Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 13

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 13
45/2006 Feykir 13 „Þetta erþað landslag sem ég elska og nýtað hafa íkringum mig." ég þar til að ég fór á eftirlaun árið 1994. -Á þeim árum sem þú varst praktíserandi sálfræðingur úti í bæ hefur það sjálfsagt verið meira feimnismál en nú að leita til sálfræðings? -Jú, það hefur orðið mikil breyting að þessu leyti. Á mínum fyrstu árum sem parktíserandi sálfræðingur fór fólk með það eins og manns- morð ef það þurfti að leita til mín. Nú hælir fólk sér af því að hafa verið í sálfræðimeðferð og þykir fint að fara í sálgreiningu. -Hvernig var að fara úr praktík í kennslu? -Þetta var mildl breyting. í átján ár hafði ég nær eingöngu fengist við klíníska sálarfrærði en ekki fræðilega sálarfræði að öðru leyti. Þegar ég kom í Háskólann varð ég að kenna ýmsar geinar í sálarfræði sem ég hafði ekkert lagt mig eftir í nær tvo áratugi, barnasálarffæði, öldrunarsálar- ffæði, félagslega sálarffæði og fleira. Þetta kallaði á mikinn lestur og undirbúning. Ég hafði afskaplega gaman af þessu og ég sá sálarffæðina í töluvert nýju ljósi. Sérstaklega fannst mér þetta lærdómsríkt vegna þess að ég átti að baki langt klínískt nám og langa klíníska reynslu með fólki. Ég held að ég hafi haft töluvert meira gagn af þessunr lestri en þeir sem lærðu þetta í skóla og fengu síðan reynsluna á eftir. Þetta staðfesti mig í því viðhorfi að sálarffæðin er fýrir fólk og á að vera manneskjunni að gagni. Sálarfræði er ekki bara einhver fræðigrein sem segir manni hvernig sé best að búa til auglýsingar eða stýra flugvél, hún á að hjálpa fólki til að lifa betra og farsælla lífi. -Og nú ertu kominn heim aftur. Má ekki segja að það sannist á þér að “römm er sú taug er rekka dregur föður- túna til”? -Það má segja það. Ég reyni að vera hérna eins mikið og ég get hérna á surnrin. Mér fer ekki að líða almennilega vel fyrr en ég er kominn í Skagafjörðinn og sestur hérna við norðurgluggan með útsýni yflr héraðið. Þá finn ég að ég er virkilega kominn heim. Mér leiðist að sitja í skrifstofu minni fýrir sunnan þó að þar sé allt fúllt af bókum og hún sé stærri en þessi aðstaða hérna í sumarbústaðnum. Mig vantar útsýnið. Hérna hef ég allan fjörðinn. Þetta er það landslag sem ég elska og nýt að hafa í kringum mig. Það er dálítil þversögn í því að ég skuli vera svona hændur að Skaga- firðinum, því nú leið mér ekkert vel sem strák á Króknum. Það var ekki góður tími. Alls ekki. En ég var reyndar lítið á Króknum á sumrin, ég var ffami í Hólminum og Blöndu- hlíðinni og síðar í vegavinnu á Vatnsskarðinu og það voru yndisiegir tímar. ÁG/SDÞ Gleðileg jól Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum Skagafjarðar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Skagafjörður - svæði ísókn! Ráöhús, Skagfirðingabraut 21 | 550 Sauðarkrókur | n 455 6000 Kíktu á www.skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.