Feykir


Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 4

Feykir - 12.07.2007, Blaðsíða 4
4 Feykir 26/2007 Gísli Árnason skrífar Hvað gengur mönnum til Kaupfélag Skagfirð- inga, sem er í eigu almennra félags- manna í Skagafirði, og stjórnendur þess, hafa á síðastliðnu ári selt meginhluta stofn- fjárbréfa sinna í Sparisjóði Skagafjarðar út úr héraðinu. Kaupendur voru fýrirtæki og einstaklingar í viðskiptalífinu, sem meðal annars tengjast Sparisjóði Mýrasýslu og gömlu Sambandsfyrirtækjunum. Þessir nýju stofnfjáreigendur hafa nú eignast meirihluta stofnfjárbréfa í sparisjóðnum okkar og stefna nú á þessum dögum, ásamt stjórnendum Kaupfélags Skagfirðinga, að yfirtölcu sjóðsins og leggja hann niður. Ekkert er við því að segja þótt einstaklingar selji hlut sinn úr héraði en spyrja má að því hvaða hagsmunir liggja að baki þegar Kaupfélag Skagfirðinga selur hluti sína, án þess að hafa fyrir því að bjóða stofhfjárbréfin til sölu í heimabyggð, í grasrót Kaupfélagsins sjálfs. Ég veit að ekki skortir áhuga heimafyrir að kaupa hluti í sjóðnum. Með þvi væri verið að fjölga viðskiptaaðilum og skjóta styrkari fótum undir starfsemi hans. Tillaga um aukinn hlut heimamanna ekki tekin fyrir Það er einnig ótrúlegt að meirihluti stjórnar sjóðsins hafi í tvígang komið í veg fýrir að tillaga mín verði tekin f'yrir á fundi stofnfjáreigenda. En hún gerir ráð fýrir aukningu stofhfjár um 200 milljónir til almennings í Skagafirði. Með því að hafha tillögu minni var augljóslega unnið gegn hagsmunum sparisjóðsins og Skagfirðinga. Unnið gegn héraðinu í heild. Sparisjóður Skagafjarðar hefur mikil sóknarfæri sem fjármálastofnun í héraðslegri eigu. Hins vegarhefúrmeirihluti stjórnar sparisjóðsins unnið að því hörðum höndum að gera stöðu hans sem versta í augum almennings á opinberum vettvangi. Haft er eftir stjórnarformanni sparisjóðsins, Ólafi Jónssyni, sem jafnframt er sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Siglfirðinga, í Morgunblaðinu 26. júní síðastliðinn að “stjórnin telji sjóðinn ekki rekstrarhæfan í núverandi mynd, þrátt fjtir 200 milljón króna stofnfjáraukningu”. Stofnfjáraukning heimafýrir hafi ekkert að segja og því komi tillaga mín ekki til greina. Hvað í ósköpunum er þessi maður að gera í stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar. Að sitja báðum megin við borðið Hvergi hefur annað komið fr am en tillaga mín væri fýrsta skrefið til þess að gera sparisjóðinn að öflugri fjármálastofiiun í heimabyggð. Það má velta fýrir sér hagsmunum þeirra sem sjá hag sinn í að tala Sparisjóð Skagafjarðar niður samtímis og verið er að leggja hann inn í ann- an sparisjóð, sem viðkomandi er í forsvari fyrir. Rétt er að minna á að Sparisjóður Mýrasýslu á Sparisjóð Siglufjarðar að fúllu en hann á að fá okkar sjóð á silfurfati. Segja má að þarna séu sömu hagsmunaaðilar beggja vegna borðsins. Hagsmunir Skagfirðinga í húfi í fjölmiðlum undanfarið hefur verið reynt að gera lítið úr áhrifum Kaupfélags Skagfirðinga á framgang mála að undanförnu. Það er aumt yfirklór, þar sem Sigurjón R. Rafnsson aðstoðar- kaupfélagsstjóri K.S. og Ágúst Guðmundsson deildarstjóri K.S. eru fúlltrúar þess í stjórn Sparisjóðs Skagafjarðar og ráða málum þar. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Hvað gengur þeim til? Gísli Ámason, stofnjjdreigandi Skagafirði María Reykdal skrifar Um Krabbameins- féiag Skagafjarðar Þann 12. júní 1966 var Krabbameinsfélag Skagafjarðar stofnað á fundi í Héðinsmynni í Akrahreppi. Stofnfélagar voru 47. Það af voru 33 úr Akrahrepp, 8 úr Seyluhrepp, I úr Lýtingsstaðahrepp, 1 frá Hofsósi og 4 frá Sauðárkróki. Um næstu áramót voru félagar um 400 og ári síðar eða um áramótin 1967/68 voru félagar orðnir 756. í dag eru þeir um 420. I upphafi var félagið stofnað í kringum Þú hefur alltaf góða ástæðu til að heimsækja Norðurland vestra! DÖFINNI 30. júní: Áskaffi, Glaumbæ - - „Kvöldverdur að handan Vatna hætti 12. júlí: Sauðárkrókur - Knattspyrna á króknum M.fl. karla - 3.deild, Tindastóll - Hvöt kl. 20:00 13. -15. júlí : Blönduós - Húnavaka 2007 Fjölskylduhátíð á Blönduósi Fram koma meðal margra annara: Björgvin Franz Gíslason, Jógvan og Hara, Skoppa og Skrítla, í svörtum fötum, Örn og Óskar og margir fleiri. Fjölbreytt og hressileg dagskrá. 19. júlí: Áskaffi, Glaumbæ - „Kvöldverður að handan Vatna hætti” 15. júlí: Hólar -Tónlcikar. Jón Bjarnason orgel, kl. 14:00 18. júlí: Sauðárkrókur - Kaffi Króks-mótaröðin Golfmót á Hlíðarendavelli kl. 16:00 SAMTOK SVEITARFÉLAGA A NORÐURLANDI VESTRA ATVINNUÞROUN leghálskrabbameinsleit hjá skagfirskum konum, en í dag gegnir félagið margvíslegu hlutverki, það rekur þjónustumiðstöð að Aðalgötu lOb, býður upp á námskeið fýrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra, orlofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði, borgar leigu fyrir sjúklinga í íbúðum Krabbameinsfélagsins í Reykjavík og margt fleira. Undanfarið hafa Krabba- meinsfélaginu borist margar góðargjafir. Helga Bjarnadóttir gaf félaginu peninga þá sem safnast höfðu er hún hélt upp á afmæli sitt í nóvember 2005. En hún hafði afþakkað affnælisgjafir og óskað eftir að fólk styrkti Krabbameinsfélag Skagafjarðar í staðinn til minningar um tvær frænkur sínar sem látist höfðu úr krabbamei.ni. Samband skagfirskra kvenna gaf félaginu ágóðann af vinnuvökunni 2006 sem var tæp 300 þúsund til að útbúa líknarherbergi. Bekkjarsystkini Ögmundar Helgasonar gáfu rausnarlega upphæð til minningar um hann, en hann lést úr krabbameini 2006, til kaupa á búnaði í líknarherbergi. Kvenfélag Lýtingsstaða- hrepps gaf 25.000 kr. til kaupa á hljómflutningstækjum í líknarherbergi til minningar um Herdísi Björnsdóttur, Varmalæk. Allar þessar góðu gjafir hafa verið notaðar til þess að útbúa líknarherbergi við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og reynt að gera það eins þægilegt og heimilislegt og hægt er fyrir þá sem dvelja þar við lífslok. Meðal annars hefur verið keyptur flatskjár og heimabíókerfi, góður hægindastóll, ísskápur og kaffivél. Einnig héldu þessir duglegu krakkar tombólu og söfnuðu 9000 krónum og gáfu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar. Stjórn félagsins þakkar fýrir þessar góðu gjafir og þann almenna velvilja sem er ríkjandi í garð félagsins í héraðinu. María Reykdal smáauglýsingar... Bíll til sölu Ford Mondeo árg. 2001. Ekinn 74. þús km. Sjálfskiptur. Góð nagladekk á felgum fylgja. Glæsilegurbill. Upplýsingarí síma 867-5547 - Arnar Rakstrarvél til sölu Dragtengd Claas með vökvalyftu og rakstrarhjólum. Upplýsingar fást i síma 892 7482 IJón) Rúm til sölu Til sölu fururúm, 1,6m á breidd með 3ja ára gamalli heilsudýnu úr Svefni og heilsu. Tilvalið ísumarbústaðinn! Upplýsingarísíma 8982596. Sendlð smáauglýsingar til birtingar á feykir@nyprent.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.