Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 3

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 3
37/2007 Feykir 3 Góð mætingá fund Landsbankans I skugga lausa- fjárkreppu Landsbankinn bauó viðskiptavinum sinum og oðrum velunnurum til fundar undir yfirskriftinni í skugga lausafjárkreppu sl. þriðjudag. Á fundinum hlýddu fundargestir á fyrirlestra frá þeim Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur, sem kynnti nýja hagspá Greiningardeildar Landsbankans, og Lúðvík Elíassyni sem tjallaði um gengi íslensku krónunnar og áhrif alþjóðlegrar lausaíjárkreppu hér á landi. I nráli þeirra var leitast við að svara helstu spurningum sem vaknað hafa um horfur í íslenskum efnahagsmálum. í fundarlok varsíðan boðið upp á umræður og kom þar frarn í máli fundarmanna mikil ánægja meðþaðframtakLandsbankans að korna með fund sem þennan út á land. Asta Pálmadóttir og Atli Hjartarson voru að vonum ánægð með fundinn. Mynd vikunnar Pessir kátu ungu menn skemmti sér konunglega á laugardaginn er þeir biðu eftir að stóðréttardansleikir hæfust. Meðal þess sem þeir gerðu sér til dundurs varað klifa hvor upp á annan og búa til mannlegan piramida. Gaman að þessu. UJ •OKKAR SPARNAÐUR MEÐ ÖRORKUVERND FYRIR BÖRN [3 Sundlaugá Blönduósi 25metra útilaug varð fyrir valinu Bæjarstjórn Blönduós- bæjar samþykkti samhljóða á aukafundi bæjarstjórnar síóastlióinn mánudag að þar muni á næstunni rísa 25m útisundlaug. Þessi ákvörðun var þó tekin nreð þeint varnagla að Ijár- festingin rúmist innan endur- skoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 og fýrir þriggja ára íjárhagsáætlun Blönduós- bæjar. Sú vinna mun liggja fýrir næst komandi fimmtudag á fundi bæjarráðs og fæst endanleg niðurstaða væntan- lega eftir þann fund. Umferðarmál á Sauðárkróki Reynt verði að ná niður hraða Feykir greindi frá því á forsíðu sinni fyrir skömmu að kurr væri í foreldrum sökum ástands þess sem skapast við Árskóla við Freyjugötu á morgnanna. Skipulags- og bygginganefnd hefur nú samþykkt að skoða að setja þrengingar á Freyjugötu, Hólaveg og Ránarstíg til að ná niður umferðarhraða. Var þessi ák\'örðun tekin eftir fund nefndarinnar með Ríkarði Mássyni, sýslumanni og Birni Mikaelssyni yfirlögregluþjóni. Á fimdinum var einnig rætt um umferðarkerfi Sauðárkróks í heild sinni og helstu álagspunkta á því. Umferðarhraða í bænum, biðskyldu við gatnamót og gangbrautir. Ákveðið var að setja áðurnefndar þrengingar sem forgangsverkefni en ekki verður um það að ræða að umferðarhraði verði lækkað- ur að sinni. Endanleg ákvörðun þar unt verður ekki tekin fyrr en að loknum fundi nefndarinnar með foreldraráði og \'fir- mönnum Árskóla. Laufskáiaréttarheigin að baki Fjörug en róleg Fjörug en róleg er kannski sú lýsing sem best á við um liðna helgi í Skagafirði. Gríðarlegur mannfjöldi sótti fjörðinn heim í tilefni aö Laufskálarétt en engu að síður fóru öll mannamót vel fram. Helgin byrjaði í reiðhöllinni á föstudagskvöldið þar sem yfir þúsund manns mættu á skemmtidagskránna Hestar og skagfirsk gleði. Á laugardaginn var síðan réttin sjálf og um kvöldið voru stóðréttar- dansleikir á Sauðárkrók, í Hofsósi og á Hótel Varmahlíð. Von og Hljómsveit Geirmundar sáu um stuðið í reiðhöllinni ásamt Björgvini Halldórssyni, Sixties voru í Höfðaborg og Helga Möller og Himmi Sverris voru í Varmahlíð. Ekki er annað vitað en að stappa af fólki hafi verið á öllum stöðunum. jf Útuarp Norðurlands Alla virka daga á milli klukkan 17.30 og 18.00 Sími auglýsingadeildar/fnéttadeildar 464-7000 Netfang ruvak@ruv.is i*(íy RÍKISÚTVARPIÐ OHF Eigum til á lager ýmsar stærðir af haugsugum, mykjudreifurum og haugdælum á frábæru verði. Sölumenn okkar veita allar frekari upplýsingar. VÉLARS , ÞJONUSTA Járnhálsi 2 110 Reykjavík Sími 5 800 200 www.veiar.is Höldur á Akureyri er söluaðili fyrir V&Þ á Noróurlandi Hi-Spec haugtæki Ungt fólk á öllum aldri í svaka stuói!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.