni, nokkrar V klukkustundir voru í áramótin og hvergi hótelherbergi að fá í Barcelona. Allt stefndi í það að fjögurra manna fjölskylda myndi eyða gamlárskveldi innan um útigangsmenn í Barcelona, en að lokum tókst okkur að fá síðustu sæti í flug til borgar sem er í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá London. Þaðan var síðan tekin lest og mætt á Trafalquar Square á réttum tíma. Við hlæjum að þessu í dag en þetta leit illa út á tímabili! ______________________J flestar notalegar stundir saman í aðdraganda jólanna og um hátíð- irnar. Jólamaturinn á þínu hehntti er? Það vill nú svo til að vegna ólíkra hefða frá okkar æskuheimilum og úr okkar fyrri samböndum, þá höfúm við tvíréttað á aðfangadagskvöld, bæði rjúpur og ham- borgarhrygg, en á jóla- dag er alltaf á borðum hið klassíska íslenska hangikjöt. Hvaðgeriðþið tilþess að komast íjólaskap? Reynum að eiga sem Hver eru þín/ykkar eftir- minnilegustu jól? Eftirminnilegustu jólin frá því við hófum okkar sambúð eru tvímælalaust jólin 2004 á Patreksfirði þegar við, ásamt börnum okkar beggja úr fyrri samböndum, héldum okkar fyrstu jól saman. Við vorum sjö í heimili þessi jól og V. N áttum yndislegan tíma saman eftir að hafa þó öll í aðdraganda jólanna borið ofurlítinn kvíðboga í brjósti. Nú er aftur komið að “stóru jólunum” hjá okkur og að þessu sinni hlakka allir mikið til og geta sum okkar vart beðið eftir að hátíðin gangi í garð, við nefnum þó engin nöfn í því sambandi! J Aðalbláber og rjómi Á aðfangadagskvöld er gjarnan verið með nýjan svínahrygg steiktan með pöru gljáðan í hunangsblönduðu sinn- epi. Oft er þó verið með þykkan, góðan lambahrygg. 1 effirrétt er gott að hafa íslensk aðalbláber með þeyttum rjóma og rjomais. Áður en farið er að sofa er smakkað á jóla- smákökunum og drukkið heitt súkkulaði. Á jóladag er hefðbundið hangikjöt með grænum baunum, heitum kart- öflum í hvítri sósu og rófustöppu, laufabrauði og drukkið jólabland með sem aðallega er maltöl. Hangikjötið þarf að sjálfsögðu að vera heima- reykt. Minnisstœð jólin á Hólum Á Hólum tókum við upp þann sið að gefa fólki kost á að sækja sér eigið jólatré í Skógræktina. Nokkrar fjölskyldur.kunningjafólk okkar af Sauðárkróki og víðar úr Skagafirði komu og sóttu sér tré skömmu fyrir jólin, oft á Þorláksmessu. Þá bðum við þeim í kaffi, súkkulaði og smákökur. Það var setið þröngt, hlegið og spjallað. Þessar stundir eru okkur ógleymanlegar f minningunni. Á annan dag jóla buðum við svo heimafólki á Hólum í afmæliskaffi bóndans. Hátíðarskapið kemur þegar fjölskyldan er að safnast saman og kallað er: “ hvar er greiðan”? getur einhver hnýtt bindishnútinn? Hóladómkirkja hringdi inn jólin Þegar hringt var ldukk- um Hóladómkirkju til helgistundar á aðfanga- dagskvöld og fjölskyldan sest í bekkinn sinn í kirkjunni var friður og helgi jólanna algjör. Við hjónin óskum öllum lesendum Feykis gleðilegrar jólahátíðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.