Feykir


Feykir - 21.02.2007, Side 9

Feykir - 21.02.2007, Side 9
08/2007 Feykir 9 Mynd: pib Jóna Fanney, bæjarstjori a Blonduósi gerir ráð fyrir að mæta tvíefld til vinnu um miðjan mars Bæjarstjóri í veikindaleyfi Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið og lék Feyki forvitni á að heyra við hvaða veikindi hún er að stríða. -Ég hef það bara nokkuð gott og er öll að koma til en í haust greindist ég með brjósklos í mjóhrygg eða lendarhrygg 2 eins og það er kallað. Þetta kom algjörlega fyrirvaralaust. Ég var að reima skóna einn morguninn á leið til vinnu og fékk þvílíkan sársaukasting að ég féll í gólfið. Þrjóskan hafði mig þó út í bíl og ég rétt náði inní anddyri á bæjarskrifstofunni er samstarfskonur mínar tóku völdin og komu mér í hendur lækna. Ég var í nokkra daga heima rúmliggjandi á sterkum verkjalyfjum og var síðan lögð inná sjúkrahúsið á Blönduósi þar sem ég lá í tæpa viku og fékk góða aðhlynningu. Dugði þetta til að vinna bug á brjósklosinu? -Mér skilst að afar sjaldan sé skorið þegar brjósklos greinist í lendarhrygg 2 þannig að mér var ráðlagt, eftir að mestu verkirnir voru horfnir, að stunda góða hreyfmgu og sjúkraþjálfun, fara í vinnu en gæta vel að mér. Þessar ágætu ráðleggingar fóru þó fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Ég gekk beint út af sjúkrahúsinu og í vinnuna og bjóst bara við að brjósklosið hefði gufað upp. Annað kom þó á daginn og þremur mánuðum síðar um líðan bæjarstjórans og leit út fyrir að ég væri að fara í sama farið aftur. Mér er meinilla við öll þessi verkjalyf og fann að ég þyrfti að taka mig all verulega á í endurhæfmgu. Samkvæmt læknisráði var mér því ráðlagt að taka frí ffá störfúm í 6-8 vikur og ég bara hlýddi. Hvernig er endurhæfingu þinni háttað og hvernig hefur þú það í dag? -Ég er bara nokkuð spræk í dag enda hvernig er varla annað hægt þegar dag- urinn gengur út á sund, hjóla- og göngutúra, sjúkraþjálfun og nudd? Takmarkið er að auka hreyfinguna dag frá degi og það gengur vel. Mér finnst ég vera að komast í ágætis form og fmn ekki lengur fyrir stöðugum verkjum í mjóbakinu þannig að þetta er á réttri leið. Hvenær gerir þú ráð fyrir að koma aftur til starfa? -Ég geri ráð fyrir að mæta tvíefld til starfa aftur uppúr miðjum marsmánuði. smáauglýsingar.. m Snjósleði til sölu Tilsölu Pólaris RMK 800 srtjósleði I36hö árg.2000, fall- egur sleði með nóg afl, 44mm spirnurog 136" nelgt belti, tank og glertöskurfylgja. Uppl. í síma 6959016 eftir kl.19.00 Björn Jóhann. Sendið smáauglýsingar tii birtingar á feykir@nyprent.is ( ÚR ELDHÚSI LESENDA ) Uppskriftir frá Sædísi og Hilmari Ýsukæfa og indverskur karrýkjúklingur Hjónin Hilmar Þór Hilmarsson og Sædís Gunnarsdóttir töfruðu fram girnilegar uppskriftir sem eru vel þess virði að prófa Þau skora á Zophonías Ara Lárusson og Katrínu Benediktsdóttur að koma með uppskriftir í næsta blað og segjast vita að þar fari listakokkar. Uppskriftir Zophoníasar og Katrínar birtast í Feykir að hálfum mánuði liðnum. Ýsukœfa Mjög góður réttur sem að er bæði hægt að hafa sem forrétt eða aðalrétt. lkg. soðinýsa. 200 gr.sýrður rjómi. 200 gr. majónes. 200 gr. rœkjusmurostur. 2 dl. púrra 2U2 dl. dill (1 msk. Þurrt). lA tsk. pipar. 1 tsk. aromat. 2 msk. sœttsinnep. 8 matarlímsblöð. 2 msk. rjómi eða sítrónusafi. 1. Matarlímsblöðin brædd og kæld með rjómanum/ sítrónusafanum. 2. Allt mix-að saman nema matarlímið. 3. Matarlíminu bætt í. 4. Látið í form og kælt í 12 klst. Spergilsósa 1 dós grœnn spergill. 1 dós majónes. 1 dós sýrður rjómi. Salt, pipar, sítrónusafi.Þetta er borið fram með ristuðu brauði Indverskur karrýkjúklingur 4-6 kjúklingabringur. 6 hvítlauksrif. 1 msk. engiferrót. 4 msk. indverskt karrý milt. Salt ogpipar. 1 dós sýrður rjómi. 1 peli rjómi. 1 lítilflaska tómatsósa. Krydd+tómatsósa hrært saman. Kjúklingabitarnir skornir í bita og velt upp úr kryddblöndunni og steiktir á pönnu þar til þeir er orðnir brúnir. Síðan er rjómanum og sýrða rjómanum bætt úti og látið malla í 10 mín. Gott er að hafa með þessu hrísgrjón og ferskt salat. Síðan ætlum við að láta fylgja með uppskrift af brauði sem er rnjög gott með þessum rétti. Bínubrauð 4tsk þurrger 5 dl. mjólk. 2 msk. olía. 2 msk. sykur. 1 tsk. gróft salt. 600 gr. hveiti. Látið hefast í 45 mín. Gott er að skera deigið í ferninga og baka í ofni og setja síðan hvítlaukssmjör á það heitt og bera strax á borð. Daim-ísterta Botn: 3 eggjahvítur + 2 dl afsykri hrœrt vel saman 1 dl af möndlum bœtt útí sett í eldfast mót og bakað í 20-30 mín við 180c síðan kælt. Kretn: 3 eggjamuður +35 gr afsykri hrcert vel saman síðatt er sett útí 21/2 dlþeyttur rjómi. Daimkúlum eftir smekk bætt út í. Þetta er sett ofan á botninn og sett í frysti og tekið út 20 mín. fýrir notkun.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.