Feykir


Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 12

Feykir - 06.12.2006, Blaðsíða 12
12 Feykir 45/2006 „Þessir tveir menn, Jón Björnsson og séra Helgi, eiginlega ráku mig áfram." og Iðnskólann á Króknum. Þá var ég um tvítugt. Þar kenndi ég að mestu leyti í tvo vetur og las um leið fimmta og sjötta bekk. Það gekk ágætlega. Séra Helgi var mjög vel að sér og ég fékk þá hjálp frá honum sem ég þurfti. Kennslan var mér líka dýrmætur skóli. Ég lærði að koma fram og koma fyrir mig orði, sem nýttist mér aftur vel í munnlegum prófum. Á þessum tíma var mikið um munnleg próf og ég gat srneygt mér framhjá vand- ræðaspurningunt sem ég vissi ekki nákvæmlega svar við, vegna þess að ég hafði þessa reynslu. -Varstu góður námsmaður? -Ætli ég megi ekki segja það. Ég varð semidúx á stúdentsprófi og fékk námsstyrk sem kallaður var fjögura ára styrkurinn. ...Þeirhöfðu enga trú á þessum gamla hreppsómaga... -Fjögura ára styrk? -Já. Námslán voru ekki til á þessum tíma. Menntaskólar voru tveir; Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri. Tveir þeir efstu úr hvorum skóla, annar úr máladeild og hinn úr stærðfræðideild áttu þess kost að fá fjögurra ára námsstyrk frá ríkinu. Ég var í máladeild og það vildi svo til að sá sem var ofan við mig var einnig utanskóla. Hann hætti við að nota styrkinn og ég fékk hann. Þetta var ríflegur styrkur og hægt að lifa af honum. En það fylgdi böggull skammrifi. Maður varð að nýta hann erlendis og það var ekki hægt að nota hann til að læra fög sem voru kennd við háskólann hér heima. Þetta var ekki akkúrat það sem ég hatði hugsað mér. Ef ég hefði haft næg fjárráð og mátt velja sjálfur hefði ég farið í læknisfræði og sérhæft mig í geðlækningum eða numið íslensku í Norrænudeildinni í Háskólanum. Ég var reyndar búinn að skrá mig í Háskólann og byrjaður að sækja tírna í íslensku. Ég ákvað að læra sálarffæði því hún var náskyld geðlækningum og ég ákvað að læra hana í Frakklandi afþvf ég hafði alltaf haft gaman að frönsku. Ég fór til Frakklands haustið 1949. F.n gengi krónunar féll aftur rnikið á skömmum tíma og styrkurinn dugði ekki nema fyrir hálfú uppihaldi. Nú voru góð ráð dýr. Ég talaði við kalla hér á Króknum, sem ég vissi að voru peningamenn. Þeir höfðu enga trú á þessum gamla hreppsómaga og vildu ekki lána mér fyrir námi. Ég hafði í eitt ár verið háseti á bát sem gerður var út ffá Hafnarfirði. Mér datt í hug að tala við skipstjórann, Magnús Magnússon, og vita hvort hann væri til í að tala við útgerðarmanninn og kanna hvort að ég gæti fengið lánað hjá honum. Ég heimsótti Magnús. Hann bað mig að setjast til stofú á meðan hann athugaði málið. Hvert hann fór vissi ég ekki þá en frétti seinna að hann fór ekki lengra en fram í eldhús þar sem hann ræddi við konu sína. Eftir hálftíma kom hann til baka og sagði. Ég skal bara lána þér það sem þú þarft. Svo einfalt var það. Þetta var mikill heiðursmaður og alla tíð síðan hef ég verið honum mjög þakklátur. -Hvernig kunnir þú við þig í Frakklandi? -Að rnörgu leyti vel. Ég lærði í fjóra vetur í Frakklandi. Þrjá í Grenoble sem er sunnarlega í Frakklandi og austur undir Sviss og einn vetur í París. Ég kunni betur við mig í Grenoble en í París. Það er auðveldara að kynnast Suður- Frökkunr því þeir eru opnari. Ég eignaðist marga góða kunningja og vini þarna en það voru ekki allt Frakkar, sumir voru Marokkó- búar, frá Túnis, einn var Persi frá Iran. En ég get ekki sagt að ég hafi eignast neinn vin í París en skólinn þar var gríðarstór og ópersónulegur. Ég kom heim 1953 og var heima í tvö ár. Við Margrét giftumst og eignuðumst okkar fyrsta barn. Árið 1955 fluttum við til Kaupmannahafnar og ég hófsérnám í klínískri sálarffæði. Við vorum þar í fimm ár. Margrét lauk félagsráðgjafa- námi og ég lauk mínu námi og vann á klinik fyrir börn. Þegar við komum heim 1960 gerði ég upp námslánið við hann Magnús rninn. Skuldin var ekki nema tíu þúsund krónur. Verðbólgan hafði séð fyrir restinni. Ég tók við yfirmanns- starfi á nýrri deild á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og þá var mánaðarkaupið átta þúsund krónur. Svo ekki var ýkja góð ávöxtun hjá Magnúsi að lána mér peninga. -Varstu alla tíð ákveðinn í að mennta þig? -Nei, það var ég alls ekki. Þrettán ára gamall var ég búinn með fullnaðarpróf og þá stóð hugur minn til þess að fara að vinna. Var reyndar búinn að ráða mig um haustið upp á hálfan hlut á trillu hérna á Króknum hjá Sigurði Þorkelssyni, sem var einn af Ingveldsstaðabræðr- unum. Ég ætlaði bara að vinna áfram yfir veturinn og hafði ekki hug á að fara í neitt nám. Þá var það Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, sem konr að máli við mig og segir. “Heyrðu góði þú kemur bara í skóla og ekkert með það. Jú, jú, ég veit ósköp vel hvað þú ert að hugsa. Þú ætlar að sjá fyrir mömmu þinni, en þú átt þína framtíð og þú átt að læra.” -Og þú bara hlýddir því? -Varð dálítið hissa og möglaði aðeins. Sagði að þetta gengi nú ekki, ég þyrfti að vinna. En ég hlýddi Jóni Björnssynin og fór í skóla. Síðan var það séra Helgi senr tók við. Ég var búinn að vera á vertíð í tvö ár, naut þess að vera á sjónum og gat vel hugsað mér að leggja þetta fyrir mig. Jafnvel að fara í stýri- mannaskólann. En séra Helgi var klókur. Hann að sagði ég yrði að koma norður: „Ég er alveg í stökustu vandræðum, mig vantar svo rnikið kennara í Iðnskólann og Gagnffæða- skólann,” sagði hann og bauð mér fulla vinnu við kennslu. Ég svaraði því til að ég væri ekki búinn nreð rnenra fjórða bekk í menntaskóla og hefði enga menntun í að fara að kenna undir gagnffæðapróf. Að kenna algebru, ensku, eðlisffæði og svoleiðis nokkuð, ég kann þetta ekki, sagði ég. Þú verður elrki í neinum vandræðum með það sagði Helgi. Svo þegar ég var kominn norður og farinn að kenna segir Helgi við mig að ég hefði nægan frítíma og best væri að byrja að lesa undir fimrnta bekk með kennslunni. Helgi bjó í næsta húsi \nð mig. Hann setti upp aukaborð í skrifstofúnni sinni. Þar sat ég og las og ef mig vantaði aðstoð leiðbeindi hann mér. Ég var í sambandi við kunningja rnína í Mennta- skólanum á Akureyri og fékk námseffii uppgefið hjá þeim. Urn áramót spyr Helgi mig hvort að ég sé ekki bara búinn að lesa fimmta bekk. Ég sagðist vera búinn að renna yfir þetta. Nú byrjar þú bara á sjötta bekk sagði hann, en ég neitaði því og las í staðinn námsefnið yfir aftur. Þessir tv'eir menn, Jón Björnsson og séra Helgi, eigin- lega ráku mig áfram. Ég get ekki sagt að ég hafi haft neinn sér- stakann áhuga á nárni fyrr en ég fór að læra einn sjálfur og gat tekið hvert fag í)TÍr sig. Þá fyrst fór ég að hafa gaman af þessu og skildi út á hvað þetta gekk. -Sumarið 1960 komum við Margrét heirn ffá Kaupmanna- höfn og réðum okkur bæði til vinnu hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þá hafði verið stofnuð Geðverndardeild barna við Heilsuverndarstöðina, göngudeild fyrir sálfræðilega meðferð á börnum og ung- lingum og aðstoð við foreldra þeirra. Þetta gekk ágætlega og við sáum þarna urn töluvert á annað þúsund barna. ...ég fer að hreyfa þessu máli og það verður bókstaflega allt 1/itlaust... Svo gerist það 1966 að ég settist í Borgarstjórn Reykja- víkur. Ég var vinstrimaður en ekkert sérstaldega pólitiískur á þessum tíma. Hafði lítið skipt mér af pólitík síðan ég var unglingur innan við tvítugt hérna á Króknum. Þá var ég náttúrlega alveg eldrauður kommúnisti og var ffamarlega i flokki með Skapta Magnússynni og þeim hinurn í Verka- lýðsfélaginu Fram. Ég fór sem sagt sem annar maður Alþýðu- bandalagsins inn í borgarstjórn. Mér fannst ég ekki taka mikinn þátt í kosningabaráttunni. Flutti reyndar skammarræður og svívirti hina og þessa eða átti að gera það en lítið meira. Þegar ég tók sæti í borgarstjórn voru ffæðslumáliln og heilbrigiðis- málin þeir málaflokkar sem féllu mér í skaut. Þá var rekin vöggustofa að Hlíðarenda í Reykjavík og ég hafði veitt þvi athygli að þar var ekki allt með felldu. Þarna komu kornung börn senr ekki gátu verið hjá foreldrum sínum. Þetta var sólarhingsstofiiun í þesum gamla stíl. Veggirnir hvítir og berir og foreldrarnir máttu ekki sjá börnin nema bara i gegnurn gler og heimsóttu þau kannski ekki nerna einu sinni í viku. Þetta var alveg hræðilegt og ég var farinn að fá til mín fleiri og fleiri börn sem höfðu verið á þessum vöggu- stofum og báru þess alvarleg merki. Við sem unnum á Geðverndardeildinni á Heilsu- verndarstöðinni tókum eftir þ\d að nærsamskipti við þessi börn gátu verið afskaplega erfið og viðkomandi börn áttu ákaflega erfitt með að ná þeim. Á þeim árunt sem ég hafði verið við nám og starf í Kaupmannahöfn höfðu verið miklar umræður í Danmörku um heimili af þessu tagi. I kringum 1950 var breskur geðlæknir John Bowlby að nafni fenginn til þess að gera rannsóknir á vöggustofum af þessu tagi víðs vegar um Evrópu, því það þótti ekki einleikið hve mikið var um dauðsföll á þessum stofnunum. Hann kornst að þeirri niðurstöðu að þarna væri urn að kenna samskiptaleysi ungabarnanna og þeirra sem áttu að annast þau. Börnin væru látin vera allt of mikið ein. Þetta sama mynstur sá ég á vöggustofúnni að Hlíðarenda. Svo gerist það þegar ég er kominn í borgarstjórn að ég fer að hreyfa þessu máli og það verður bókstaflega allt vitlaust. Við Geir Hallgrímsson, sem þá var borgarstjóri, lendum í rosalegri rinnnu og læknir vöggustofunnar, Kristbjörn Tr)'gg\'ason, varð alveg óður. Heilsuverndarstöðin heyrði undir borgina og átökin við borgarstjóra urðu til þess að ég sagði starfi mínu þar lausu árið 1967. Næstu árin var ég prakt- íserandi á minni eigin stofú. Ég hafði meira en nóg að gera en það komu ekki nrargir sjálf- stæðismenn til mín á þessum tíma! Árið 1971 hófst kennsla í sálarfræði við Háskóla íslands og var stofnuð staða prófessors. Ég sótti um hana og þar starfaði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.