Feykir


Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 11

Feykir - 04.10.2007, Blaðsíða 11
37/2007 Feyklr 11 GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 461 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja að þessu sinni með nokkrum vísum, sem geta skoðast sem framhald af síðasta þætti og tengjast göngum og réttum. Einhverju sinni er Björn Blöndal komst ekki með sveitungum sínum í göngur á Grímstunguheiði, þar sem undanreiðarmenn fara í Fljótsdrög, varð til þessi ágæta hringhenda: Heimabandi heftur er hörpu vandast slögin. Ég í anda aðeinsfer yfir Sand í Drögin. Hér áður fyrr voru þægindi gangnamanna á hinum ýmsu Iieiðum af skornum skammti, ef svo mætti að orði komast. Var þá sá kostur cinn að flytja nesti og annan farangur á hesti, sem þá hlaut sæmdarheitið trússhestur. Voru oftast tveir af gangnamönnum tilnefndir af gangnaforingja til að fara með hesta þessa á milli gististaða á heiðinni. Voru þeir þá bundnir í lest og þeir sem með fóru kallaðir lestarmenn. Eitt sinn í göngum á Eyvindarstaðaheiði, er það var hlutskipti Árna Gíslasonar í Eyhildarholti í Skagafirði og Sigurðar Guðmundssonar bónda á Fossum í Svartárdal, að færa þessa burðarhesta milli náttstaða. Orti þá Sigurður þessa ágætu hringhendu: Okkur brestur aðeins víf - eigum nesti saman, þetta lestamannalíf líst mér besta gaman. Sá ágæti drengur frá Æsustöðum í Langadal, Stefán Gunnarsson, fór í göngur fram til heiða á sínum yngri árum. Eitt sinn er hann fór á móti gangnamönnum og mun hafa gist í Svartárbugum, varð til eftirfarandi Stóðu íflánni Steinárnaut stinnu holdi lofa. Heiðin fannst mérfremur blaut ogfúlt í Bugakofa. Eins og flestir gangnamenn vita, er gulli betra að hafa góða hesta til brúkunar á þessum árstíma. Ólafur Bjarnason frá Stafni í Svartárdal lýsir reiðhrossi sínu af kostgæfni í eftirfarandi vísu: Rauðka mín er vökur vel víst mun auðgrund duga. Yfir keldur, móa og mel mesta rennifluga. önnur ágæt vísa kernur hér eftir Ólaf. Hefur sú dís sem þar er ort um ábyggilega haft góðan þokka til að bera: Kinnin ersvo hvít og rjóð klœða fögur gnáin. Eins og þegar blœðir blóð benjum úr í snjáinn. Gaman hafði Ólafur af að yrkja ýmsar glettur um samferðamenn á lífsleiðinni og brá þá gjarnan fýrir sig öðrum bragarhætti. Eitt sýnishorn af slíku kemur hér: Lyndisglaður lífs um traðir hoppar. Auðólfstaða - Erlendur Er mjög staður gœðingur. Annarri man ég eftir sem ort er með sama bragarhætti. Mun þá Sigurður Þorfinnsson, áðurbóndi áSkeggstöðum í Svartárdal, hafa verið að bera Ólaf )1ír Svartá - sem orti svo þokkalega á meðan. Siggi Skeggur sá ber egg á herðurn. Ána sullast allsstaðar. Eins og drulla tilsýndar. Okkar góði vinur og söngstjóri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps um áratugaskeið, Jón Tryggvason bóndi í Ártúnum, lofaði mér eitt sinn að heyra vísu sem hann orti eftir að hafa verið í nokkurra daga dvöl í Reykjavíkurhreppi: Allstaðar mín alúð beið Engu vil éggleyma. Nú er ég þó á norðurleið Nú er ég bráðum heima. Hannes Jónsson frá Eiðsstöðum, mun hafa ort þessa: Á því virðist ekkert hik. Æra og dyggðir fúna. Hrœsni, loforð, lygi ogsvik lœtur mörgum núna. Bjartara er yfir næstu vísu Hannesar. Ástin fœðir yndi hrein. Ástina glœðir stakan. Ástin grœðir andans mein. Ástin brœðir klakann. Aftur þyngist yfir Hannesi, er hann yrkir svo: Veginn ranga við ég bý Vafinn angri kífsins. Ég er fangi innan í öldugangi lífsins. Gott að enda þá þetta spjall með ágætri hringhendu eftir Skarphéðinn Einarsson, sem oftast var hér í Húnaþingi, kenndur við Ytra - Tungukot í Blöndudal: Geislar binda gremjuský. Góðu ersynd að leyna. Ég hefi yndi af öllu því Ástsem myndar hreina. Verið þar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Simi 452 7154 Margrét Aóalsteinsdóttir í eldhúsinu Gimilegt hlaðborð Það er vel hlaðiö veisluborðið sem Margrét Aðalsteinsdóttir bíður lesendum Feykis að þessa vikuna. Margrét skorar á Óskar Björnsson og Erlu Kjartansdóttur og munu þeirra uppskriftir birtast að hálfum mánuði liðnum. Thailenskar kjötbollnr 500-600gr. nautahakk 60 gr. hveiti 3 msk. olía 2 msk. rautt currypaste 3 1/2 dl. kókosmjólk (1 dós), 11/2 msk. fiskisósa (fœstá flösku) 2 tnsk. muldar jarðhnetur eða hnetusmjör(gróft) 1 msk. sykur Mótið litlar bollur úr hakkinu og veltið þeim upp úr hveiti. Brúnið þær í olíu og leggið þær á eldhúspappír. Setjið currypaste á pönnuna og steikið í nokkrar mín. við vægan hita. Bætið þá kókosmjólk, fiskisósu, hnetum/ smjöri og sykri á pönnuna. Blanda vel saman og sjóða bollurnar síðan í sósunni í u.þ.b. 5 mínútur. Bætið svo í restina 2 msk. af hakkaðri basiliku eða myntu, út í. Berið fram með hrísgrjónum og góðu fersku salati. Súpu og salat brauð 300gr. heilhveiti 700 gr. hveiti 1 msk. salt 2 msk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 800 ml. ab mjólk (má vera létt) 1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar í olíu(má vera smá olía með) nokkrar msk. Timian eða rósmarín, (ferskt og hakkað) 1 msk. gróft salt. Blanda öllum þurrefnum saman í skál nema grófa saltinu. Hrærið með hnoðara og bætið ab- mjólkinni síðan út í. Ef deigið er of þurrt og stíft má bæta meiri ab-mjólk út í. Setjið í eldfast mót, 5 cm djúpt, u.þ.b. hálf ofnskúffa að stærð. Potið nú með fingurgómunum ofan í deigið (litlar holurjog dreypið yfir með olíu úr krukkunni af tómötunum og stráið síðan grófa saltinu yfir. Bakið við 190 gráður í 20-30 mín. Frosin Bananakaka 200 gr. hafrakex 3-4 bananar 11/2 líter vanilluís 2 dl saxaðar heslihnetur lOOgr. suðusúkkulaði 75 gr. smjör 2 dl. flórsykur 1 dl. rjómi 1 tsk. vanilludropar Myljið kexið í eldfast form og brytjið yfir bananana. ísinn settur ofaná og síðast hnetur. Þetta síðan sett í frysti á meðan súkkulaðikremiðerlagað. Bræðið saman smjör, rjóma, súkkulaði og flórsykur. Látið malla í 5 mín. og kælt aðeins. Hellt yfir ísinn og ftyst aftur. Má bera fram með þeyttum rjóma ef vill. Verði ykkur að góðu! Landssöfnun Kiwanis Lykill aðlvfi Landssöfnun Kiwanis- hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra hefst fimmtudaginn 4. október og stendur til og með sunnudeginum 7. október. Sparisjóðirnir á Islandi, Toyota, Olís og Bónus eru bakhjarlar verkefnisins. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengsluni við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. Ágóði landssöfnuna- innar að þessu sinni rennur til þi'iggja málefna; Geðhjálpar, BUGL og Forma. Gengið verður í hús urn land allt auk þess sem sölumenn verða við verslunarmiðstöðvar og aðra fjölfarna staði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.