Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 19

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 19
45/2006 Feykir 19 Rifjuð upp frásögn Björns Pálssonar á Löngumýri afskólagöngu fyrir 85 árum Endurminnincjar frá Hólum veturmn 1921 „ Þremur áratugum siðar irétti ég eeftirhonum að ég væri mesta hrekkja kvikindi sem hann hefði þekkt." Mynd: ÁG Björn heitinn Pálsson, bóndi og alþingismaðurá Löngumýri í Blöndudal, var goðsögn í lifanda lífi. Feykisritstjóri heimsótti Björn í nóvember 1987 og átti við hann viðtal fyrir blaðið Einherja, sem framsóknarmenn gáfu út á þeim tíma. í þessu spjalli segir Björn frá dvöl sinni á Hólaskóla. Þangað fór hann 16 ára gamall haustið 1921 en þá var Páll Zophaníasson skólastjóri. Fyrri veturinn var Björn ásamt tjórum öðrum í herbergi á heimavistinni. Herbergis- félagar hans voru: Gísli Jónsson frá Eyvdndarstöðum, Jón Nor- mann frá Hróarsdal, Sigurður frá Kimbastöðum og Björn Guðmundsson frá Bæ í Steingrímsfirði á Ströndum. Við grípurn fyrst niður í viðtalið þar sem Björn á Löngumýri lýsir aðbúnaði á heimavistinni f>TÍr 85 árum en víkjum svo að félagslífinu og strákapörum þeirra Hólapilta. „Við bjuggum í gömlu timburhúsi. Engin upphitun var í herbergjum nemenda, en upphitað var hjá kennurum. Okkur var sagt að lesa í kennslustofum. Einn tíu línu lampi var í hverju herbergi og var olia skömmtuð þannig að við gátum aðeins haft ljós í einn til tv'o tíma á dag. Ekki var hlýindum fýrir að fara. Við vorurn í góðum föturn og höfðurn góð rúmföt. Ég man satt að segja ekki eftir því að við liðunr stórlega fyrir kulda." Félagslíf var nokkuð gott á Hólum þegar ég var þar. Páll (skólastjóri) var vel skapi farinn. Kona hans var Guðrún systir Jóns í Deildartungu, vitur kona og vel gerð á allan hátt. Samkomulag kennara var í lagi eða að minnsta kosti illinda- laust. Heimavistarskólar eru skemmtilegri en heiman- gönguskólar. Nemendur kynnast meira og menn eiga þaðan fleiri og skemmtilegri endurminningar. Ég hef lesið margar ævisögur. Menn segja best frá æsku- og unglingsárum sínum. Muna sennilega best eftir því sem við bar frá því tímabili. Flestir minnast með ánægju dvalar sinnar í Mennta- skólanum á Akureyri en fáir tala mikið um dvöl sína í Menntaskóla Reykjavíkur. Auðvitað glettast menn hver við annan á þessunr heima- vistum en það bætir bara samkomulagið og skilur eftir jákvæðar endurminningar. Milliskólarnir sem Jónas á Hriflu átti þátt í að setja á stofn voru ekki komnir. Fáir fóru í menntaskóla nema þeir ætluðu að verða embættismenn. Það þótti óþarfa sóun á tíma og fjármunum. Leit til hans og jarmaði Enginn okkar sem fórum í Hólaskóla 1921 hafði numið annarsstaðar en í barnaskóla. Margir munu hafa lesið þær bækur sem þeir náðu í. Flestir sem voru í bekk með mér voru góðir námsmenn. Við gáturn líka lítið annað gert en að lesa. Jón frá Hróarsdal var sá eini af okkur sem gat lesið dönsku bækurnar í byrjun. Hann hafði fengið bækur lánaðar á Sýslubókasafninu, var minn- ugur, fróður og góður nárns- rnaður. hetta átti þátt sinn í að auka yfirlæti Jóns en það þolir skólafólk yfirleitt illa. Hann var því búinn að fá flesta upp á rnóti sér þegar leið á veturinn. Jón var gjarn á að gera lítið úr öðrum. Bitnaði það rnest á þeim sem voru óduglegir að svara fýrir sig. Stefán frá V aladal og Sigurður frá Kimbastöðum urðu rnest fyrir áreitni Jóns. Stefán var skynsamur gæða- drengur eins og hann átti kyn til en hann var feiminn og seinn að koma fyir sig orði. Oft var það þegar Stefán var tekinn upp í tíma að Jón leit til hans og jarmaði og sjaldan sleppti hann tækifæri til að gera lítið úr Stefáni. Ég spurði hann hvað þetta ætti að þýða. Hann sagði að það væri af því að Stefán væri líkari skepnu en manni. Jón var enginn skartmaður í klæðaburði. Hann hafðí trefil um háls og húfupottlok á höfði. Við vorum saman á herbergi fyrri veturinn. Á páskadag lagði hann hversdagsfötin til hliðar. Síðari hluta dags kom ég inn í herbergið. Þar voru þá flestir strákarnir hlæjandi en á miðju gólfi stóð stytta af Jóni með bók í brjóstvasa, trefil urn háls og húfu á höfði. Rúmföt Jóns höfðu verið tekin, troðið í föt hans og var styttan furðulega vel gerð. Þegar kátínan var í hámarki kom Jón inn og reiddist gífurlega. Við fórum flestir út í boltaleik en Jón fór til Páls og klagaði verknaðinn. Hann kom aftur eftir smá stund, vék sér að Stefáni og hellti yfir hann óbóta skömmum. Stefán horfði glottandi á hann en sagði fátt. Ég veit ekki hverjir bjuggu líkanið til, gæti trúað að Stefán hefði átt þátt í því, það var svo vandvirknislega gert. Stundum ílugust þeir á Stefán og Jón. Stefán var hár og frekar striður en Jón var lágur vexti og ekki sterkur. Úrslitin urðu jafnan þau að Stefán sligaði Jón. Stefán var þá oftast búinn að fá blóðnasir og lá hann þá ofan á Jóni og lét blæða framan í hann. Ég hef ekki í annan tíma séð reiðari mann en Jón þegar hann skreið blóðugur undan Stefáni. Það er hægt að gera sér dagamun með ýrnsu rnóti. Steingrímur Steinþórsson (fyrrum skólastjóri á Hólum, þingmaður og ráðherra) talar dálítið um Jón í ævisögu sinni, en minnist þar lítið á betri hliðar hans. Ég hygg að Jón hafi ekki haft ánægju af líkamlegri vinnu en í honum var fræðimannseðli. Per- sónulega líkaði mér aldrei illa við Jón og hafði ekkert misjafnt til hans að segja. Skapgerð hans og ýmis atvik urðu þess valdandi að hann var einfari í lífinu. Jóifjári Fjármaður var á Hólum sem hét Jóhannes ffá Hraunkoti í Aðaldal. Hann var kallaður Jói fjári. Jóa leiddist að sofa í sama herbergi og tjósamaðurinn og flutti til sveitunga sinna. Ég kom oft til þeirra og kynntist þannig Jóa. Ég held helst að Þingeyingar hafi meiri umgengnishæfileika en aðrir landsmenn. Jóhannes var af Hraunkotsætt, það er talið skemmtilegt fólk, enda var Jói það. Ekki er hægt að glettast við fólk sem er geðillt og leiðinlegt.Jóivarhiðgagnstæða. Við flugumst stöku sinnum á og vorurn góðir vinir. Jóhannes var snyrtimenni, gekk i gúmmístígvélum sem hann geymdi framan við herbergisdyrnar, þegar hann var inni hjá félögum sínum. Lítið var um þannig stígvél þannig að eðlilegt var að piltar litu til þeirra. Svo bar það við einu sinni þegar hann stakk fæti niður í stígvélið og ætlaði út til gegninga að hann blotnaði. Komst hann að vonum í vont skap en fór samt í hitt stígvélið og blotnaði öllu meira í þann fót. Menn geta orðið ótrúlega vondir ef þeir blotna við að fara í eigin stígvél. Þarna stóð þessi geðgóði vinur rninni öskuvondur og blautur í báða fætur. Aldrei vitnaðist hver gerði þetta óhæfuverk. Sæluvika var á Sauðárkróki að venju. Flestir piltar fóru þangað og frí var í skólanum. Við Jóhannes voru nýbúnir að fara til Sauðárkróks og vorum því heima. Ég heimsótti vin minn eins og venjulega. Nú er það þannig að séu verkefni lítil finnur maður upp á einhverri vitleysu. Við fórum því að fljúgast á, í góðu að sjálfsögðu. Ég hafði gaman af áflogum en gerði lítið af því á Hólum. Það þýddi ekki fyrir sextán ára strák að fljúgast á við fullþroska rnenn. Eitthvað stóð ég í Jóa fjára en þóttist þó þurfa að rétta minn hlut. Náði ég í fullt pottmál af vatni og fór með það til Jóhannesar. Hann lá afturábak í rúmi sínu. Ég hafði aðra hendi aftan við bak, hann leit vingjarnlega til mín. Ég gekk til hans og hellti vatninu yfir andlitið eins vel og ég gat og hljóp til baka, en leit sarnt við í dyrunum. Aldrei gleyrni ég þeirri sjón þegar Jóhannes reis upp og vatnið flóði allavega út af andlitinu. Ég hljóp burtu og faldi mig. Nokkru síðar sendi ég mann til að hitta Jóa. Hann kom með þær fréttir að Jóhannes gengi urn gólf og ætlaði að stinga mér á hausinn í skólpfötuna þegar næði í mig. Litlu síðar fór ég að finna hann, opnaði dyrnar lítið eitt og stakk kollinum inn. Jóhannes spratta á fætur, greip opna blekbyttu sem stóð á borðinu, og gusaði úr henni. Blekið kom í stórum boga í átt til mín. Ég lét aftur hurðina og hljóp í burtu. Blekið kom á hurðina og í föt félaga hans sem héngu á bak við hana en ekki dropi á mig. Nokkru síðar sendi ég mann niður til Jóhannesar til þess að vita hvernig honurn liði. Hann var þá sárhr>'ggur að reyna að verka blekið úr fötunum. Ég áleit réttast að hitta Jóa ekkert meira þann daginn, enda hafði hann meira en nóg að gera. Daginn eftir var hann að reka fé úti á túni. Ég kallaði í hann og bauð góðan dag. Aldrei var á þetta minnst og ég gætti þess að glettast ekki meira við Jóhannes. Þremur áratugum síðar frétti ég eftir honum að ég væri rnesta hrekkja kvikindi sem hann hefði þekkt.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.