Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 45/2006 og heil ósköp af skíðabúnaði. Fyrsta Skarðsmótið var haldið 1947 og á hverju vori í milli 20- 30 ár. Miklir fólksflutningar fylgdu þessum mótum. Á veturna þótti gott að komast að sunnan eða suður er öxna- dalsheiðin var snjóþung og taka Drang á Króknum til Siglu- íjarðar. Það voru því margir sem fóru um Krókinn á þessum árum. Drangur úr sögunni við opnun Stákagangna „Garnli” Drangur hætti terðurn síðla árs 1959 og við tók nýtt skip með sama nafni en síðasta áætlunarferð þessa skips til Sauðárkróks var 23. apríl 1968. (Strákagöng opnuð árinu áður 10. nóv.). Flutningar á landi tóku nú við. Drangur kom þó af og til á Krókinn af ýmsu tilefni og í síðasta sinn 24. janúar 1975. Drang var breytt í fiskiskip 1982 og hlaut nafnið Happasæll KE94.Tekiðafskrá lO.júlí 1986 og talið ónýtt og því sökkt 18. júlí 1986,70 sjómílum suðvestur af Reykjanesi. Það eru döpur örlög mikil happafleys. Hrein- legra er að setja slík skip í brotajárn. „Nýi” Drangur varsmíðaður í Noregi 1959 úr stáli, 191 brl. með 400 ha Wickmann vél og var Steindór Jónsson á Akureyri eigandi en hann var einnig eigandi „Gamla” Drangs. Margt mætra manna var i áhöfn Drangs í gegnum tíðina, þó mannaskipti af og til eins og gengur. Guðbjartur Snæbjörns- son skipstjóri, Steindór Jónsson af og til skipstjóri (og eigandi), Anton Ingimarsson matsveinn, Ragnar Emilsson vélstjóri, sömuleiðis Jónas Kristjánsson, Benedikt Sæmundsson, Axel Júlíusson, Snæbjörn Guðbjarts- son sonur skipstjóra, býr nú á Hofsósi, og vafalaust margir ótaldir. Allt voru þetta vinsælir menn og eignuðust góða vini víða á höfnunum. Hörður Ingimarsson Heimildír. Skagfirðingabók nr. 23 1994. Siglfirskur annáll útg. 1998. Skipaskrár. Heima er best og ýmsar heimildir. Sá er þetta ritar leysti af öðru hvoru við afgreiðslu Drangs í þrjá vetur. Árleg jólavaka Nemendafélags Grunnskólans á Hofsósi verður haldin í Höfðaborg miðvikudaginn 13. desember og hefst kl.20:30. Fjölbreytt dagskrá: Upplestur, söngur, hljóðfæraleikur. Hátíðarræðu flytur Björg Baldursdóttir. Stórsöngkonan Alexandra Chernyshova er aðalgestur kvöldsins, en hún mun flytja lög af nýja diskinum sínum ásamt nokkrum jólalögum. Aðgangseyrir: Kr. 1000 f. fullorðna og 300 f. börn. Kaffi og smákökur á borðum. Njótum saman Ijúfrar stundar. Nemendafélagið HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Kvensjúkdómalæknir Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir verður með móttöku 11. og 12. desember. Tímapantanir í síma 455 4022. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.