Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 37/2007 Sjóndeildarhringurínn var heimurinn og Varmahlíð var nafli alheimsins Uppáhalds staðir Oskars Óskar Pétursson, villingur, söngvari, Skagfirðingur og Ijúflingur með meiru, átti stefnumót við Feyki einn rigningarlegan sunnudagsmorgun. Ástæða stefnumóts okkar var tilraun blaðamanns til þess að fá Óskar til þess að rifja upp gamla tíma og deila með lesendum Feykis uppáhalds stöðum sínum á æskuslóðunum. Það kom í ljós að í var heimurinn og nafli æsku þeirra Álftagerðis- alheimsinsvarVarmahlíð bræðra var heimurinn þar sem Óskar gekk í ekki svo ýkja stór. skóla, sótti vinnu og fékk Sjóndeildarhringurinn síðar fyrsta kossinn í Miðgarði. Minningarnar eru rnargar og við hófum ferðalag minninganna við eldhúsborðið í Álftagerði. V 2. Víöimýri 1. Eldhúsió í Álftagerði Eldhúsglugginn, í eldhúsinu heima í Álftagerði, var eins og Óskar orðar það sjálfur aðal partýstaðurinn enda voru þar 12 manns í heimili og út um gluggann mátti sjá heiminn eins langt og hann náði. í það minnsta í þá daga. -Héðan af bæjarhólnum sjást 9 eða 11 kirkjur og sæki maður sjónauka sjást þær greinilega. Útsýnið hér úr eldhúsglugganum er stórfenglegt og hér stóð maður gjarnan og flatti nefið á rúðuna og fylgdist með því sem gerðist í veröldinni, rifjar Óskar upp. Eldhúsið var líka staðurinn þar sem Óskar hrekkti afa sinn með því að setja patrólur í kjallara- tröppurnar, banka og láta þær springa um leið og gamli maðurinn opnaði dyrnar. -Slagsnrál og að hrekkja gamalmenni var svona þar sem við dunduðum okkur við, rifjar hann upp og nú er kominn einhver prakkaraglampi í augun. - Við bræður áttum það til að slást alveg rosalega hér inni. Einu sinni var búið að hlaða borðið af kræsingum þegar út brutust slagsmál sem enduðu með því að borðið var brotið og kræsingarnar flugu hér út um allt. Við brutum með slagsmálum allt sem hægt var að brjóta bræðurnir. Þar nreð talið eldhúsborðið og hjónarúmið. Einn var þó sá staður sem ekki sást út um gluggann á Álftagerði og það var Víðimýri, þar sem Pétur, æskuvinur Óskars bjó. -Það voru algjör veraldarskipti að konra hingað uppeftir og ef maður vildi gera sér eitthvað til tilbreytingar fór rnaður þangað í heimsókn. Við vinirnir vorum reyndar mjög myrkfælnir þannig að oft fóru ófáar ferðirnar í að fýlgja hvor öðrum yfir túnin því hvorugur þorði einn til baka. Eins faldi ég mig einu sinni ofan í skurði þegar ég vissi að Pétur var að koma. Það var bara hægt að fara á einum stað yfir skurðinn og þar lá ég í myrkrinu. Þá var nú slegist maður enda hélt Pétur að hann væri að berjast við draug, rifjar Óskar upp. - í Víðimýri er Óskari tekið líkt og urn týnda soninn væri að ræða og á undraskömmum tíma er búið að töfra t'ram kaffi og með því. Garnlir tímar eru rifjaðir upp með tilheyrandi hlátrarsköllum enda datt þeim vinunum ófá prakkarastrikin í hug, oftar en ekki voru þau framkvæmd. En stundum hjálpuðu þeir félagarnir líka til. -Eða alla vega héldum við að við værum að gera gagn en sjálfsagt þvældumst við bara fýrir, segir Óskar og fær sér mjólk í bollann og væna sneið af hjónabandssælu. Pétur, æskuvinurinn, býr enn í Víðimýri. -Hann reyndi nú að flytja í Varmahlíð en var of berskjaldaður þar svo nú býr hann í túnfætinum heima. 6. Flugumýri Síðasti staðurinn sem Óskar vill nefna er hlaðió á Rugumýri. -Þangað kom ég fyrst árið 1971 þegar Jói gamli í Vallholti var jarðaður. Ég var búinn að horfa á Glóðafeyki út um gluggann heima alla tíð og ég varð og verð alltaf fýrir miklum liughrifum þegar ég kem á þennan stað. Það er eins og það gerist eitthvað inn í mér. Kannski er það vegna þess hversu fallegt það er að horfa yfir á Álftagerði en trúlegri er sú skýring að ég upplifi það svo sterkt að koma þarna á söguslóð. Ég hafði lesið um Flugumýrar- brennu 1253 og þarna helltist yfir mig sagan og þegar ég kom á staðinn varð ég húkkt, eins og þeir myndu segja í dag.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.