Feykir


Feykir - 12.07.2007, Síða 5

Feykir - 12.07.2007, Síða 5
26/2007 Feykir 5 íþróttafréttir Landsmót UMFÍ Góðuppskera Landsmót UMFÍ var haldið um helgina í Kópavogi. Frjálsíþróttalið var sent írá UMSS, sem og einn keppandi frá USVH og einn frá USAH. Þetta ágæta íþróttafólk stóð sig allt með stakri prýði á mótinu. I liði UMSS voru 9 keppend- ur og var heildaruppskera þeirra á mótinu ekki verri en sú að liðið fékk eitt gull, tvö silfúr og þrjú brons. Helga Margrét var keppandi USVH og stóð sig ffábærlega, en hún sigraði í kúluvarpi auk þess sem hún fékk silfúr í spjótkasti. Loks var það Haukur Geir Valsson sem keppti fyrir USAH, en hann komst í úrslit í spjótkasti og hafnaði þar í 9. sæti. Karlaspark Stólar og Hvöt í toppbaráttu Heil umferð var leikin í C riðli 3. deildar karla síðastliðinn föstudag og báru bæði Hvöt og Tindastóll sigurorð af andstæðingum sínum. Hvöt tók á móti Álftanesi og sigraði þá viðureign 1-0 en Tindastóll burstaði Hvíta Riddarann 8-1. Tindastóll hafði yfirhöndina mest allan leikinn gegn Hvíta riddaranum og tóku frumkvæðið strax í byrjun leiks. Staðan í hálfleik var 2-1, Tindastóli í vil, og voru það þeir Konráð Þorleifsson og Kristján Baldursson sem skoruðu mörk Tindastóls. Snemma í seinni hálfleik tók Tindastóll að raða inn mörkunum, hvorki meira né minna en 6 mörkum. Það voru þeir Konráð og Kristján sem voru aftur á ferðinni með sín önnur mörk hvor, Ingvi Hrannar Ómarsson var með tvennu, sem og Ebbe Nygaard, en Ebbe hefúr nú skorað 6 mörk í 4 leikjum fyrir Tindastól. Stólarnir eru enn í efsta sæti riðilsins, en Hvöt fylgir þeim í öðru sætinu og eru með 17 stig. Viðureign Hvatar og Álftaness fór þannig að Hvöt sigraði með einu marki gegn engu ogvar það Milan Djurovic sem skoraði mark Hvatar á 44. mínútu, en þetta er þriðja mark hans í sumar. Hvatarmenn brenndu af mörgum færum og hefðu vissulega átt að setja fleiri mörk. En engu að síður, sigur í höfii og 3 stig í pottinn. , Tindastólsstúlkur uppskáru 4 stig fyrir austan Sigur og jafntefli Meistaraflokkur Tindastólskvenna hélt austur á land um helgina. Stefnan var sett á Fáskrúðsfjöró og seinna á Höfn í Hornafirði og öttu þær kappi við Leikni F. og Sindra. Tindastóll byrjaði leikinn þær Halla Mjöll Stefánsdóttir og gegn Leikni F. af miklum krafti Elva Friðjónsdóttir á ferðinni. og setti mark fyrst á 16. mínútu Stelpumar spiluðu mjög vel og og affur á þeirri 19., enþarvoru loks setti Rabbý Guðnadóttir þriðja mark Stólanna á 22. mínútu. I seinni hálfleik héldu stelpumar áffam af krafti, þó svo að andstæðingarnir hafi komið ögn sterkari til leiks en áður. Það var Svala Guðmundsdóttir sem skoraði annað mark seinni hálfleiks og hitt var sjálfsmark. Leiknum lauk loks með 5-0 sigri Tindastóls. Á sunnudeginum var leikur gegn Sindra á Mánavelli á Höfn. Sindri skoraði snemma tvö mörk og sló Stólana útaf laginu. Stelpumar gáfúst ekld upp þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik og komu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik. Svala minnkaði muninn og Halla jafnaði síðan glæsilega úr aukaspymu. Færðist nú spenna í leikinn, Tindastóll átti m.a. skot í slá og rétt yfir. En allt kom fýrir ekki og úrslitin 2-2. Heimsókn í Húnaþing -----------------------------------\ Með krafta í kögglum! - sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu og Ár og kýr! - fjórir mánuðir af 365 kúamyndum Jóns Eiríkssonar bónda og listamans á Búrfelli verða í Blöndustöð í sumar. Kynnið ykkur orkumál og starfsemi Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar. Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. ^ Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000 Landsvirkjun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.