Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 20

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 20
20 Feykir 45/2006 Ósk um bann við dragnótaveiðum í Skagafirði Unnið að lausn Borðið þeyttist upp í þak Jón Normann ritaði einu sinni í Lesbók Morgunblaðsins þar sem hann segir frá því að hann hafi tekið þátt í því að spyrja borð þegar hann var á Hólum og ætli ekki að taka þátt í slíku aftur. Hann segir ekki frá því hvað þar gerðist eða þeint þætti sem hann átti í því. Þetta gerist þannig að fjórir til fimm rnenn setjast kringum borð og styðja fingurgómum á borðröndina. Eftir dálitla stund fer borðið að hreyfast, einkum ef einhver viðstaddra hefur miðilshæfi- leika. Tryggvi frá Grímshúsum hafði dálitla miðilshæfileika og fórum við að fikta við að spyrja borðið. Borðið svaraði nteð því að banka eitt eða tvö högg í gólfið. Mig minnir að eitt högg þýddi “já” og tvö högg “nei’LSvo erum við einu sinni að spyrja borðið. Við Tryggvi vorum þarna og tveir menn aðrir. Þegar við sitjum þarna kringum borðið kemur Jón vaðandi inn og fer að vitleysast, fær sér svo stól og styður gómunum á borðröndina. Jón byrjar svo nteð stóryrði og hálfgerðar særingar að mana þennan stjórnanda hvað hann geti. Jæja, það verður allt vitlaust á svipstundu. Borðið þeytist upp í þak, Jón stekkur upp og missir alla stjórn á öðrum handleggnum, en sveiflar hinum til og frá og æðir um gólfið. Ég varð að taka Jón og þurfti báðar hendur til að ráða við handlegginn á honum. Síðan hef ég ekki efast um að þessar særingar, sem sagt er frá í fornum sögum, eigi við rök að styðjast að einhverju leyti. Það er margt sent okkur er hulið. En Jón gat sjálfum sér kennt um hvernig fór. Við bjuggum fimm í stóru kvistherbergi fyrri veturinn okkar á Hólum. Til hliðar var súðarherbergi sem ekki var búið í, en eitttlrvað var þar af borðum og stólum. Um veturinn fórum við að heyra umgang og jafnvel smá högg á nóttunni. Við athuguðum margsinnis livort um mann gæti verið að ræða og var það útilokað. Eina nótt erum við vakandi þrír eða tjórir og heyrum höggin öðru hvoru. Við erum að ræða saman um þetta þegar Siggi frá Kimbastöðum vaknar. Rúm hans var við þilið gangmegin, fjærst auða herberginu. Sigurður fór að hlæja og vitleysast en í því koma þrjú bylmings högg á þilið ltjá rúmi hans. “Eitthvað erþetta”, sagði Siggi og hætti að hlæja. Stúlka var á Hólum, sem hafði miðilshæfileika. í gegnum hana fengum við að vita að þarna á loftinu væri vansæl sál. Vafalaust hefði verið hægt að hjálpa henni ef við hefðunr haft þroska til þess. Veturinn eftir vorum við Gísli á næstu hæð fyrir neðan og urðum einskis varir. Þá bjó Pétur síðar bóndi á Höllustöðum á efstu hæð. Hann sagði mér löngu síðar að það hefði verið draugagangur á Hólunt. Nú er garnla húsið brunnið og vansælar sálir verða að leyta sér annarsstaðar athvarfs.” ÁG Hafrannsóknarstofnun telur ekki fiskifræðileg rök fyrir lokun Skagafjarðarfyrir dragnótaveiðum. Sjávar- útvegsráðherra hefur fundað með smábátasjómönnum í Skagafirði og segir að unnið sé að því að reyna að finna lausn á málinu í ráðuneytinu. Sjávarútv'egsráðherra brást á sínum tíma við óskunr heima- manna í Skagafirði um að loka firðinum fyrir dragnótaveiðum með því að loka Málnteyjar- sundinu.en sjómenn telja þar séu mildlvægar uppeldisstöðvar. „Ég hafði áður óskað eftir áliti Hafrannsóknarstofnunar varðandi hugmyndir um lokun ijarðarins fyrir dragnótaveiðum og er þar skemmst frá að segja að stofnunin taldi engar fiski- fræðilegar forsendur vera fyrir slíkri lokun, en engu að síður tók ég framangreinda ákvörð- un,” segir Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Feyki. „Nú í byrjun fiskveiðiárs gerðist það svo að útgerðarmenn stórra dragnótarbáta tóku ákvörðun urn að flagga bátunr sínum inn til Skagafjarðar, til þess að fá veiðirétt fyrir Norðurlandi. Reglur eru þannig að slíkt geta menn einvörðungu gert einu sinni á fiskveiðiári og því er ljóst að gripi ég til aðgerða kæmi ég aftan að þeim þar sem þeir gætu ekld fært sig um set nema fyrir Norðurlandinu. Þetta mál er því alls ekki auðleysanlegt. Engu að síður er ég þessa dagana að fara )'fir það hvað hægt sé að gera frekar í þessu máli, svo sem að setja á takmarkanir sem nái til stærstu bátanna. Niðurstaðan liggur ekld fyrir. Ég hef góðan sldlning á sjónarmiðum heimamanna og einkanlega tek ég undir að tilkoma stóru bátanna setur málið í nýja stöðu. Það erindi sem nú liggur fýrir frá sveitarstjórn Skagafjarðar - og hefúr að mínu viti góðan skilning aimennt - er mjög góð og sk\n- sarnleg nálgun að málinu. Þess vegna er nú unnið að því ntáli hér í ráðuneytinu með það að markmiði að finna á því lausn, sem ég vona að heimamenn geti sætt sig við.” 1 Mörgum þykja gátur af ýmsu tagi Hér er ein mögnuð myndgáta eftir grönnum og breiðum sérhljóða og Lausnir skal senda á póstfang 1 ^ M ^ 1 ’-I-1 J i 1 1 alveg bráönauðsynlegar til að glima Björn Björnsson. Taka skal fram einföldu og tvöföldu /-/. Feykis, Aðalgötu 21, 1 við yfir jól og áramót. að ekki er gerður greinamunur á Gangi ykkur vel! 550 Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.