Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 2

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 2
2 Feykir 45/2006 Jólahugvekja :: Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki Friður sé með þér Á aðventu og fram yfir jól logar á ljósakrossi upp á Nöfunum. Krossinn ltefur verið settur upp fyrir hátíðirnar áratugum saman. Þeir sem yngri eru muna kannski ekki þegar kveikt var á honum fyrsta sinn en hann er allavega fyrir löngu orðinn ómissandi hluti af ásýnd bæjarins á þessurn árstíma. Það er eins og hann vaki yfir bænum og frá honum stafar birtu og yl. Við þurfum að líta upp til að sjá hann, aðeins að færa sjónlínuna upp til hæða, ffá okkur sjálfum upp í aðra vídd. Krossinn er tákn okkar kristinna rnanna. Við signum okkur með krossi okkur til verndar og áminningar um að við erum aldrei ein á ferð, jafnvel þó við förunr um dimmustu einstigi. Það er tilkomumikil sjón og sérstök að fylgjast með þegar nemendur Árskóla, hátt í fimmhundruð að tölu, fara í sína árlegu friðargöngu og tendra Ijós á krossinum á Nöfunum. Hver bekkur á fætur öðrum töltir upp Kirkjuklaufina og þaðan upp stíginn sem hlykkjast upp á brúnina. Börnin mynda samfellda keðju sem nær alla leið upp á Nafir og langleiðina niður að kirkju. Fyrsti bekkur er neðstur, svo annar bekkur og þannig koll af kolli. Eftir því sem árunum fjölgar kernst hver og einn ofar í röðina og að lokum alla leið upp á topp. Síðasta barnið fær lukt í hendur sem það afhendir næsta barni og segir um leið: Friður sé með þér. Smárn saman þokast luktin upp brekkuna í átt að krossinum uns öll börnin hafa rétt hana næsta rnanni og óskað honum friðar. Þarna standa þau öll í halarófu og svo kát og áhyggjulaus í morgungrámanum. Sum dansa og syngja og láta rokið og kuldann ekki trufla sig nokkurn hlut. Þannig hefst aðventan hjá börnunum og margt getum við sem eldri erum af þeim lært. Að geta lifað saman í sátt og samlyndi er mikil blessun og þakkarvert. Friður og sátt eru nátengd hugtök og óhugsandi hvort án annars. Jólin boða ljós sem lýsir upp myrkan heint. Ljós sem færir okkur kærleika og frið. Til að finna frið þurfum við að vera sátt bæði við sjálf okkur og aðra. Guð sendi son sinn í heiminn til að við gætum orðið sátt og fúndið frið. Þessi góði boðskapur á þó ekki alltaf greiða leið að hjörtum mannanna. Ly'ftum augum okkar upp til hæða, horfunt til ljóssins. Tökum eftir hvað augað nemur og eyrað he\'rir. Börnin okkar óskuðu hvert öðru friðar og á jólanótt SN'ngja englarnir um frið á jörðu. Ég bið þess að friður og gleði megi ríkja og einkenna samskipti okkar á þessari aðventu ogjólum. Megi friður frelsarans umvefja þig og þína. Gleðilega hátíð, Sigríður Gunnarsdóttir, Sauðárkróki Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum I Feykir Útgefandi: son, Áskell Heiðar arnig@krokur.is Póstfang Feykis: Lausasöluverð: Feykirhf Ásgeirsson, Páll Simi 455 7100 Box 4, 550 250 krónur með vsk. Dagbjartsson, Herdis Sauðárkrókur Skrifstofa: Sæmundardóttir og Blaðamenn: Setning og umbrot: Aðalgötu 21, Olafur Sigmarsson. Úli Arnar Brynjarsson Áskrittarverð: Nýprentehf. Sauðárkróki PéturIngi Björnsson 210krónurhvert Ritstjori & feykir@krokur.is tölublað með vsk. Prentun: Biaðstjórn: ábyrgðarmaður: Simi 455 7175 Nýprent ehf. Árni Gunnars- Árni Gunnarsson Austur Húnavatnssýsla Sífellt fleiri skoða Þingeyrakirkju ilirrrrililmn. Erlendur Eysteinsson formaður sóknarnefndar Þingeyrakirkju. Þingeyrakirkja er að verða einn af fjölsóttari stöðum Austur Húnavatnssýslu. Ferðamönnum sem konta á staðinn hefur fjölgað um eitt þúsund á hverju ári undanfarið. Þannig urðu þeir um sjö þúsund talsins í sumar rneðan þar var stöðug viðvera og eftir það komu um eittþúsund manns á staðinn til að skoða kirkjuna. Erlendur Eysteinsson á Stóru- Giljá forntaður sóknarnefndar Þingeyrakirkju segir að ekki sé tekinn neinn aðgangseyrir af fólki sem kentur. En sóknar- nefndin hafi undanfarin ár fengið styTk frá samgöngu- ráðuneytinu sent dugi að mestum hluta fyrir launum gæslumanns. Eins og áður hefur komið fram í Feyki var fyrir skömmu tekið formlega í notkun nýtt aðstöðuhús við kirkjuna. Það var ekki síst byggt til að auðvelda móttöku ferðamanna á staðn- um í framtíðinni. ÖÞ: Lionsklúbbur Sauðárkróks Gáfu 500 þúsund kr. til tækjakaupa Lionsklúbbur Sauðárkróks færði á dögunum Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki kr. 500.000að gjöftil tækjakaupa. Á myndinni má sjá Lionsmenn afhenda gjöfina. Frá vinstri: Páii Pálsson, Símon Skarphéðinsson, Valgeir Kárason, Stefán Jónsson, Asta Jónsdóttir og Hera Garðarsdóttir. Grunnskólinn á Hofsósi Jólavaka í rúmlega áratug hefur það verið fastur siður að Grunn- skólinn á Hofsósi standi fyrir jólavöku á aðventu. Jólavakan að þessu sinni verður í Höfðaborg miðviku- daginn 13. desember og hefst kl. 20:30. Að venju verður mikill söngur, ræðumaður kvöldsins. Jólavakan hefiir átt sívaxandi vinsældum að fagna og fólk víða að úr héraðinu hefur átt notalega kvöldstund með góðu listafólki við kaffi, smákökur og kertaljós.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.